Síða 1 af 1

Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Mán 07. Jan 2019 22:11
af hordur
Hæ er hjá hringdu og var að spá með netflix streaming og 4k , fæ fullan hraða frá fast.com (netflix síðan)

En þeir mæla með A steady internet connection speed of 25 megabits per second or higher fyrir 4k.

Málið er að ég fæ ekki meira en 15,26 MBps og finnst of eins og Full hd sé skýrara en 4k ?

er ég bara í ruglinu eða er annarhvor aðilinn að "cappa" mig ? eða eitthvað vanstill hjá mér, er með premium áskrift.


Vona þetta skiljist

Er auðvitað með 4k sjónvarp lika, væri gaman að sjá hvað aðrir vaktarar eru að stríma 4k á miklum hraða

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Mán 07. Jan 2019 23:23
af Hnykill
talaðu bara við þá hjá símafélaginu þínu.. bentu þeim á þetta. hef lent á cappi útaf bókstaflega engu. ræddu þetta við þá. ekki eins og við á Vaktinni getum gert mikið í þessu.. talaðu við símafélagið !

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 03:34
af kornelius
Ertu að nota wifi á sjónvarpinu?
Þú ættir að ná betri hraða með netkapal ef svo er.

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 09:23
af Daz
Hvers konar nettengingu ertu að borga fyrir?
Hvernig er tækið sem þú ert að prófa tengt við netið/routerinn?

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 14:25
af raggos
Ég er með ljósleiðara í gegnum Hringdu og 4k sjónvarp vírtengt við router og 4k sambandið við Netflix er alltaf flawless. Fæ max gæði næstum strax og ég starta þáttum/myndum.
Ef þú ert að nota VPN eða álíka til að komast í USA netflix þá geturðu lent í vandræðum með 4k.

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 18:18
af mort
Spurning hvort Hringdu séu ekki með Netflix spegil ? ef ekki þá ertu að sækja allt efnið utan frá.

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 19:33
af hordur
Hæ já er að nota wifi á sjónvarpinu en ég virðist fá fullan hraða á fast.com og speedtest.net í gegnum sjónvarpið, er með 100/100 ljós hjá hringdu
Þannig þetta getur varla verið wifi-ið.

Er ekki að nota vpn þegar ég spila 4k efni þá hoppar hraðin fljótt uppí 15.26Mbps og helst þar,
Hélt bara að gæðin myndu batna ef maður streymir sama efni á 25Mbps +
prufa að heyra í þeim, hélt kanski að fleyri væru að upplifa þetta, takk

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 19:41
af kornelius
hordur skrifaði:Hæ já er að nota wifi á sjónvarpinu en ég virðist fá fullan hraða á fast.com og speedtest.net í gegnum sjónvarpið, er með 100/100 ljós hjá hringdu
Þannig þetta getur varla verið wifi-ið.

Er ekki að nota vpn þegar ég spila 4k efni þá hoppar hraðin fljótt uppí 15.26Mbps og helst þar,
Hélt bara að gæðin myndu batna ef maður streymir sama efni á 25Mbps +
prufa að heyra í þeim, hélt kanski að fleyri væru að upplifa þetta, takk


Þá mundi ég prufa að tengja netkapall, þú ættir að finna mikinn mun.

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 21:07
af HringduEgill
hordur skrifaði:Hæ já er að nota wifi á sjónvarpinu en ég virðist fá fullan hraða á fast.com og speedtest.net í gegnum sjónvarpið, er með 100/100 ljós hjá hringdu
Þannig þetta getur varla verið wifi-ið.

Er ekki að nota vpn þegar ég spila 4k efni þá hoppar hraðin fljótt uppí 15.26Mbps og helst þar,
Hélt bara að gæðin myndu batna ef maður streymir sama efni á 25Mbps +
prufa að heyra í þeim, hélt kanski að fleyri væru að upplifa þetta, takk


Hæ Hörður! Ertu búinn að finna út úr þessu? Ef ekki bíða þín skilaboð :)

Re: Hringdu, netflix og 4k ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 21:10
af HringduEgill
mort skrifaði:Spurning hvort Hringdu séu ekki með Netflix spegil ? ef ekki þá ertu að sækja allt efnið utan frá.


Við erum með þjóna frá Netflix þar sem vinsælasta efnið er speglað hverju sinni. Það er ávallt eitthvað efni sem er sótt að utan en sambandið okkar til útlanda er í toppmálum svo það er ekki vandamál.