Snjallofnalokar og Smartthings


Höfundur
kariarn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 06. Okt 2018 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Snjallofnalokar og Smartthings

Pósturaf kariarn » Lau 06. Okt 2018 08:03

Halló.

Er hægt að tengja Danfoss snjallofnaloka við Smartthings án þess að vera með Danfoss brúnna?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 441
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjallofnalokar og Smartthings

Pósturaf hagur » Lau 06. Okt 2018 09:40

Já þar sem þetta er Z-wave þá geri ég ráð fyrir því. Þarf væntanlega bara réttan device handler.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Snjallofnalokar og Smartthings

Pósturaf russi » Lau 06. Okt 2018 09:53

Well, það var ekki og er ekki en svo einfalt. Það eru(eða voru) til 2 týpur af Danfoss Z-Wave lokum. Sú sem kom fyrst og var allavega fyrir 2 árum sú eina sem var seld af Danfoss hér landi var læst á Danfoss kerfið, veit ekki hver aðalástæðan yfir því var en hluti af hann hafði eitthvað með kubbinn í þeim að gera að hann hafði ekki meira minni á sér en það. Svo eru til Opnir Danfoss lokar.

Fyrirtækið sem ég vinn hjá fór í gegnum þetta rugl fyrir nokkrum árum og Danfoss hér heima hafði engan áhuga á því að selja Opnu lokana sem endaði á því að við fluttum þá sjálfir inn, þeir lokar virka fínt með Fibaro
En þar sem eru nokkur ár síðan er auðvitað möguleiki á að Danfoss hér heima hafi endurskoðað sín mál.
Ef þú ert að fara panta þá sjálfur að utan, þá skaltu bara hafa þetta í huga hvort lokin sem þú pantar sé læstur á Danfoss eða ekki.




Höfundur
kariarn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 06. Okt 2018 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Snjallofnalokar og Smartthings

Pósturaf kariarn » Lau 06. Okt 2018 22:58

Elko er t.d. að selja Wifi Danfoss loka á flottu verði, þeir ganga væntanlega ekki.

Er hægt að kaupa einhverja aðra loka hér sem virka?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Snjallofnalokar og Smartthings

Pósturaf einarth » Sun 07. Okt 2018 13:31

Þessir eru open z-wave - er með nokkra þaðan og nota með vera controller.

https://www.vesternet.com/z-wave-danfoss-lc-13-living-connect-radiator-thermostat

Á nokkra auka sem ég var að spá í að selja..

Sent from my SM-G965F using Tapatalk