Síða 1 af 1

Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 14:35
af benony13
Daginn spjallverjar !

Mig vatnar ráðleggingar með prentara sem ég myndi nýta mér í að prenta einstaka sinnum ljósmyndir fyrir sjálfan mig og jafnvel í nokkur skipti fyrir aðra.
Hvað eru bestu kaupin og í hvað á maður að horfa í svona kaupum?

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 17:33
af Baldurmar
Ef að þú hefur ekki sérstakann áhuga á prentun sjálfur þá mæli ég frekar með því að láta prenta fyrir þig.
Prentarar eru hræðileg tæki.

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 20:25
af nonesenze
ég er með svona og nota hann þokkalega mikið bara til að prenta venjulegar ljósmyndir

https://elko.is/canon-selphy-cp1300-ljosmyndaprentari

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 22:42
af Viktor
Ef þú notar ekki blekprentara á hverjum degi þá skemmist hann strax :) Það er miklu ódýrara að láta prenta fyrir sig:

https://hanspetersen.is



1 - 14 myndir - lágmarksgjald kr. 790 pr. pöntun

15 - 50 myndir kr. 55 pr. mynd

51- 200 myndir kr. 44 pr. mynd

201 og yfir kr. 39. pr. mynd

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 23:02
af Tiger
Ég er með Epxon XP-960 sem ég fékk af Amazon, virkilega öflugur og prentar líka á A3.

Og nei, hann skemmist ekki þótt það sé ekki prentað í honum daglega, stundum ekki mánaðarlega en virkar flott ennþá 3 árum eftir kaupin. Mæli með honum.

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Mið 17. Júl 2019 23:12
af nonesenze
Sallarólegur skrifaði:Ef þú notar ekki blekprentara á hverjum degi þá skemmist hann strax :) Það er miklu ódýrara að láta prenta fyrir sig:

https://hanspetersen.is



1 - 14 myndir - lágmarksgjald kr. 790 pr. pöntun

15 - 50 myndir kr. 55 pr. mynd

51- 200 myndir kr. 44 pr. mynd

201 og yfir kr. 39. pr. mynd



það fylgir samt með ljósmyndunum sem eru 108 í pakka 3 eða 4 stk af blek hylkjum sem duga alltaf á myndinarnar, ég hef notað hann svona 2-3 í mánuði undanfarið ár

Re: Prentari fyrir áhugalmann um ljósmyndun

Sent: Fös 19. Júl 2019 10:17
af benony13
Takk fyrir aðstoðina ! Ég nýti mér bara prentþjónustur áfram og reyni að finna þjónustu sem hentar vel. Hef einu sinni prentað frá ljósmyndavörum og hef gott að segja um það, hef sæmilega upplifun af Pixel (fyrsta uppkast var hræðilegt en þeir voru fljótir til að laga það) en ég hef afar slæma reynslu af pixlar.