gallar og kostir við skjávarp vs tv

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
gutti
Kerfisstjóri
Póstar: 1265
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 16
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf gutti » Fim 09. Apr 2020 10:45

Gallar og kostir á kaup Gallar og kostir á kaup https://www.tl.is/product/epson-eh-tw54 ... ome-cinema
Langar að breyta til en veit vóða lítið um skjávarp eða áfram. Er þess virði að kaupa skjávarp #-oSkjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2739
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 248
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf hagur » Fim 09. Apr 2020 13:12

gutti skrifaði:Gallar og kostir á kaup Gallar og kostir á kaup https://www.tl.is/product/epson-eh-tw54 ... ome-cinema
Langar að breyta til en veit vóða lítið um skjávarp eða áfram. Er þess virði að kaupa skjávarp #-o


Ég hef verið með skjávarpa on and off í mörg ár. Ég myndi segja að það færi eftir því hvernig aðstöðu þú ert með. Ég myndi ekki nenna að vera með skjávarpa sem "aðal"-sjónvarp í hefðbundinni bjartri stofu sem dæmi. Í núverandi húsnæði er ég með sjónvarpsrými í kjallara sem er með litlum gluggum og því auðvelt að stýra birtu. Ég málaði það í dökkum, möttum litum og er kominn með hálf dedicated "bíósal" þar, með skjávarpa. Þar horfi ég yfirleitt á kvikmyndir, boltann o.þ.h. Fyrir venjulegt sjónvarpsgláp nota ég yfirleitt bara sjónvarpið uppí stofu. Krakkarnir hafa gaman af því líka að bjóða vinunum í "bíó".
Höfundur
gutti
Kerfisstjóri
Póstar: 1265
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 16
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf gutti » Fim 09. Apr 2020 14:52

ég er með myrkagardínur dregið niður þá nær sólinn ekki inn besta er sólinn nær varla að skína inn nema þegar hún kemur upp svo niður að kveldi er í blokk.
Ég er mikið að horfa á netflix svo dl af og til bíómyndir !! horfa fréttir báðum stöðvum búið !
Tesli
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf Tesli » Fim 09. Apr 2020 21:22

Ég hef sömu sögu að segja og hagur, hef verið með margar týpur af skjávörpum og svo sjónvörp inn á milli. Fyrsti skjávarpinn sem ég keypti var árið 2003. Núna er ég með 65"OLED í stofunni og svo dedicated bíó sal með skjávarpa í kjallaranum.
Ég myndi vilja bæta við að hávaði er mikið mál við flesta skjávarpa. Það er ekkert mál þegar þú horfir á eitthvað með hljóðið í botni en þetta fer að verða leiðinlegt þegar þú vilt bara horfa á eitthvað í rólegheitunum. Ég hef alltaf verið með skjávarpa beint yfir sófanum. Hugsa að ég myndi fara næst í short throw varpa sem er þá allavega lengra í burtu frá manni (hugsanlega þessa nýju 4k laser varpa).
Ég myndi líka vilja "anamorphic lens" í næsta varpa, pirrar mig oft að sjá grásvartan bar neðst og efst, væri til í að linsan gæti bara skorið þá af.
Það getur verið erfitt að staðsetja varpa vel í rými. Núna er ég með varpa sem ég þurfti að nota keystone correction því hann er ekki staðsettur fullkomlega fyrir framan tjaldið, þá sé ég grásvarta þríhyrninga, sem leka yfir svarta rammann minn að neðan og á hlið.
Svo hefur mér fundist vera mikill munur á sólarljósi og venjulegri lýsingu. Sólarljósið virtist mér alltaf eyðileggja myndina meira þó það væri bara rétt svo týra að komast inn, þetta er samt bara mín tilfinning og ég veit ekki hvort að það sé endilega vísindalegt. Þannig að ég myndi mæla með að fá sér ekki varpa nema hægt sé algjörlega að dimma rýmið.

Þó að sjónvarpið mitt sé töluvert betra en skjávarpinn minn í gæðum þá kýs ég samt alltaf 120" skjá fram yfir 65" :D

Ég er kannski kominn lengra en þína pælingar, en þetta er allavega eitthvað til að hugsa um :)Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2054
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf kizi86 » Fös 10. Apr 2020 02:43

hef verið með skjávarpa í stofunni núna í að verða 12 ár. ef ert með svona "venjulegan" varpa þá er algjört möst að geta dregið fyrir glugga, helst vera með myrkvunargluggatjöld, en hef séð svona "ultra short throw" laser Xiaomi varpa, sem er alveg upp við vegginn sem myndin á að vera á, sá var reyndar bara 1080p (4k útgáfan var ekki komin þá), og hann var það bjartur, að svo lengi sem sólargeislinn skein ekki beint á vegginn, kom myndin vel út (auðvitað best að vera myrkur), ég mun pottþétt fá mér 4k útgáfuna sjálfur á næstunni


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU