Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Jún 2017 07:55

Sælir,

Var að hjálpa einhverjum strák á Facebook áðan sem virtist vera í vandræðum með input lag/latency á PS4 stýripinnanum sínum.

Fyrsta spurningin var náttúrulega varðandi netið hjá honum. En svo virtist vera að þetta gerðist í einspilun sem og fjölspilun.

Einhver kom með þá tillögu að það gæti verið TrueMotion fídusinn á sjónvarpinu sjálfu sem væri að fara illa með hann. Kauði slekkur á því og það skánar en lagast ekki.

Því næst, því þetta hljómaði eins og sambands leysi í fjarstýringuni, þá fór ég að pæla hvort það væru einhver tæki í nærveru PS4 vélarinnar sem gætu verið að trufla mótakarann á tölvuni. "Nei", segir kauði, engin tæki nálægt vélinni annað en sjónvarpið sjálft.

Ég segi honum því næst að slökkva á internetinu og Bluetooth'inu ásamt öllum bylgjum og straumum í sjónvarpinu, þessu svakalega 55" UHD LG snjall sjónvarpi, sjálfu, gerir hann það, og það virðist samt ekki virka.

Þá fann ég einhvers staðar á netinu að ég ætti að fá hann til þess að prufa það færa tölvuna bara á annann stað, skrifborðsstólinn t.d. Kauði neglir í þá hugmynd og viti menn?! Hvað haldiði að hafi ekki lagast bara við það að fara úr svona mikilli nálægð við sjónvarpið? Jú, input lag'ið á fjarstýringuni hjá honum hvarf!

Ég var náttúrulega himinn lifandi því þetta var algjör brain bender, en spurning mín er:

Hvernig getur sjónvarp, sjónvarp sem er ekki að gefa frá sér internet, Bluetooth eða annann straum, truflað PS4 stýripinnann sem notar Bluetooth til þess að senda boð í PS4 vélina sjálfa? Eru geislarnir frá sjónvarpinu svo kannski skaðlegir í eftir allt saman? Ég meina, fyrst þeir stoppa smá Bluetooth, þá hljóta þeir að brenna í mér hornhimnurnar, right?

*Þessar síðustu tvær voru djók, en þessi fyrsta er fúlasta alvara.

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Svo ég fatti þetta? Gæti verið að þá þurfi að útskýra þetta eins og fyrir 7 ára barni, en ég er svo sem búinn að vera hér á spjallinu svo lengi og hef fengið svo margt matað í mig að það ætti ekki að vera vandamál. Þið eruð í æfingu hvað varðar það að mata í mig upplýsingar... :lol:


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf jonsig » Þri 13. Jún 2017 08:51

Þetta geta verið spennubreytar í fjöltenginu hjá honum líka. T.D. fyrir afruglarann ef hann er með þannig. Ódýrar týpur af þessum græjum hafa oft engar varnir til að hindra að raftruflanir komi úr tækjunum eða útaf tækjunum inná 230V kerfið hjá þér og breyti lögnunum í húsinu hjá þér í einskonar loftnet.
Getur látið hann prufa að taka þessa spenna úr sambandi og önnur viðtæki áður en sjónvarpinu er kennt um.
Bara mín 50cent.

Ef þú vilt skilja RF / EMI þarftu að kíkja í rafeindavirkjan, ef þú vilt SKILJA SKILJA þá þarftu að kíkja í verkfræði. :)



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Jún 2017 10:54

jonsig skrifaði:Þetta geta verið spennubreytar í fjöltenginu hjá honum líka. T.D. fyrir afruglarann ef hann er með þannig. Ódýrar týpur af þessum græjum hafa oft engar varnir til að hindra að raftruflanir komi úr tækjunum eða útaf tækjunum inná 230V kerfið hjá þér og breyti lögnunum í húsinu hjá þér í einskonar loftnet.
Getur látið hann prufa að taka þessa spenna úr sambandi og önnur viðtæki áður en sjónvarpinu er kennt um.
Bara mín 50cent.

Ef þú vilt skilja RF / EMI þarftu að kíkja í rafeindavirkjan, ef þú vilt SKILJA SKILJA þá þarftu að kíkja í verkfræði. :)

Ég nappa þessum 50 cent'um þínum, skýt þau níu sinnum og sting ellefu sinnum og lauma þeim svo í vasann því ég er að safna mér fyrir tyggjókúlu úr sjálfsalanum á horninu. Því average tyggjókúla hérlendis kostar 99-198 cent.

En já ókei. Og geta ódýrir spennubreytar gert þetta? Truflað Bluetooth útsendingu á svona stórmagnaðann hátt?

Það er alveg stórmagnað.

Breytir lögnunum í loftnet? Lol, það er stórmagnað líka.

Annars skal ég prufa að spyrja hann hvort það sé eitthvað tengt í sama fjöltengið.

Takk fyrir að vera þú, Jónsig, þú getur verið topp gaur stundum! :megasmile


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf jonsig » Þri 13. Jún 2017 13:48

Np

En það skiptir ekki máli þótt þetta sé allt í sama fjöltenginu þangað til eitthvað fer að brenna OFC. Og þetta er ekki jörðinni um að kenna þar sem þessum tækjum er í 90% tilfella kúk sama um PE jörðina í húsinu. En geta hinsvegar myndað suð á innstunguinni hjá þér (truflað Blue tooth m.a.) og þessi allra vestu sem hafa ekki fasaleiðréttingu (harmonic distortion )geta líka bjagað sínusinn í neysluveitunni hjá þér :) S.s. ekki gaman að hafa power plug ethernet ,,,en það eru yfirleitt stærri spennar.


HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Annars skal ég prufa að spyrja hann hvort það sé eitthvað tengt í sama fjöltengið.



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Jún 2017 14:02

jonsig skrifaði:Np

En það skiptir ekki máli þótt þetta sé allt í sama fjöltenginu þangað til eitthvað fer að brenna OFC. Og þetta er ekki jörðinni um að kenna þar sem þessum tækjum er í 90% tilfella kúk sama um PE jörðina í húsinu. En geta hinsvegar myndað suð á innstunguinni hjá þér (truflað Blue tooth m.a.) og þessi allra vestu sem hafa ekki fasaleiðréttingu (harmonic distortion )geta líka bjagað sínusinn í neysluveitunni hjá þér :) S.s. ekki gaman að hafa power plug ethernet ,,,en það eru yfirleitt stærri spennar.


HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Annars skal ég prufa að spyrja hann hvort það sé eitthvað tengt í sama fjöltengið.

Shit, gleymdi að spyrja hann áðan, er þó allavegana búinn að því núna.

Þetta er svoddan geim tunga sem þú talar. Thought we established I had the mentality of a 7 year old...? ;) :lol:

En neinei, ég skil þetta alveg þannig séð. Þó þetta sé ekki minn tebolli samt sem áður hahaha :P

Annars reyndum við í sveitinni einu sinni að tengja netið yfir rafmagnið fyrst Elías, litli bróðir, komst bara alls ekki á netið inni hjá sér. Það virkaði bara alls ekki. Punktur.

Var það þá útaf því að húsið í sveitinni hafði ekki fasaleiðréttingu? Við sem keyptum einhverja sér tengla og fínerí fyrir þetta dæmi. Eyddum morð fjár í það en ekkert virkaði. Það var mjög svekkjandi, sérstaklega því Elías komst ekkert á netið frá því netið hjá okkur breyttist eitthvað þangað til hann dó..

Og voru það einhverjir mánuðir! Aumingja kallinn minn þurfti að spila Rocket League við sjálfann sig og nota 4g'ið í símanum fyrir Facebook...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


playman
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf playman » Þri 13. Jún 2017 14:54

Var hann með USB lykil tengdan? Þá sérstaklega USB4? Þeir virðast fokka upp sambandinu við fjarstýringuna, lenti í þessu hjá
mér og var hel leingi að átta mig á hvað væri að valda þessu vandamáli.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 13. Jún 2017 15:08

playman skrifaði:USB4


Missti ég af einhverju svakalegu?



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Jún 2017 15:35

playman skrifaði:Var hann með USB lykil tengdan? Þá sérstaklega USB4? Þeir virðast fokka upp sambandinu við fjarstýringuna, lenti í þessu hjá
mér og var hel leingi að átta mig á hvað væri að valda þessu vandamáli.

Ég er ekki viss, hann er ekki búinn að svara síðustu spurningu minni varðandi straumbreytana.

En ég ímynda mér að það hafi ekki verið issue'ið hérna, því eftir allt saman lagaðist þetta með því að færa tölvuna bara frá sjónvarpinu.
KermitTheFrog skrifaði:
playman skrifaði:USB4


Missti ég af einhverju svakalegu?


Hvar ert þú búinn að vera síðustu 10 árin, maður? Það er árið 2027 núna og UBS4 er búið að vera á markaðnum í amk 3 ár! Við eigum einnig Apple tölvur sem sökka ekki í leiki og Croc's eru komnir í tísku aftur! This sure is a wonderful world!(KILL ME NOW! I CANT TAKE THE CROC'S NO MORE!!!)

Annars held ég að hann hafi bara farið takka villt.. :P


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 732
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf russi » Þri 13. Jún 2017 22:19

KermitTheFrog skrifaði:
playman skrifaði:USB4


Missti ég af einhverju svakalegu?


Það er þekkt að USB3.0 á HDD hafi truflað WiFi
Hér er fínn pappír um það: https://www.intel.com/content/www/us/en ... paper.html

Aftur á móti er tiðnisvið Bluetooth 2.4GHz líkt og WiFi, með það að leiðarljósi er séns, hæpin þó að USB skuli trufla.
En þegar kemur að truflunum getur oft verið erfit að átta sig á því, mögulega er þetta sjónvarpið eða spennir. Þetta gæti líka verið eitthvað tæki sem hinum megin við vegginn eða þess vegna örbygjuofnin í eldhúsinu.
Oftast er þó verið að tala um tæki sem eru nálægt hvort öðru, nærsvið tækjana geta haft þessi áhrif.
Til að útiloka að þessi truflun sé sjónvarpið væri best fyrri aðilan að færa allt settið(TV included) sitt á annan stað og athuga hvort þetta sé eins þar, ef það er eins er allar líkur á því að sjónvarpið sé valda þessu. Ef þetta er í lagi þar, gæti hann þess vegna bara þurft að færa routerinn sinn, eða athuga hverju er stungið í samband hinum megin við vegginn þar sem sjónvarpið er.

Svo er í mörgum TV í dag með AP í sér og eru þeir hjá sumum framleiðeindum default, væri vert að athuga það.




playman
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?

Pósturaf playman » Mið 14. Jún 2017 10:48

Auðvitað átti ég við USB3, hef án efa skrifað þetta vegna þess að umræðuefnið var PS4.
Svo hefur einnig 2.4GHz WI-FI verið með vandamál og sumir hafa lagað það með því að svitcha yfir á 5GHz

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_2.4_GHz_radio_use#Bluetooth skrifaði:Bluetooth devices intended for use in short-range personal area networks operate from 2.4 to 2.4835 GHz. To reduce interference with other protocols that use the 2.45 GHz band, the Bluetooth protocol divides the band into 79 channels (each 1 MHz wide) and changes channels up to 1600 times per second. Newer Bluetooth versions also feature Adaptive Frequency Hopping which attempts to detect existing signals in the ISM band, such as Wi-Fi channels, and avoid them by negotiating a channel map between the communicating Bluetooth devices.

The USB 3.0 computer cable standard has been proven to generate significant amounts of Electromagnetic interference that can interfere with any Bluetooth devices a user has connected to the same computer.[1] Various strategies can be applied to resolve the problem, ranging from simple solutions such as increasing the distance of USB 3.0 devices from any Bluetooth devices to purchasing better shielded USB cables.[2]

Getur prófað þetta líka.
https://www.youtube.com/watch?v=obepVj5ajYk


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9