Síða 2 af 2

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Lau 30. Nóv 2019 01:12
af netkaffi
Dónaskapur og gremja fjarlægð.

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Lau 30. Nóv 2019 12:41
af MatroX
Svari eytt.

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Lau 30. Nóv 2019 21:10
af netkaffi
"Dónaskapur og gremja eytt," heh, þetta var nú bara viðbragðið mitt við að vera ásakaður um að allt sem ég væri að segja væri kjaftæði. Eins og það geti ekki virkað jafngott fyrir mig að spila á Stadia og á Steam. Það er mín reynsla.

Ég er búinn að sýna video af mér spilandi þetta, eftir nokkrar mínútur að venjast er það er óverulegur munur vs. PC fyrir mér. Trúðu bara því sem þú vilt. Það er fullt af fólki á Discord og Reddit að segja það sama og ég og það er alveg bara "hvað er með alla neikvæðu pressuna, þetta er að virka hjá mér án vandræða?" Það eru líka svoleiðis video á YouTube ef að er gáð. Það er enginn nema einhver svaka nölli eða semi-atvinnuspilarar að fara reita hár yfir einhverjum millisekúndum svo lengi sem þær eru undir ákveðnu meðaltali, sem eru notaðar af tölvubúðum og framleiðendum til að gefa óákveðnu fólki í vangaveltum ástæðu til að ákveða loksins hvað það ætlar að kaupa. Það er hægt að sjá hjá Digital Foundry hver munurinn er nákvæmlega, þeir eru búnir að mæla það og sýna það í meiri smáatriðum en nokkur annar. Þarf ekkert að vera karpa um þetta.

Eftir að fleiri íslendingar eru búnir að prófa þetta, og það er komin góð reynsla á þetta, ef ekki stuðningur frá Google við landið, þá eru gaurarnir sem héldu fram að þetta væri ónýtt og aldrei að fara virka að fara lúkka eins og gaurar sem héldu að Netflix tæki aldrei við af DVD.


Og varðandi gagnamagnið, hvað með það? Það er ekki eins og gagnamagnspælingar standi í stað endalaust hjá fyrirtækjum, þær eru alltaf að stækka hver misseri. Sýnist mér að ég sé að borga fyrir 25 GB ca það sem 1 GB kostaði hjá Nova fyrir alls ekki mörgum árum. En er auðvitað með ótakmarkað fyrir WiFiið. Streaming á öllu er að aukast og þeir munu aðlagast því. Þetta er ekki að fara neitt að ganga til baka.

GameSpot fyrir nokkrum dögum með "final review": og niðurstaðan er ‘it works well’. Kannski er bara þessi VPN sem ég lenti á með server rétt hjá Google server í Bretlandi. Mér er annars sama upp að vissu marki hverju fólk trúir hérna, ég er bara að segja frá minn upplifun, og kannski helst fyrir þá sem hafa áhuga --- og ég trúi varla öðru en að fleiri íslendingar séu að fara prófa þetta. Það er ekkert ólíklegt að Stadia komi á Ísland 2020, það eru fleiri lönd að fara bætast við og við erum jú nýbúin að fá t.d. YouTube Music (sem ég notaði líka með VPN áður en það opnaði officially hér á klakanum). Djöfull eru samt svona gaurar sem trúa allri neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum leiðinlegir. Ég persónulega bjóst að hluta til við því versta en vonaði það besta. Það sem ég vonaði reyndist vera það sem er raunin. Ég sé ekki fram á að þurfa uppfæra tölvuna fyrir leiki mikið framar. Ráðlegg tölvubúðum að fara gera ráð fyrir breytingum á markaðnum á næstu 5-10 árum. Minni sala á GPUs etc.Meanwhile....
--Stadia on a 125" 4K screen! Loving it.
-- Stadia on airport WiFi
-- Stadia í spilakassa

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Mán 02. Des 2019 21:42
af netkaffi
Henti inn á Google Drive nýjum klippum af Stadia. Þarna má sjá aðeins dræmari skilyrði en í hinum klippunum, í Tomb Raider klippunni er það vegna þess að ég er með farsímanet 4,5G hjá Nova á Selfossi og það verður alltaf aðeins verri tenging þegar það er rok, kuldi, rigning og bara skítaveður.

Þetta eru stórir fælar, svo að þeir sem eru með lítið gagnamagn varið ykkur (ca 5 GB hver). Setti þá á Drive svo að gæðin sæjust betur m.v. á YouTube sem þjappar allt sem maður setur þar inn. Í báðum klippunum kemur hökkt stundum, en ekkert sem dregur úr gæðunum á spilun fyrir mig persónulega. Það verður að athuga að ég á eftir að geta spilað leiki jólin 2020 í bestu gæðum án þess að setja 70.000 kr uppfærslu í PC tölvuna mína, eða 40.000 kr í Xbox Scarlett. Sýnist Google sitja sér langtíma markmið að vera með besta vélbúnaðinn af öllum leikjatölvum og græjum fyrir utan PC og það fyrir aðeins 10 dollara á mánuði.

Mæli með að þið downloadið fælunum en ekki spila í browser til að vera vissir um að sjá bestu gæði (ekki 100% hvort það skipti).

Tomb Raider: https://drive.google.com/open?id=1Ug2h1 ... OkU9qoYewK

Destiny 2: https://drive.google.com/open?id=16osZk ... eKT14uH66S


Ath Destiny 2 klippan er með lægri brightness stillingu en venjulega, ég spila þannig stundum af því mér finnst það þægilega og það er ekki pointið með vídjóinu heldur grafíkin og laggleysið (alveg eins og Steam bara fyrir utan einhver smá hökkt þegar farsímatengingin mín er ekki upp á sitt besta).

Edit: Ég held að ég hafi kannski hökktað örlítið í þessum klippum að ofan vegna þess að ég gleymdi fullt af game launchers í gangi (er basically með alla stóru launcherana og þeir eru oft að sækja updates, t.d. EA Origin, GOG, Epic Game Store, Steam, etc).


Þessi tækni virkar fáránlega vel miðað við að ég sé að spila þetta á farsímaneti á Íslandi í gegnum VPN til Bretlands (býst við að Google séu með server í Bretlandi, Stadia kom á markað þar). Ég er líka með fullt af vefsíðum og alskonar forritum í gangi, það kom einmitt eitt hökkt þegar Chrome var að loada öðru YouTube video í bakgrunninum. En daginn áður kom ekkert hökkt við það, enda er tengingin mín rokkandi frá 40 mpbs til 80mbps á þessu farsímaneti (en er yfirleitt mjög stable og fín! mæli með 4,5G hjá Nova drullufín tenging).


Edit: bæta við þessu
-- Stadia á Nintendo Switch
-- Almenn Reddit grúppa fyrir Cloud gamers (menn eru að setja upp leikjatölvur á Amazon AWS, Microsoft Azure o.fl., þarna, andskoti magnað).
-- Airport WiFi is sufficient
-- New Game, New Hotel. Still Works Perfectly. No idea how Google is making this magic happen.

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Lau 07. Des 2019 22:12
af netkaffi
Henti inn nokrum linkum hér að ofan. Reddit er pakkhlaðið af þessu.

I was at a small gathering last night at a friend's house. Towards the end of the night, someone mentioned Stadia, and my buddy mentioned that I opted for the FE. Questions ensued, but nothing proves Stadia like pulling out a Bluetooth controller, loading it up on Desktop mode on my phone, and passing it around for people to try out.Now, my friend has decent WiFi (150/50 or so), but as expected, Stadia ran like a dream. One guy was crazy impressed, said it's better than his Xbox One, and mentioned that his work is about to start work with Stadia (I should really find out what he does :thinking:) and another exclaimed "I can't actually believe this. I don't think I'm ok with how good this is" but he can be a little dramatic at times.And there ya go. 3-4 people in the room paid attention to the stream, and 3-4 people went away with the impression that the Stadia tech is the future of gaming.Definitely don't have to carry a console around to show off this great service!


proving_stadia_to_friendsI think Stadia is in that same niche right now as VR. Watching a video won't sell you the product. Experiencing the product will completely change your mind in many ways.


Menn eru að tala um að Stadia sé orðin góð leið til þessa að mæla hvað net hjá fólki er gott. lol.

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Mán 16. Des 2019 11:48
af netkaffi
Sorry ef einhverjum þykir böggandi að ég geri marga pósta, en ég verð að segja frá þessu: Er að prófa SteamLink í fyrsta skipti. Drullunett tækni. En Stadia virkar betur yfir netið til útlanda heldur en SteamLink yfir WiFi í sama herbergi.

Þessi tækni frá Google er það mikið betra en Steamlink frá Valve, þó bæði sé game streaming í gegnum net.

Re: Google Stadia & Xbox þráður almennt/Hvernig geta íslendingar spilað þetta allt?

Sent: Mán 16. Des 2019 13:15
af GullMoli
netkaffi skrifaði:Sorry ef einhverjum þykir böggandi að ég geri marga pósta, en ég verð að segja frá þessu: Er að prófa SteamLink í fyrsta skipti. Drullunett tækni. En Stadia virkar betur yfir netið til útlanda heldur en SteamLink yfir WiFi í sama herbergi.

Þessi tækni frá Google er það mikið betra en Steamlink frá Valve, þó bæði sé game streaming í gegnum net.


Þekki að vísu einungis Steam Link, en hef prufað það í Apple TV 4K hjá mér, allt snúrutengt. Virkaði ótrúlega vel og tók ekki eftir neinu input laggi að viti í Alien Isolation, þyrfti að prufa einhvern bílaleik til að fá almennilegt feel fyrir input lagginu.

Munurinn er hinsvegar að ég er að spila leiki sem ég á nú þegar og þarf ekki að borga áskrift, býst við því að þetta virki líka án internets. Virkilega ánægður að Steam séu að koma leikjasafninu yfir í Apple TV og síma. Hugsa að þetta sé í boði á Android sjónvörpum líka en þekki það ekki.