Stærðir harða diska fyrir PVR

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 29
Staðsetning: Hvammstangi, Ísland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Stærðir harða diska fyrir PVR

Pósturaf jonfr1900 » Fim 10. Maí 2018 19:04

Hvaða stærðir af hörðum diskum þarf fyrir PVR upptöku með stafrænum móttakara? Hérna er ég að miða við HD 1080p upptöku. Ég prófaði að nota 32GB usb flash drif sem ég á en það var engin upptaka gerð og mappan sem var búin var tóm þegar upptöku lauk.
Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 10
Staða: Tengdur

Re: Stærðir harða diska fyrir PVR

Pósturaf Cikster » Fös 11. Maí 2018 04:57

jonfr1900 skrifaði:Hvaða stærðir af hörðum diskum þarf fyrir PVR upptöku með stafrænum móttakara? Hérna er ég að miða við HD 1080p upptöku. Ég prófaði að nota 32GB usb flash drif sem ég á en það var engin upptaka gerð og mappan sem var búin var tóm þegar upptöku lauk.


Það ætti að standa í manual hvað upptakan mun taka mikið pláss per klst (eða hversu margar klukkustundir per tb). Þetta fer allt eftir hversu mikil þjöppun er á upptökunni. Ég mundi giska að þetta 32 gb usb drif mundi ná 1-10 mínútum.
njordur
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mán 09. Feb 2009 14:05
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Stærðir harða diska fyrir PVR

Pósturaf njordur » Fös 11. Maí 2018 11:20

Hraðinn á drifinu getir líka mögulega skipt máli, ég var með svona hjá mér fyrir nokkrum árum og þá tilgreindi bæklingurinn sem fylgdi bæði stærð per mín miðað við upplausn og einnig lágmarks skrifhraða á disk miðað við upplausn.


Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling


Höfundur
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 29
Staðsetning: Hvammstangi, Ísland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stærðir harða diska fyrir PVR

Pósturaf jonfr1900 » Fös 11. Maí 2018 13:04

Ég fékk svar frá framleiðandanum (Technisat). Þessi útgáfa af móttakara styður víst ekki upptöku. Ég þarf svipaða útgáfu og ég er með en með DVR upptökumöguleika. Möguleikinn er í búnaðinum sem ég á en það er bara ekki kveikt á honum í vélbúnaðinum (er á fjarstýringunni og í hugbúnaðinum).

Hérna er móttakarinn sem ég þarf að kaupa. Hérna er móttakarinn sem ég keypti og er ekki með upptökumöguleika. Það er bara hægt að horfa á skrár í gegnum hann. Ég hafði ekki efni á DVR útgáfunni þegar ég keypti móttakarann í Apríl, þar sem móttakari án upptöku kostaði 59€ en með upptökumöguleika kostar 86€.
Höfundur
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 29
Staðsetning: Hvammstangi, Ísland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stærðir harða diska fyrir PVR

Pósturaf jonfr1900 » Lau 12. Maí 2018 14:25

Ég hef ákveðið að kaupa þennan hérna móttakara eftir smá skoðun. Þessi er með DVB-T2/C/S2 möguleika og HbbTV innbyggt. Auk þessa að styðja við UHD.