Síða 1 af 1

Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 09:40
af Hallipalli
Vantar smá aðstoð er að verða geðveikur á að skoða sjónvörp

Langar í 65" (75" of dýrt eins og er) og væri helst til í það frá Heimilistækjum þar sem ég fæ afslátt þar (veit ekki hve mikið c.a. 10-30% eftir týpum).

Er bara í ruglinu varðandi hvort maður taki LG eða Philips eða Panasonic. Hverju er maður að leita eftir ? Sé að þeir eru með eitt 65" philips sjónvarp á 179.995kr nuna (var á 219.995kr) og það fylgir annað 32" sjónvarp með (hef samt ekkert að gera við það).

Hvað mynduð þið taka? hverju er maður að leita eftir?

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:08
af svanur08
Mamma og pabbi voru að fá sér þetta, fínasta tæki -----> https://ht.is/product/65-ultra-hd-smart ... g-65uj634v

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:20
af Sultukrukka
Var í sambærilegum pælingum, langaði í oled en vegna þess að beint sólarljós myndi lýsa á sjónvarpið var það ekki option og varð að fara yfir í LCD.

Ég svitnaði yfir rannsóknarvinnu í svona mánuð og endaði á Sony XE90. Eina tækið á íslandi með full array local dimming undir 300 þúsund og fær fína dóma á Rtings.com https://www.rtings.com/tv/reviews/sony/x900e

Hér er tækið sem ég verslaði https://www.netverslun.is/Hljod-og-mynd/Sjonvorp/Sjonvarp-Sony-65%22-XE90-4K-HDR-XDR-1000Hz/2_12809.action

Færð líka 4% afslátt ef þú ert með aukakrónukort hjá Landsbankanum.

Líka gott að minnast á að Origo eru með 5 ára ábyrgð á þessum Sony sjónvörpum sem er alveg 3 auka ár af ábyrgð vs klassísk íslensk neytendaábyrgð á raftækjum.

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:24
af Funday
Ég er með 55'' philips ambilight 3 sem tölvuskjá og mæli vel með þvi ambilightið er algjör draumur

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:26
af russi
Sultukrukka skrifaði:
Ég svitnaði yfir rannsóknarvinnu í svona mánuð og endaði á Sony XE90. Eina tækið á íslandi með full array local dimming undir 300 þúsund og fær fína dóma á Rtings.com https://www.rtings.com/tv/reviews/sony/x900e


Er líka nýkominn uppfærsla á þessum tækjum, þeas version 2018 sem heita XF90, þau eru að gera virkilega góða hluti líka

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:34
af Sultukrukka
russi skrifaði:
Sultukrukka skrifaði:
Ég svitnaði yfir rannsóknarvinnu í svona mánuð og endaði á Sony XE90. Eina tækið á íslandi með full array local dimming undir 300 þúsund og fær fína dóma á Rtings.com https://www.rtings.com/tv/reviews/sony/x900e


Er líka nýkominn uppfærsla á þessum tækjum, þeas version 2018 sem heita XF90, þau eru að gera virkilega góða hluti líka


Satt og rétt. Munar hinsvegar 70 þúsund krónum í verði eins og er og því myndi ég segja að mesta bang for the buck væri í 2017 módelinu.

Re: Kaup á 65"

Sent: Mið 09. Maí 2018 10:46
af Hallipalli
svanur08 skrifaði:Mamma og pabbi voru að fá sér þetta, fínasta tæki -----> https://ht.is/product/65-ultra-hd-smart ... g-65uj634v


Buin að vera pæla i þessu...er á budget range-i c.a. 150-190.000kr