Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Skjámynd

Höfundur
AlexJones
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Pósturaf AlexJones » Mið 20. Des 2017 01:40

Langar voða mikið í 65" tæki, en langar líka voða mikið í OLED.

OLED enn svona 60% dýrara heldur en jafnstór LCD(led) tæki. Samsung er með eitthvað QLED en búinn að googla það og skoða líka in-person og varð fyrir vonbrigðum með myndgæðin í því. LG OLED blows my mind away í samanburði við Samsung.

Ég veit ekki hvað 2018 ber í skauti með sér. Ég get alveg beðið eitthvað inn í næsta ár með kaup, en aðeins ef maður veit að þetta er að fara gjörbreytast og verðin líka.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1254
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Pósturaf Minuz1 » Mið 20. Des 2017 03:57

Er eitthvað sem angrar þig við núverandi stöðu?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


verba
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 16:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Pósturaf verba » Mið 20. Des 2017 13:18

Ég er í sömu stöðu og þú. Langar mikið í 65” en það munar 2-3 hundruð þúsund á 55 og 65” oled tækjum.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 20. Des 2017 13:39

Well...

Rafland verða amk með útsölu í Janúar eins og alltaf.
en Sjónvarpstæki eru líklegast ódýrust rétt áður en þau hætta alveg í sölu.

LG er líklegast að koma með ný módel rétt í byrjun Q2 2018, þannig að annaðhvort myndi ég nýta mér Janúarútsölu, eða bíða fram í Apríl/Maí og sjá hvort 2017 módelin verði þá á betra verði en í Jan.

Ólíklegt samt að munurinn verði eitthvað " verulegur "


Kv
Ómar


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpskaup: Kaupa núna eða þrauka þar til OLED lækkar?

Pósturaf Hizzman » Mið 20. Des 2017 15:41

þegar verð hafa lækkað er eitthvað nýtt, dýrt og frábært komið sem þig langar rosa mikið í!