Síða 1 af 1

2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fim 31. Maí 2018 22:43
af Haukursv
Sælir Vaktarar,

Vantar tillögu að streaming stick til að hafa inní svefnherbergi, þarf ss að hafa netflix/amazon prime og spilað af Plex server sem ég runna í borðtölvunni inní öðru herbergi. 1080p er nóg en hefur einhver reynslu á Roku vs Fire tv vs chromecast t.d ?

Einnig er ég að pæla setja upp android box inní stofu, sömu kröfur og inní svefnherbergi en mig langar að geta streamað íþróttum líka.

Erum menn með einhverjar tillögur hér ? Hef hingað til bara verið með gamla háværa fartölvu tengda inní stofu og notast við reddit til að finna acestream eða flash stream linka á reddit, virkar ansi vel en tölvan er orðin mega hávær og ansi þreytt (7 ára). Var að pæla t.d í Nvidea sheild en veit ekki hvernig ég færi að því að streama íþróttum með því (NBA og UFC aðallega) þar sem það er væntanlega ekki browser í sheild eða Fire tv ekki satt? Gæti ég gert þetta í gegnum Kodi í því eða hafa menn einhverjar tillögur að góðri græju í stofuna ? Tími varla að fara í full blown HTPC.

TLDR: Er með plex server á borðtölvunni, vantar einfalt android box/stick inní svefnherbegi og annað eins inní stofu nema þarf einnig að geta streamað live íþróttaviðburðum.

Fyrirfram þakkir meistarar

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 00:37
af russi
gearbest.com og fá sér Beelink GT1 box og þú ert sett

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 08:20
af hagur
Ég myndi fá mér box sem keyrir Android TV, en flest þessara ódýru boxa keyra bara venjulega Android stýrikerfið með einhverjum hræðilega ljótum custom launcherum.

Box sem keyra Android TV:
- Xiaomi Mi Box (ódýrt)
- NVidia Shield (dýrt)
- MECOOL M8S PRO L (ódýrt)
- Eflaust nokkur í viðbót ....

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 09:50
af russi
Sammála því að þessir launcherar eru foxljótir. Ég hef sett aðra lauchera inn sem eru með TV-útliti(svona tiles) og það kemur fínt út.
Það eina sem er hægt að setja útá á Mi boxið er það er(allavega var) bara með Wifi

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 09:56
af Haukursv
Takk fyrir svörin strákar, þessi box sem keyra Android TV, hvernig mynduð þið græja live sport stream ? Eruði að kaupa einhver addon í gegnum Kodi eða er hægt að installa einhverjum browser á þau til að skoða t.d reddit/r/nbastreams eða álíka og opna þaðan flash stream eða ná í acestream linka ?

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 12:42
af hagur
Haukursv skrifaði:Takk fyrir svörin strákar, þessi box sem keyra Android TV, hvernig mynduð þið græja live sport stream ? Eruði að kaupa einhver addon í gegnum Kodi eða er hægt að installa einhverjum browser á þau til að skoða t.d reddit/r/nbastreams eða álíka og opna þaðan flash stream eða ná í acestream linka ?


Ég nota fabiptv addon í Kodi.

Re: 2 ný streaming box, vantar tillögur

Sent: Fös 01. Jún 2018 16:02
af rattlehead
sæll

Hef verið með Amazon fire tv alveg frá því að það kom út. er ánægður með það. Er með Hulu,netflix og Kodi á því. ásamt amazon prime áskrift. Sáttur með tækið eins og er. Nú nýverið var að koma 4k tæki frá þeim