Síða 2 af 2

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 12:38
af kjarnorkudori
Ef það er hægt að stytta breiddina mun ég kaupa svona í alla glugga hjá mér um leið og þær lenda. Snjallvæðingu heimilisins verður þá líklega lokið í bili.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 14:37
af Viktor
Það er ekki hægt, auðveldlega, að stytta breiddina, eins og sést á álrammanum sem er utan um þetta. En það er hægt að setja þær upp fyrir framan glugga sem eru jafn stórir eða minni en einhverjar af þessum breiddum.

Það er ekkert mál að stytta lengdina, neðst er þetta alveg eins og aðrar gardínur.

100x195xm
120x195cm
140x195cm
60×195cm
80×195cm


https://www.ikea.com/de/de/catalog/products/40408196/

The product can not be shortened.


https://www.ikea.com/de/de/assembly_ins ... -2_pub.pdf

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 15:03
af worghal
Sallarólegur skrifaði:Það er ekki hægt, auðveldlega, að stytta breiddina, eins og sést á álrammanum sem er utan um þetta. En það er hægt að setja þær upp fyrir framan glugga sem eru jafn stórir eða minni en einhverjar af þessum breiddum.

Það er ekkert mál að stytta lengdina, neðst er þetta alveg eins og aðrar gardínur.

100x195xm
120x195cm
140x195cm
60×195cm
80×195cm


https://www.ikea.com/de/de/catalog/products/40408196/

The product can not be shortened.


https://www.ikea.com/de/de/assembly_ins ... -2_pub.pdf

það er örugglega hægt að stytta þetta með sög ef maður nennir :P

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 15:25
af Tbot
Fróðlegt að sjá hvað rafhlaðan á að endast lengi, því hérna er verið tala um mótor og þeir klára rafhlöður ansi hratt.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 18:37
af Tiger
Kemur ekki á klakann fyrr en í apríl/maí hingað.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 22. Jan 2019 23:42
af littli-Jake
Tiger skrifaði:Kemur ekki á klakann fyrr en í apríl/maí hingað.



Skellur

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Lau 22. Jún 2019 19:00
af Tyler
Jæja, þá er það staðfest að rúllugardínurnar koma í ágúst hjá Ikea (vonandi hérna líka). https://homekithero.com/2019/06/14/ikea-confirms-august-release-of-upcoming-smart-blinds-pricing-and-sizes-revealed/

Þeir tala um að til að nota gardínurnar með Homekit þá þurfi Tradfri brú. Vona að hægt verði að fara framhjá því.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Sun 23. Jún 2019 08:19
af netkaffi
Þeir tala um að til að nota gardínurnar með Homekit þá þurfi Tradfri brú. Vona að hægt verði að fara framhjá því.

Hvað er það? Get ég notað þetta með Google Home?

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Sun 23. Jún 2019 15:05
af Black
netkaffi skrifaði:
Þeir tala um að til að nota gardínurnar með Homekit þá þurfi Tradfri brú. Vona að hægt verði að fara framhjá því.

Hvað er það? Get ég notað þetta með Google Home?


https://www.ikea.is/products/574567

Þetta er gátt/hub sem tengist öllum ikea tradfri tækjunum. Notar app í símanum til að stjórna þeim tækjum sem eru tengd við það. Svo geturu parað Google Home við gáttina.

Svo er ikea líka komnir í samstarf við Sonos og eru að fara gefa út hátalara :)

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Mið 28. Ágú 2019 22:55
af joispoi
Fyrir þá sem eru sterkir í sænskunni, virðist vera byrjað að selja þetta í Svíþjóð.
https://www.ikea.com/se/sv/search/products/?q=fyrtur
Umsögn:
https://m3.idg.se/2.1022/1.706948/ikea- ... rullgardin

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fös 30. Ágú 2019 17:03
af Blues-
Þær eru komnar í IKEA ..
3 stykki eftir áðan fyrir klukkutíma ..
Starfsmaður sagði mér að næstum 100 gardínur hefði farið á 48 tímum
> https://www.ikea.is/products/597798

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Lau 31. Ágú 2019 17:08
af birgirb13
Sá að það var einungis ein breidd í boði þ.e. 120 cm. Sendi þeim póst. Fékk þau svör að þeir ættu von á gardíunni í fleiri breiddum eftir c.a 2 - 3 vikur.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 03. Sep 2019 00:30
af joispoi
Keypti eina til að prufa, mér sýnist nú ekkert mál að stytta þetta drasl. Það sem kom mér á óvart að maður þarf að nota "signal repeater" til að nota þetta með appinu þeirra og þar af leiðandi sennilega til tengja þetta við önnur kerfi. Ég er þokkalega tæknisinnaður en mér tókst ekki að ná sambandi eða para saman við þennan signal repeater þeirra. Því gat ég ekki prufað þetta í appinu þeirra og hún kom ekki fram í Zigbee contollerum sem ég er með. Fjarstýringin sem fylgdi var hins vegar pöruð við mótorinn og því gat ég notað hana til að draga gardínuna upp og niður. Repetarinn átti að vera fyrirfram paraður miðað við leiðbeiningarnar, hugsanlega bilaður, ég reyndi að reset-ja hann og para aftur en það gekk ekki.
Það sem fylgir fyrir utan gardínuna sjálfa er þetta:
Mynd
Þarna má sjá batterí, hleðslusnúru, repeater-inn er vinstra megin fyrir miðju, þar við hliðina er hleðslutæki, síðan festingin fyrir rúlluna og neðst til hægri er fjarstýring með möguleika á að smella uppi og niðri á henni.
Í bæklingnum fyrir fjarstýringuna má sjá að drægnin er aðeins 10 metrar á opnu svæði, þar sem ég fékk repeater-inn ekki til að virka reyndi ég ekki að prufa drægnina, en að nota fjarstýringuna beint á gardínuna í svona 2-3 metra fjarlægð virkaði. Sennilega er átt við að drægni fjarstýringarinnar sjálfrar sé 10 metrar, án repeater-sins, en eins og fyrr sagði gat ég ekki prufað það.
Mynd
Ef ég losa mótorinn af, þá eru það bara tvær skrúfur og síðan getur maður rennt honum úr álprófilernum án mjög mikils átaks.
Mynd
Hér má sjá hvernig þetta er bara rennt inn í prófilinn, þannig að það ætti að vera nóg að stytta prófilinn, bora fyrir tveim nýjum skrúfugötum og svo auðvitað að stytta rúlluna sjálfa eins og maður gerir almennt þegar maður styttir rúllugardínur.
Mynd
Ef maður opnar stýringuna sjálfa, þá er hún ekki flókin, stýrirás öðrumegin og minni íhlutir hinu megin, rofar á hliðinni. Þarna gæti verið spennandi að tengja yfir rofana með z-wave dry contact módul, s.s. frá Qubino, hef notað þá í eitt og annað og þeir virka fínt. Þá er maður kominn með skemmtilegri stýringu og í alvöru staðli.
Mynd
Annars hélt ég að þetta væri eitthvað meira fancy, ég hef verið að setja svipaða mótora í rúllugardínur frá bæði Ikea og Rúmfatalagernum, það er í raun gert alveg eins, mótornum stungið inn í rörið og síðan hef ég notað Qubino Flush shutter DC módul á það, þá stýrir maður í rauninni hve mikið gardínan fer upp eða niður með því að breyta spennunni inn á mótorinn. En þessi tilbúna gardína frá Ikea er hins vegar með hljóðlátari mótor en ég hef verið að kaupa frá Kína þannig að hún fær plús fyrir það. Gardínuunitið sjálft í þessari tilbúnu gardínu er hins vegar fyrirferðameira en þegar ég er að búa þetta til sjálfur en það þarf ekki að vera mínus, fer eftir því hvernig aðstæður eru þar sem maður setur hana upp. Birturöndin á hliðunum er ca. 2,5 cm á hvorri hlið (fjarlægð frá enda festinga að rúllunni) sem er heldur meira en þegar maður býr þetta til sjálfur en mér sýnist vera auðvelt að minnka það um hátt í centimetra á hvorri hlið með því að stytta gardínuna aðeins.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 03. Sep 2019 07:19
af sigxx
Því gat ég ekki prufað þetta í appinu þeirra og hún kom ekki fram í Zigbee contollerum sem ég er með


Mér skilst að þú verðir að vera með gáttina frá þeim til að þetta virki

En mjög flott og ítarleg umfjöllun takk fyrir það

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 03. Sep 2019 09:55
af joispoi
sigxx skrifaði:
Því gat ég ekki prufað þetta í appinu þeirra og hún kom ekki fram í Zigbee contollerum sem ég er með


Mér skilst að þú verðir að vera með gáttina frá þeim til að þetta virki

En mjög flott og ítarleg umfjöllun takk fyrir það


Ég er með hub frá þeim, það þarf til að geta notað appið þeirra.

Ég held að Ikea segi 10 metra drægni á fjarstýringuna til að vera öruggir, þó að Zigbee dragi lengra taka þeir ekki sénsinn, kaupendur eru almenningur sem eru á mismunandi stað varðandi tæknifærni. Þeir taka þá sennilega ekki heldur sénsinn á að fólk sé með eitthvað fasttengt í straum, uppá að það sé komið mesh net og lengri drægni fyrir vikið. Amk. virðast Hue fjarstýringar geta notað mesh net og ég sé ekki af hverju Ikea fjarstýringar ættu ekki að geta nota það líka. Skil þá samt alveg með þetta, sparar símtöl.

Mér finnst samt hálf kjánalegt að hafa þennan repeater, ég skil leiðbeiningarnar þannig að hann verði að vera og appið vill ekki hleypa mér áfram nema hann sé kominn inn. Spurning hvað hann sé í raun, varla er hann bara node-a í mesh netinu þar sem appið virðist vilja nota hann sem auðkenningu á gardínunni, ætli hann taki þá á móti skipunum frá hubnum fyrir hönd gardínunnar? Kannski er ég að misskilja eitthvað, ég er ekki duglegur að lesa leiðbeiningar, maður les þær kannski í kvöld :)

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Þri 03. Sep 2019 10:00
af Blues-
Þar er kominn stuðningur í SmartThings við gardínuna ..

https://community.smartthings.com/t/rel ... nds/171955

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fim 05. Sep 2019 20:45
af hagur
Ég fór og náði mér í eina svona áðan, það voru að koma 80cm breiðar gardínur en bara c.a 2-3 eftir sýndist mér. Er búinn að tengja hana við Smartthings og er að fikta í henni núna. Þetta er nokkuð svalt og virkar bara ansi vel með þessum device handler sem Blues- linkaði á hér að ofan. Mun eflaust fá mér fleiri stykki.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fim 05. Sep 2019 21:16
af worghal
ætlar enginn að setja inn myndir?
er þetta að lúkka vel?

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fim 05. Sep 2019 22:51
af asgeirbjarnason
Svona lítur þetta út:

nidri.jpg
nidri.jpg (1.23 MiB) Skoðað 3030 sinnum

uppi.jpg
uppi.jpg (1.44 MiB) Skoðað 3030 sinnum


Var akkurat að hengja upp. Sjálf gardínan lítur bara frekar vel út, en umgjörðin er frekar ljót. Held að ég verði að smíða eitthvað sem felur þann part.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fös 13. Sep 2019 19:02
af hagur

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fös 13. Sep 2019 20:24
af Tiger
Er ekki séns að stytta þær? Finnst alveg fatalt að hafa þær utan á gluggakarminum.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fös 13. Sep 2019 20:40
af Zpand3x
Tiger skrifaði:Er ekki séns að stytta þær? Finnst alveg fatalt að hafa þær utan á gluggakarminum.


joispoi hér fyrir ofan vildi meina að það væri hægt :)
joispoi skrifaði:Hér má sjá hvernig þetta er bara rennt inn í prófilinn, þannig að það ætti að vera nóg að stytta prófilinn, bora fyrir tveim nýjum skrúfugötum og svo auðvitað að stytta rúlluna sjálfa eins og maður gerir almennt þegar maður styttir rúllugardínur.

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Fös 13. Sep 2019 22:33
af joispoi
Svona er til dæmis hægt að gera þetta.

Merkja styttinguna:

Mynd

Saga bútinn í burtu með járnsög eða sambærilegu:

Mynd

Bora tvö göt fyrir skrúfurnar sem festa mótoreininguna og prófilinn saman, notaði 3 mm. bor, athuga að bora bara í efri hlutann, neðri hlutinn tekur við skrúfunum og er með gengjur. Myndin sýnir bútinn með upphaflegu götunum og síðan profileinn sem ég boraði í:

Mynd

Þarna sést styttingin miðað við upphaflegu breiddina, afsagaði búturinn er með á myndinni til samanburðar:

Mynd

Síðan tekur maður neðri slána af, tekur tappann úr öðru megin og rennir gardínunni út, styttir síðan neðri slána með járnsög:

Mynd

Efri endinn er límdur á álrörið þegar þetta kemur frá Ikea, mín skoðun er að best sé að klippa/skera gardínuefnið fyrst (þ.e. mjókka efnið) alveg fast upp að álrörinu uppi og enda á að saga álrörið, þ.e. að losa ekki álímda efnið af álrörinu. Það skiptir engu þó að það sjáist ekki í ál til endanna á álrörinu eftir styttinguna, þ.e. það er ágætt að skilja eftir svona hálfan sentimetra sitt hvoru megin frá því þar sem maður klippir efnið upp að enda álrörsins, upp á að ef efnið hnikast aðeins til hliðanna þegar það er að vera að rúlla því upp. Ef fólk vill láta álið sjást til endanna getur það skorið þá rönd af með dúkahníf. En þetta er minna mál en fyrri hlutinn, fólk getur haft aðra skoðun á því hvernig þeir gera þennan hluta. Myndin sýnir álrörið fyrir styttingu og sögun, hvernig efnið er límt á eins og það kemur frá Ikea.

Mynd

Re: Ikea trådfri rúllugardínur

Sent: Lau 14. Sep 2019 00:05
af Viktor
Snilld!