Ikea Tradfri pæling


Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ikea Tradfri pæling

Pósturaf thiwas » Mán 18. Nóv 2019 19:01

Ég er með Ikea Gateway og fullt af perum og fjarstýringum,

Ég er búinn að fikta ágætlega í þessu,
hins vegar langaði mig að vita hvort einhver hafi reynt að gera eftirfarandi, ég er allavega ekki búinn að finna út úr því, þrátt fyrir þónokkuð gúggl.

Nú er ég með Eldhús, þar sem ég með 1 x loftljós og síðan 1 x veggljós, ég vil hafa sitthvorn slökkvarann á þeim, þ.e. að slökkvari A virki eingöngu fyrir peru A og slökkvara B virki eingöngu bara fyrir peru B en allt er samt í sama Room-inu í appinu

vonandi kem ég þessu skýrt frá mér.
kannski einhver sem hefur verið í sömu pælingum.....


p.s. ef ég tengi 2 slökkvara og 2 perur í sama Room-ið í þá slökknar og kviknar á báðum perum, sama hvorn slökkvarann ég nota.




skrani
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 10. Okt 2013 00:41
Reputation: 8
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ikea Tradfri pæling

Pósturaf skrani » Þri 19. Nóv 2019 23:08

Ég held að það sé í raun rangnefni á Room / herbergi í IKEA appinu. Það væri nær að kalla það einingu eða eitthvað álíka því eins og þú lýsir þá virkar það þannig.

Ég hef ekki fundið leið til að láta ikea appið virka eins og þú villt, en bendi á að það er mjög auðvelt að integrera ikea í Home Assistant og þar er hægt að raða í herbergi að vild.
Ég játa samt að það þarf að lesa slatta og horfa á YouTube áður en maður nær tökum á home assistant, og það er auka flækjustig.




hilmard94
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 06. Nóv 2013 19:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ikea Tradfri pæling

Pósturaf hilmard94 » Mið 20. Nóv 2019 13:07

Það kannski hægt ef þú notar Hue Essentials appið

https://play.google.com/store/apps/deta ... essentials



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2390
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 127
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Ikea Tradfri pæling

Pósturaf Black » Mið 20. Nóv 2019 17:25

Mín reynsla er sú að ef ég tengi ljósarofa eða dimmer við tradfri peru að þá dettur hún úr appinu, ertu að spá í að vera með ljósarofa sem þú getur skipt um birtu á eða bara on/off ?


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ikea Tradfri pæling

Pósturaf thiwas » Fim 21. Nóv 2019 00:28

@skrani - Ég var einmitt með HomeAssistant uppsett fyrir um hálfu ári, en var að flytja og þarf því aðeins að configa HA aftur, hef ekki komist í það en ætlaði bara að leysa þetta svona tímabundið þar til ég gæti config-að HA aftur að fullu.

@black - er bara með on/off dimmer í tradfri línunni fyrir ljósin, nota ekki default rafmagnstenglana.