Síða 1 af 1

Ryksuguvélmenni

Sent: Mán 19. Nóv 2018 14:14
af fedora1
Sælir vaktarar.
Reikna með að margir ykkar hafi keypt ryksuguvélmenni. Ég er að spá í svona græju. Þið sem hafið reynslu af svona græju, hvað á maður að fá sér.
Sýnist að iRobot sé helst til sölu í Bygt og Búið, Heimilistæki og í Elko, og verð séu á bilinu 50-150. Eru Er kanski málið að kaupa að utan eitthvað eins og RoboVac (review segja ódýrari en ekki hönnuð eins og irobot með varahluti í huga).

Re: Ryksuguvélmenni

Sent: Mán 19. Nóv 2018 14:40
af zurien
Er með þessa hér:
https://mii.is/collections/fyrir-heimil ... t-vacuum-2

Er mjög ánægður með kvikindið.

Re: Ryksuguvélmenni

Sent: Mán 19. Nóv 2018 15:22
af Kristján Gerhard
Ég er með þessa:

https://www.neatorobotics.com/robot-vac ... connected/

Hún fúnkerar fínt. Hún er með opinn APA svo samþáttun með öðrum snjalllausnum er töluverð. Stýri henni úr Home Assistant án nokkurra vandræða.