Phillips hue með borði


Höfundur
Grunar
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 19. Feb 2015 15:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Phillips hue með borði

Pósturaf Grunar » Mið 11. Sep 2019 07:48

Góðan dag,
Ég var að kaupa mér phillips hue led borða og ætla að skipta því út fyrir ljós undir eldhússkáp.
Get ég tengt það við rofann sem er til staðar, og þegar ég kveiki á þeim rofa þá kveiknar á led borðanum á einhverri pree stillingu með hvítu? Og nota svo bara app ef ég vill breyta lit.

Fyrirfram þakkir :)




joispoi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Phillips hue með borði

Pósturaf joispoi » Mið 11. Sep 2019 10:39

Já, þú getur tengt borðann í rafmagnúttak sem er tengt við rofa og fengið fram þessa hegðun. Með þeim fyrirvara að rafmagnsúttakið sé 240 volt og þú tengir í 240 volta rafmagnsinntakið (klóna) á borðanum.
Ef þú ætlar að nota appið þeirra, þá setur þú upp borðann í appinu, ferð síðan í "Settings" (í valmyndinni neðst á símaskjánum), velur þar "Power-on behavior". Í þeirri mynd sem kemur upp þar smellir þú á það ljós sem þú ætlar að breyta, í þínu tilfelli ljósaborðann, í myndinni sem þá kemur upp velur þú "Custom" og þar getur þú valið lit og birtu sem á að vera þegar þú kveikir á ljósinu.




Höfundur
Grunar
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 19. Feb 2015 15:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Phillips hue með borði

Pósturaf Grunar » Fim 12. Sep 2019 20:39

Takk kærlega fyrir að gefa þér tíma til að svara mér.
Langaði bara til að láta vita að þetta virkar allt einsog í sögu.
Takk fyrir hjálpina!