Síða 1 af 1

Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Fös 08. Maí 2020 19:52
af Prentarakallinn
Góðann daginn, ég var að kaupa sjónvarp sem er 24.3 kg og átti fyrir veggfestingu sem er með hámarks þyngd upp á 25 kg.

Myndu menn segja að það sé of tæpt? Þarf ég að kaupa nýja?

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Fös 08. Maí 2020 20:26
af gutti
Hvað er stærð á tv 55+ ??

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Fös 08. Maí 2020 20:29
af jonsig
Ég myndi skilja þetta innlegg ef þú værir yfir þyngdinni, persónulega væri ég meira stressaður yfir vegg töppunum

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Fös 08. Maí 2020 20:50
af Dúlli
25kg er engin þyngd, notaðu festingu og notaði viðeigandi festingar eftir gerð veggs sem þetta verður fest í.

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Lau 09. Maí 2020 01:01
af Prentarakallinn
gutti skrifaði:Hvað er stærð á tv 55+ ??


55"

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Lau 09. Maí 2020 14:10
af gutti

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Lau 09. Maí 2020 16:09
af brynjarbergs
Ef veggurinn er þéttur og þú notar góða tappa þá ætti þetta ekki að vera neitt vesen.
Þeir skilja eftir góðan buffer í viðmiðinu.

Re: Þyngd sjónvarps vs hámarks þyngd veggfestingar

Sent: Sun 10. Maí 2020 02:36
af beggi702
veggfestingarnar þola meira heldur en þær eru gefnar upp fyrir til að þola 100% það álag sem sett er á þær án þess að framleiðendur séu ábyrgir fyir því að það detti niður. svo að mínu mati þarft þú ekki að hafa neinar áhyggur af þessu.
ekki nema þú sért með einfaldan gipsvegg og notir bara nokkrar gipsskrúfur til að halda þessu uppi.