HTPC á ali - hugmyndir?

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
Hizzman
Gúrú
Póstar: 516
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

HTPC á ali - hugmyndir?

Pósturaf Hizzman » Sun 05. Jan 2020 19:47

Langar í netta, viftulausa, win10 tölvu til að hafa við sjónvarpið. Aliexpress er með haug af þessu. Vegna valkvíða langar mig að bera þetta undir ykkur. Aðalkrafan er að hún ráði við að spila allt skammlaust, 4k er kostur en ekki skilyrði. Þarf ekki wifi. Hugmyndir eða reynsla?
KjartanV
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: HTPC á ali - hugmyndir?

Pósturaf KjartanV » Sun 05. Jan 2020 19:56

Hef svo sem ekki mikla reynslu af HTPC vélunum frá Aliexpress en passa bara að kaupa vél sem er ekki með EMMC storage eða Atom örgjörva.
Margir ánægðir með Intel Nuc vélarnar eða Gigabyte Brix.
Einnig er Nvidia Shield talin vera mjög góð græja en hún er að vísu með Android.
Síðast breytt af KjartanV á Mið 08. Jan 2020 00:33, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2739
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 248
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HTPC á ali - hugmyndir?

Pósturaf hagur » Sun 05. Jan 2020 22:10

Þarftu endilega vél með Win 10? Ég skipti minni Win 10 HTPC vél út fyrir rúmlega 3 árum og fékk mér Android TV box í staðinn (NVidia Shield) og sé alls ekki eftir því. Xiaomi Mi Box er einnig ágætis kostur, töluvert ódýrari.
elvar8
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 17. Okt 2015 15:45
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: HTPC á ali - hugmyndir?

Pósturaf elvar8 » Mán 06. Jan 2020 10:10

hafðu ofarlega í huga

ofhitnun. ofhitnun.

þá er þetta flott. :)