Síða 1 af 1

Heimabíó - soundbar

Sent: Fös 08. Jún 2018 21:35
af Fautinn
Sælir, er að leita að góðu soundbar fyrir LG tækið hjá mér. Ekki að spá fyrir annað umhverfi, er með Bose í stofunni og allt í goodie þar.

Er ekki sound expert og er ekki að leita að hinum fullkomna hljómi :) bara flott soundbar og í lagi að sé bassabox með og að nái öflugra hljóði en kemur bara út Tv.

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Lau 09. Jún 2018 11:30
af akarnid
Ég myndi í þínum sporum bíða eftir Sonos Beam. Eins og málin eru í dag þá virðist þetta ætla að verða bestu kaupin fyrir almenning á góðu soundbar.

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Lau 09. Jún 2018 17:25
af dedd10
https://ht.is/product/lg-soundbar-21-5

Fékk mér svona um daginn, er mjög ánægður og skil ekki af hverju maður var ekki löngu búinn að fá sér eitthvað svona, svo ótrúlega mikill munur á þessu og bara sjónvarpinu.

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Lau 09. Jún 2018 21:35
af einarbjorn
það er möst að hafa soundbar en það var farið frekar ílla með mig þegar ég keypti mitt, sá starfsmaður sem seldi mér mitt soundbar sýndi mér allt of dýrt soundbar og allt sem ég hlustaði á eftir það var crap miðað við það sem hann sýndi mér.
En ekki misskilja það að ég er geðveikt sáttur við þetta soundbar sem ég keypti mér en það sem ég borgaði fyrir það var langt yfir það sem ég ætlaði að eyða.
Ef þú ert með einhverja x upphæð sem þú ætlar að eyða í soundbar, ekki skoða eithvað sem er 50% dýrrara því þú verður aldrei sáttur við eithvað sem er ekki eins gott.

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Sun 10. Jún 2018 12:17
af Fautinn
þakka ykkur :)

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Sun 10. Jún 2018 12:52
af GullMoli
Mín reynsla af LG sjónvarpi með LG Soundbar (SJ8S).

Getur tengt soundbarinn þráðlaust við sjónvarpið, þá notarðu bara eina fjarstýringu áfram sem er rosalega þægilegt. Í mínu tilfelli getur sjónvarpið EKKI verið með game mode á þegar soundarinn er tengdur þannig .. veit ekki af hverju en þetta er apparently eitthvað thing. Svo ég er með hann tengdann með optical eins og er (ennþá bara 1 fjarstýring!).

Minn soundbar er með nokkuð static hiss hljóð þegar hann er stilltur á 9 og undir, sem er þó mjög lág stilling og ólíklegt að maður hafi hann svona lágt stilltan í stofu.

Hann tengdist inná WiFi networkið og ef símtæki með Spotify er tengt inná sama WiFi þá birtist hann sem device á Spotify = geggjað.

Overall frekar sáttur.



Í dag myndi ég örugglega skoða kerfi sem bjóða uppá það að bæta við þráðlausum aftari hátölurum, uppá surround sound í framtíðinni.

Re: Heimabíó - soundbar

Sent: Sun 10. Jún 2018 14:20
af Fautinn
Já líka að skoða þetta https://www.netverslun.is/Hljod-og-mynd ... 204.action er með sjónvarpshol og get bætt við þráðlausum hátölurum og bassaboxi síðar meir.