Síða 1 af 1

Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Sun 05. Jan 2020 18:05
af DoofuZ
Ef það á að kaupa nýtt 55" sjónvarp sem er milli 17 og 20 kg er þá eitthvað vit í því að festa það á einfaldan gifsvegg? Og ef það er hægt, hver er þá besta aðferðin? :-k

Re: Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Sun 05. Jan 2020 18:37
af Sam
Ég opnaði vegg hjá mér og tók burtu tvo blikk leiðara og skipti þeim út fyrir tré, merkt með bláu, og setti krossviðarplötu, merkt með gulu, ég gat staðið ofan á sjónvarpsfestingunni eftir þetta :happy

stoðir_og_leiðarar.jpg
stoðir_og_leiðarar.jpg (30.73 KiB) Skoðað 3580 sinnum

Re: Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Sun 05. Jan 2020 18:56
af arons4
4 Rósettur halda þessu leikandi. Hef fengið svona í Húsasmiðjunni. Hef notað þetta margoft til þess einmitt að festa sjónvörp.

Passa bara að taka styttri týpuna ef þetta er einfalt gips(10-12mm) og lengri týpuna ef þetta er tvöfalt gips. Passa líka að skrúfa skrúfuna ekki of hratt, plast "róin"(þetta svarta á endanum) bráðnar ef skrúfan er skrúfuð í með borvél í botni.

Mynd

Re: Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Sun 05. Jan 2020 18:57
af Sporður
Ég er nú enginn sérstakur húsasmiður en mér finnst endilega eins og ég hafi einhvern tíma sett upp arm fyrir sjónvarp sem var festur á gifsvegg.

Til að festa á gifsvegg þarftu að ná þér í eitthvað sem kallast rósettur. Rósettur eru svona í ætt við plastið sem er troðið í steyouveggi. Þær þenjast út á bakhlið gifsveggsins og valda því að flöturinn sem skrúfan/boltinn verka á er mun stærri og styrkurinn meiri.

Ég reikna með að þú þurfir sjónvarpsfestingu (sjálfstæð eining) og að með því stykki sé bilið milli rósetta það mikið að styrkur stæðunnar sé nægjanlegur.

(arons4 var á undan mér :P)

Re: Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Sun 05. Jan 2020 20:20
af Hizzman
Langir prófílar geta virkað sem vogarstöng til að minka álagið þar sem festing í vegg er. Ef þú hefur þá jafn langa hæð sjónvarps, snarminkar spennan við festinguna í vegginn.

Re: Festa snjallsjónvarp á einfaldan gifsvegg?

Sent: Mán 06. Jan 2020 17:34
af birgirb13
Kemur fram hér ofar í þræðinum varðandi krossviðarplötur. Man eftir því þegar ég var í byggingarvinnu á sínum tíma að þá voru settar krossviðarplötur sem stuðningur bakvið gipsið þar sem vitað var að fest yrðu upp sjónvörp.