Síða 1 af 1

Netflix USA á Nvidia Shield

Sent: Fös 18. Jan 2019 14:36
af Gormur11
Sælir,

Ég er búinn að vera að reyna að fá Netflix USA á Shield en það hefur ekki verið að ganga vel.

Ég er með áskrift hjá VIPDNS en það virðist ekki virka á Shield þó svo það virki fínt á símana og heimilistölvurnar.

Eru einhverjir hér með reynslu af þessu sem eru til í deila?

Kv,
G

Re: Netflix USA á Nvidia Shield

Sent: Fös 18. Jan 2019 15:08
af rapport
Stillir þú ekki bara routerinn fyrir VIPDNS og tengir Shield við routerinn?

Re: Netflix USA á Nvidia Shield

Sent: Fös 18. Jan 2019 15:57
af Gormur11
Ég reyndi það einmitt, en af einhverjum orsökum virkaði það á allt annað en Nvidia Shield tækin.

Netflix fullyrti að ég væri að nota proxy eða þvíumlíkt. Prófaði alls kyns endurræsingar og kúnstir en allt kom fyrir ekki.

Re: Netflix USA á Nvidia Shield

Sent: Fös 18. Jan 2019 16:49
af Jon1
ég er að nota expressVPN með shield hérna
getur valið hvort þú setur þetta á router eða á tækið sjálft