Síða 1 af 1

Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 16:01
af Stuffz
er að leita að lausn sbr titilinn

fann þetta hér https://www.shophappily.com/products/av ... verter-box

er þetta góð hugmynd eða?

video hér

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 18:45
af zetor
er ekkert RCA eða YPbPr tengi á sjónvarpinu hjá þér?

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:03
af Stuffz
zetor skrifaði:er ekkert RCA eða YPbPr tengi á sjónvarpinu hjá þér?


nei sýnist það ekki vera

http://www.lg.com/uk/tvs/lg-43UH668V

Connectivity
Wifi(Wifi Direct) 802.11.ac
Bluetooth Yes
RF In 2 (RF, Sat)
Component In (Composite Share) 1(Composite shared)
Digital Audio Out (Optical) 1
HDMI 3 (HDMI 2.0a)
LAN 1
RS-232C (Control / SVC) (USB to RS232C)
CI Slot 1
USB 2 ( 2.0 : 2ea)
Headphone out / Line out 1

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:08
af zetor
jú mér sýnst vera þarna YPbPR tengi ( rca)

sjáðu fyrir miðju á þessari síðu https://www.giztele.com/lg-43uh668v-review-precio/

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:10
af zetor
ef þetta er rétt þá þarftu einfaldlega bara svona snúru
https://www.ebay.de/itm/1-5m-5x-RCA-RGB ... SwQItUGC3Q

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:21
af hagur
Nope .... þessi snúra gengur ekki nema VHS tækið geti outputtað component video (YPbPR) út í gegnum Scart tengið (ofboðslega ólíklegt). Þú þarft converter box til að gera þetta og apparatið sem þú linkar á í OP er líklega bara málið.

Reyndar sýnist mér tækið geta tekið composite video (gula tengið) inn í gegnum eitt af component RCA tengjunum m.v. þetta Composite shared statement þarna. Þá þarftu bara svona:

https://www.rafland.is/product/scart-inn-ut-m3rcas-vhs

Stingur því í videotækið og stillir á output.

Svo svona snúru:

https://www.rafland.is/product/3-rca-i-3-rca-2-0m

úr scart kubbinum og í RCA tengin á sjónvarpinu,þ.e gula fer í tvílita græna/gula RCA tengið á sjónvarpinu og svo rauða og hvíta í rauðu og hvítí audio RCA tengin á sjónvarpinu. Svo þarftu bara að stilla sjónvarpið á RCA eða VIdeo 1 eða hvað sem þeir kalla þetta input (EKKI component).

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:55
af zetor
hagur skrifaði:Reyndar sýnist mér tækið geta tekið composite video (gula tengið) inn í gegnum eitt af component RCA tengjunum m.v. þetta Composite shared statement þarna. Þá þarftu bara svona:


Já...alveg rétt athugað hjá þér! ég hélt að snúrna sem ég linkaði á myndi ganga lika fyrir rca gula component

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Lau 18. Nóv 2017 22:34
af Stuffz
góðir punktar, takk fyrir.

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Mið 22. Nóv 2017 12:41
af jonfr1900
Er sjónvarpið ekki með hliðræðna móttöku? Annars er eina lausnin sem ég hef fundið er analogue til DVB-T búnaður sem sendir þá út á UHF rás.

Hérna er eitt slíkt á Amazon Þýskalandi, https://www.amazon.de/HD-Line-HD6990-Di ... 2YEM7DSR3D - kostar 209€.

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Mið 24. Apr 2019 18:42
af bollival
Góðan dag.
Er komin einhver snjöll lausn á þessu viðfangsefni, að tengja VHS-tæki við snjall-TV?
Kv, Bolli (bollival@gmail.com)

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Mið 24. Apr 2019 20:02
af jonfr1900
Þú þarft að kaupa rca til hdmi breyti. Hérna er einn á Amazon US.

Re: Tengja VHS tæki við 4K sjónvarp

Sent: Mið 24. Apr 2019 22:02
af hagur
bollival skrifaði:Góðan dag.
Er komin einhver snjöll lausn á þessu viðfangsefni, að tengja VHS-tæki við snjall-TV?
Kv, Bolli (bollival@gmail.com)


SCART yfir í Composite. Ég veit ekki betur en að flest sjónvörp hafi Composite video inngang, enn þann dag í dag, þannig að ég sé ekki alveg vandamálið við þetta.