Verslanir með sjónvarpstæki ekki að standa sig í framsetningu

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3510
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 293
Staða: Ótengdur

Verslanir með sjónvarpstæki ekki að standa sig í framsetningu

Pósturaf appel » Þri 09. Júl 2019 22:22

Ég veit ekki hvað það er, en af einhverjum ástæðum virðast verslanir hér ekki vilja vera með sjónvörp sem þær eru að selja til sýnis í verslun sinni.
Hvernig er hægt að taka ákvörðun um að kaupa eitthvað sem maður getur ekki séð? Ég bara get ekki skilið þetta.

Hef farið í margar verslanir, vil ekki nefna tilteknar sérstaklega því þær eru allar sekar um sömu hlutina, að vera bara með eitthvað smá brot af vöruúrvali sínu í versluninni.
T.d. flaggskipstæki sem eru að fá #1 dómara í sínum verðflokki, auglýst á afslætti, en þau eru ekki til sýnis í viðkomandi verslun!

Ég get skilið afhverju það er ekki hægt að hafa 100 mismunandi sjónvörp til sýnis, en hví að vera selja 100 mismunandi týpur sem þú veist að enginn mun kaupa því það er ekki hægt að sjá þau? Ég er ekki að sjá neitt gagn í því að vera með úttroðna vefverslun af 100 tækjum en svo bara 10 tæki í búðinni til sýnis.

Elko er með mesta úrvalið í versluninni, því næst Rafland og Heimilistæki. En svo er það bara hverfandi fjöldi annarsstaðar.

Svo er það hvaða tæki þeir ákveða að hafa til sýnis sem fer doldið í taugarnar á mér. Langstærsti hluti af búðarplássinu fer í einhver ömurleg low-end lcd tæki sem enginn áhugamaður myndi líta einu sinni á, heilu veggirnir af gráum faded lcd tækjum í 32-40" stærðarflokki.

Og svo virðist vera gríðarlega mikill 75" "bias" má segja, verslanir eru einfaldlega ekki með 75" til sýnis. HT eru með flest tækin, og Rafland, en öll eru low end lcd tæki.

Svo eru það verðmerkingarnar, allar prentaðar á svona nafnspjald í 9 punkta letri, þannig að maður þarf að rýna í þetta, þ.e. þeir sem eru ekki með arnarsjón.

Svo eru fjarstýringarnar ekki aðgengilar vilji maður skoða umhverfið og prófa að spila annarskonar efni, netflix, youtube.

Þetta er ekki hræðilegt allsstaðar, stundum sér maður hlutina gerða flott, og tækjum vel stillt upp. Ormsson fær hrós að stilla upp öllum QLED línunum í röð, en gallinn er að það er aðeins í 55" stærðinni.

Svo er Rafland með hræðilega uppstillingu á OLED tækjunum sínum. Þeir stilla flagskips-tækjunum þannig að bakhliðin á þeim snýr út að glugga þannig að þú ert með dagsbirtu í augun, sem auðvitað lækkar birtuskynjun augnanna og minnkar gæðaupplifun á tækjunum, sem er einstaklega slæmt fyrir oled tæki þar sem þau eru daufari en led tæki. Þetta er bara common sense!! Besta uppstillingin á OLED tækjum er hjá HT, þar sem þau eru flest í aðskildu herbergi.

En vandinn er of mikið úrval. Þeir ættu að minnka úrvalið hjá sér mikið, hætta að vera með 20 mismunandi týpur af 32" lcd tækjum til sýnis, og fókusa á best sellers tæki í sínum verðflokkum og setja þau rétt upp til sýningar!

Stilla þessu upp þannig að sambærilegustu tækin eru sett hlið við hlið til samanburðar, þ.e. milli verðflokka og sömu tegundar. Það er fáránlegt að vera með slík tæki í sitthvorum endanum í versluninni, einsog er hjá Elko, þar sem þú ert með QLED einhversstaðar og OLED einhversstaðar, algjörlega random.

Svo eru það demoin sem eru keyrð. Ég vil sjá sama demo keyrandi á öllum tækjum. Fór í Ormsson og það voru tvö 65" Samsung sjónvörp sömu stærðar hlið við hlið, en keyrandi sitthvort demoið, þannig að þú ert í engri aðstöðu sem kaupandi að gera samanburð á myndgæðum, en samt var Ormsson að standa sig langbest í að keyra demo. Elko stendur sig einstaklega illa finnst mér, veit ekki hver sourcinn er hjá þeim, það er greinilega vandamál að streyma 4k hdr myndefni í synci á 100 tæki.

Æi, þetta er voðalegt raus í mér, algjört first-world problem. :-k


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5378
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verslanir með sjónvarpstæki ekki að standa sig í framsetningu

Pósturaf rapport » Mið 10. Júl 2019 09:14

Þetta skrifast á lélegt skipulag, verslanir á Íslandi eru skelfilegar í að veita upplýsingarum vörur í verslunum og reyndar oft á netinu líka.Skjámynd

rickyhien
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verslanir með sjónvarpstæki ekki að standa sig í framsetningu

Pósturaf rickyhien » Mið 10. Júl 2019 22:54

held að þau hafa enga val á demo-um...þau koma uppsett í stýrikerfunum með sjónvörpin...eins og Samsung Q6/7/8/9 (eða 60/70/80/90)...4 mismunandi demo
Ef Samsung/LG/Sony/Philips gefa ekki demo í 4k í lausu til verslanna þá geta þau einfaldlega ekki gert neitt í því
það er ekki hægt að bera saman sjónvörp með einhverjum "tölum" lengur finnst mér nema endurnýjunartíðni (en það er líka mjög erfitt að sjá muninn milli 50Hz og 100Hz)
OLED eða ekkert :P það er ekki flókið


Antec P280 | móðurborð selt | örri seldur örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition | 1 TB HDD | 2x 120 GB SSD | RAM selt | Thermaltake EVO Blue 850W aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sony MDR1000X & Ultrasone Tio heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz | Netgear Nighthawk AC1900 router