Uppfæra í Nvidia Shield ?

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf KjartanV » Mið 08. Jan 2020 00:30

Góða kvöldið

Ég les ekkert nema gott um Nvidia Shield.
Ég er að velta fyrir mér hvort það sé vit í því að uppfæra sig í Nvidia Shield ?
Ég er að nota Beelink GT1 Ultimate Android vél, hún er að vísu ekki Android TV en er ágætlega speccuð.

3GB DDR4 minni
32GB ROM
Amlogic S912 örgjörvi.

Hún virkar vel í það sem ég nota: Kodi, Netflix, Youtube, Retroarch, Dosbox osfrv.
Það sem truflar mig samt er að þetta er ekki Android TV og þar að leiðandi eru sum öpp ekki að virka alveg nógu vel með fjarstýringunni.
T.d Nova eða Netflix appið þá þarf ég stundum að nota airmouse til þess að geta smellt á eitthvað. Ekkert stórmál en stundum pínu leiðinlegt.
Að vísu sótti ég Youtube TV appið þannig að það virkar fínt án þess að þurfa nota airmouse.
Ég sótti líka annan launcher fyrir Android boxið þannig að hoppa á milli appa virkar vel og lúkkar vel.

Þannig að spurningin er hvort þetta sé þess virði að uppfæra mig yfir í Nvidia Shield ?
Er eitthvað meira sem ég er að græða á því fyrir utan betri OS og stuðning við öpp á borð við Netflix (DRM), Nova osfrv betra ?
Ég nota t.d ekki Plex og ég er ekki með heimabíó og ég mun ekki koma til með að nota leikjastreymið.Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 326
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf Hauxon » Mið 08. Jan 2020 11:00

Það getur í rauninni enginn svarað þessu nema þú sjálfur. Ég hef sjálfur verið með Amazon FireTV stick og langar í Nvidia Shield en hef ekki uppfært af því að það virkar allt bara prýðilega á FireTv (nema Nova). Þ.a. ég hef beðið með þetta. Ég bjóst líka við að þegar Nvidia Shield 2019 kom út að það yrði eitthvað öflugra en sú "gamla" en munurinn er næstum enginn, þ.a. 2019 er eiginlega bara það sama og 2017.
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2161
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 70
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf littli-Jake » Mið 08. Jan 2020 11:06

Tek það fram að ég er ekkert búinn að lesa þennan þráð.

Ég er búinn að vera með Shield í rúm 2 ár og þetta er bara snilld. Gæti ekki verið sáttari. Eina sem ég get kvartað yfir er að fjarstýringarnar mættu endast betur. Finst ég vera að hlaða þetta vikulega.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Höfundur
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf KjartanV » Mið 08. Jan 2020 16:49

Kærar þakkir fyrir svörin.
Er sjálfur smá efins hvort það borgi sig að uppfæra en væri gaman að heyra frá fleirum sem færðu sig úr Android boxi yfir í Shield.Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 289
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 08. Jan 2020 17:04

KjartanV skrifaði:Kærar þakkir fyrir svörin.
Er sjálfur smá efins hvort það borgi sig að uppfæra en væri gaman að heyra frá fleirum sem færðu sig úr Android boxi yfir í Shield.


Ég er kannski ekki í android tv hópnum sem þú ert að spurja um.

Allavegana, átti Xtreamer android tv græju sem var algjört sorp og hún endaði einfaldlega á haugunum vegna lélegrar hönnunar og græjan réði einfaldlega ekki við það sem hún var hönnuð í (þetta var þegar Android Tv var að byrja á þessum markaði).

Setti upp media center kassa til að sinna heimilinu þar til 2017, þá fannst loksins komin græja sem réði við að þjónusta allt efni sem ég henti í græjuna (Nvidia Shield). Ræður meira segja við að keyra Plex media server samhliða Plex client :)


Just do IT
  √


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf Emarki » Mið 08. Jan 2020 18:06

Ég mæli með Shield, þetta er frábær græja.

Ég er ekki með svona hleðslufjarstýringu þannig að ég tengi ekki við neitt vesen þar, hef skipt einu sinni um batterý síðan maí 2017.

Annars þá er 2019 útgáfan örlítið öflugri, svo er dolby atmos stuðningur við netflix og Dolby vision stuðningur einnig sem að 2017 modelið hefur ekki.
Einnig er 2019 útgáfan með þægilegri fjarstýringu.

Kv. Einar.
Höfundur
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf KjartanV » Mið 08. Jan 2020 18:27

Takk aftur kærlega fyrir svörin.
Hvaða öpp eruð þið helst að nota á Shield ?
mikkimás
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf mikkimás » Mið 08. Jan 2020 19:25

Lightweight user hér, keypti mér Shield um daginn.

Nota aðeins YouTube, NBA og NFL.

Hef yfir engu að kvarta.

Flott græja.
Síðast breytt af mikkimás á Mið 08. Jan 2020 20:04, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2739
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 248
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf hagur » Mið 08. Jan 2020 19:38

KjartanV skrifaði:Takk aftur kærlega fyrir svörin.
Hvaða öpp eruð þið helst að nota á Shield ?


NovaTV, Kodi, Plex, Spotify, Netflix, Youtube.

Svo er AndroidTV OS líka með innbyggðan Google Cast stuðning þannig að það er hægt að kasta allskonar drasli beint úr símanum yfir á boxið.

Ef verðið á Nvidia Shield er issue og þú ætlar ekkert að nota gaming dæmið þá geturðu fengið alveg sama functionality með Xiaomi Mi Box fyrir c.a helminginn af verðinu.

Ég er með Shield og Mi Box og finn ekki mikinn mun á þeim í daglegri notkun þó að Shield sé vissulega með öflugra hardware.
Binninn
Ofur-Nörd
Póstar: 206
Skráði sig: Fös 14. Mar 2003 00:32
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf Binninn » Mið 08. Jan 2020 19:43

"Hagur"
er einhver munur á því að geta ekki hardvírað Mii Boxið ?Skjámynd

kornelius
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf kornelius » Mið 08. Jan 2020 20:05

Binninn skrifaði:"Hagur"
er einhver munur á því að geta ekki hardvírað Mii Boxið ?


Er með Mi Box S eins og hagur og keypti mér USB yfir í Ethernet af Aliexpress á einhverja hundrað kalla.

Svipað og þetta https://kisildalur.is/category/33/products/297

Og er að ná milli 200-300MbpsSkjámynd

Stuffz
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 43
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf Stuffz » Mið 08. Jan 2020 22:01

Fín græja, keypti upphaflega 2015 árgerđina fyrir sjálfan mig.
Var međ buns af leikju og forritum installađ á essu fyrst nokkurnveginn "þolprófun".
Fékk góđa reynslu af essu svo keypti 3stk af 2017 útgáfunni til ađ gefa ættingjum.
en bara međ þađ einfalt núna, youtube, rúv, kodi, projectM
Nvidia er greinilega međ góđan díl viđ google því græjan hefur veriđ vel uppfærđ í gegnum tíđina, samt fítus eins og innbyggđ twitch supported skjáupptaka var tekiđ út í einni uppfærslunni, sem ég notadi ađallega til ađ taka upp fréttirnar á rúv, svo bummer.

Þađ er til eldri ùtgáfa međ 500gb disk líka, 2017 og 2019 eru minni en 2015 útgáfan en ekki međ microsd.

Og t.d. 2015 fjarstýringin mín þarf oft ađ endurhlađa batterý og hljóđleitin er stundum og stundum ekki virk
2017 fjarstýringin er međ litlum útskiptanlegum 2x CR2032 batterýum.


Tölva: Intel® Core i7-8809G - GPU: AMD Radeon™ RX RX Vega M GH (6x4K max) 1Tb Intel NVMD, 16Gb RAM
MyndaTaka: Pixel 2 XL , Osmo Action, Insta360 One X, Mavic Pro m/dji Googles og Moverio BT-300
HeimaBíó: Xiaomi MI TV 4K@120". TVbox: Nvidia Shield TV. S5e m/1Tb, 10x2+8x2+4x2+3x2+2x4+1x2=60Tb
RafHlaupaHjól: Xiaomi M365 & ZERO 10X. RafEinHjól: Kingsong 16S. RafEinHjólaBretti: Onewheel Pint.


Höfundur
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf KjartanV » Mið 08. Jan 2020 22:28

Takk kærlega fyrir svörin allir.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2739
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 248
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf hagur » Mið 08. Jan 2020 23:00

kornelius skrifaði:
Binninn skrifaði:"Hagur"
er einhver munur á því að geta ekki hardvírað Mii Boxið ?


Er með Mi Box S eins og hagur og keypti mér USB yfir í Ethernet af Aliexpress á einhverja hundrað kalla.

Svipað og þetta https://kisildalur.is/category/33/products/297

Og er að ná milli 200-300Mbps


Sama hér, er með USB to ethernet dongle. Wifi var of sluggish fannst mér.
djarfur
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 01. Apr 2012 15:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf djarfur » Fim 09. Jan 2020 16:47

Búinn að eiga shield í 3-4 ár. Ég get hiklaust mælt með þessari græju. Nota það mest fyrir plex núna en hef notað þetta mikið til að streama leikjunum úr borðtölvunni (steam). Var líka með áskrift að geforce now í einhvern tíma, mikið úrval af leikjum til að streama. Eini gallinn við þetta er hvað fjarstýringarnar eru mikið drasl.... nota xbox fjarstýringu.Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2054
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf kizi86 » Fim 09. Jan 2020 21:41

eitt með að skipta úr android yfir í android TV.. að það eru sum öpp sem íslendingar nota sem eru bara ekki til fyrir androidTV.. t.d appið fyrir sjónvarp símans og fleiri svoleiðis.. getur verið alger dealbreaker fyrir suma


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU


Höfundur
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra í Nvidia Shield ?

Pósturaf KjartanV » Lau 11. Jan 2020 20:12

Takk kærlega fyrir svörin, ákvað að stökkva á Nvidia Shield. :)