Að uppfæra steríógræjur

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf pegasus » Lau 08. Des 2018 20:28

Kæru Vaktarar,

Ég er með hátt í fimmtán ára gamlar steríógræjur (sjá myndir neðst) í stofunni hjá mér sem ég nota aðallega til að hlusta á Spotify tónlist úr símanum mínum en stundum líka sem hefðbundið útvarp. Ég er ánægður með hljóðið en er orðinn dauðþreyttur á öllu umstanginu sem fylgir græjunum þegar ég vil hlusta á tónlist. Fyrst þarf ég að kveikja á þeim, næsta tengja símann með AUX snúru, síðan hækka bæði í símanum og græjunum (því það heyrist hærra í útvarpinu) og eftir á þarf ég að muna eftir að lækka aftur (til að ég hrökkvi ekki við ef ég nota útvarpið næst) og svo náttúrulega slökkva á græjunum.

Nú er ég ekki mikill hljóðkall og því mig langar að spyrja hér: Er hægt að uppfæra miðjugræjuna í eitthvað always-on Bluetooth/Wi-Fi dót en nota áfram sömu hátalara?

Ég var fyrst að heyra af svokölluðum AVR tækjum (Audio Video Receivers) sem gæti verið það sem ég er að leita eftir? (Hvernig veit ég hvort að eitthvað þannig tæki virki með hátölurunum mínum?) Speccarnir fyrir græjurnar mínar eru hér en þar segir m.a. að hátalararnir mínur séu 12 Ω og 2 x 50 W MPO / 2 x 25 W RMS.

Læt tvær myndir sem sýna hvernig hátalarnir eru tengdir við miðjutækið fylgja.

Mynd
Mynd

Svona líta græjurnar út
Mynd
gunnji
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Sun 21. Des 2008 19:28
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf gunnji » Sun 09. Des 2018 00:33

Auðveldasta lausnin er að kaupa bluetooth móttakara og tengja bara í Aux tengið. Hefur svo bara alltaf kveikt á bluetooth móttakaranum. Að ætla kaupa nýjan receiver fyrir þessa hátalara væri hálfgert overkill. Ekki nema að þú kannski skoðir svona Desktop amplifiers með innbyggðu Bluetooth. Þeir hafa verið að koma frekar vel út og eru einstaklega auðveldir í notkun.Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 36
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf Squinchy » Sun 09. Des 2018 01:34

Ég er með þennan fyrri geymslu hátalarana, mjög fín græja fyrir þennan pening
https://www.aliexpress.com/item/2016-La ... 5695045a4e


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf pegasus » Sun 09. Des 2018 12:14

gunnji skrifaði:Auðveldasta lausnin er að kaupa bluetooth móttakara og tengja bara í Aux tengið. Hefur svo bara alltaf kveikt á bluetooth móttakaranum. Að ætla kaupa nýjan receiver fyrir þessa hátalara væri hálfgert overkill. Ekki nema að þú kannski skoðir svona Desktop amplifiers með innbyggðu Bluetooth. Þeir hafa verið að koma frekar vel út og eru einstaklega auðveldir í notkun.

BT móttakari væri skref í rétta átt, en það myndi ekki losa mig við það sem ég kalla "leiðinlega umstangið" að kveikja/slökkva og hækka/lækka á græjunum í hvert sinn sem ég vil hlusta á tónlist.

Squinchy skrifaði:Ég er með þennan fyrri geymslu hátalarana, mjög fín græja fyrir þennan pening
https://www.aliexpress.com/item/2016-La ... 5695045a4e

Þetta finnst mér áhugaverður vinkill, sérstaklega í ljósi þess að ég myndi spara gríðarlegt pláss í hillunni með því að skipta út miðjugræjunni fyrir þessari. En hvernig er það, slekkurðu á græjunni milli þess sem þú hlustar á tónlist eða fer það bara í "sleep mode" eins og önnur snjalltæki?

Svo var ég eitthvað að reyna að gúggla þetta sjálfur í gær og rakst á græjur eins og Sony STR DH190 (~ €150) og Denon PMA-60 (~ €500). En fyrir þennan pening gæti ég allt eins keypt nýja aktíva hátalara með innbyggðu BT eða jafnvel eitthvað eins og Sonos PLAY með AirPlay og Spotify Connect stuðning.

Hversu langt á maður að ganga í að endurnýta gamalt dót áður en maður hendir því og kaupir nýtt?Skjámynd

russi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 104
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf russi » Sun 09. Des 2018 14:42

Farðu bara beint í Sonos, þú endar sem sáttur gaur fyrir vikið
marinop
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Að uppfæra steríógræjur

Pósturaf marinop » Þri 25. Des 2018 23:13

Ég er með húsið hálf teppalagt með google home græjum, en við gömlu stereo græjurnar er ég með chromacast audio. Þegar ég er að hlusta á þær er ég oftast meira "aktívt" að hlusta svo það fer ekki í taugarnar á mér að þurfa að kveikja og mögulega hækka/lækka (eitthvað hægt að hækka/lækka í gegnum software). Finnst einhver sjarmi að vera með gamla dótið, en við þær eru líka tengdur plötuspilari og ég er til í að hætta með hann strax.

Tjekkaðu á chromecast audio =)