4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?


Höfundur
Vonpaulus
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 10. Jan 2010 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf Vonpaulus » Fös 25. Nóv 2016 23:58

Daginn félagar.

Ég fann engan góðan þráð um þetta málefni með stuttri leit og því læt ég reyna á reynslu og visku ykkar fyrir þetta málefni.

Verðmunur á sjónvörpum keyptum í USA vs. Íslandi er sláandi. Augljóst er að með því að skella sér í stutta ferð til USA þá er hægt að gera frábær kaup í sjónvörpum EF (og stórt ef) það virkar svo þegar heim er komið. Ég veit að það er ekki sama spenna í þessum löndum (110v vs 220v) og USA notar fyrst og fremst 60hz á móti 50hz í Evrópu. Svo virðist sem mörg ný sjónvarpstæki styðji bæði kerfin, þ.e. það eina sem þarf að redda er rétt kló fyrir innstungurnar okkar (sbr PS4 keypt í USA virkar hér heima með réttri snúru).

Einnig hef ég lesið um að DVB-T staðallinn sem er algengur hér í Evrópu er ekki notaður í USA en það á eingögnu við um sjónvarpsrásir í gegnum tunerinn.

Spurning mín er því þessi;

Mun nýtt UHD tæki keypt í USA virka hér heima? Flest okkar eru með sjónvarpsmóttakara frá t.d. Símanum eða Vodafone sem eingöngu tengist sjónvarpinu með HDMI snúru og því er pælingin (eftir því sem ég best fæ skilið) auðveldari þar sem ég þarf ekki að láta tækið leita af stöðvum á DVB-T kerfinu. Er því ekki óþarfi að láta þessa cable-staðla hindra sig í að kaupa slíkt tæki að utan?

Hvað segja reynsluboltarnir?




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf vesley » Lau 26. Nóv 2016 00:10

Þarft að passa að mikið af sjónvörpum sem eru seld í USA eru eingöngu með 120V straumbreyti og virka því ekki hér nema með 120-240V straumbreyti sem kostar yfirleitt slatta.

Þau eru það samt ekki öll, mörg þeirra eru með innbyggðum 110-240V straumbreyti.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1254
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf Minuz1 » Lau 26. Nóv 2016 01:13

google leit:
"is there a difference between a uhd in europe and usa"
http://expatriates.stackexchange.com/qu ... modern-tvs
"With the advent of Digital HD TV the difference between NTSC and PAL is practically limited to the framerate of the display which is 23,975p/30p/60i on NTSC and 25p/50i on PAL standards. Modern, digital television sets will have no issues with any of them. The voltage frequency is also not an issue, as the digital decoder is running on DC, so the frequency won't matter unless the AC/DC converter cannot handle it (which should be pretty rare). This assumes you are either only using digital TV (like DVB-T / DVB-C), or using a set-top box that connects digitally to your TV (for example with an HDMI cable)

If you still want to use analog connections the issue might be a bit more problematic, as the analog signal is very different on PAL and NTSC, making it not possible to mix them. You have to consult the manual of your TV whether it supports both standards, or not. As a rule of thumb TVs sold in Europe in this century usually support both PAL and NTSC standards (sometimes also SECAM), but TVs sold in the US might not support PAL. Also if you want to connect a DVD player or a set top box with an analog type connection (like a SCART, RCA or a Coaxial cable) you have to make sure that they run on the same standard, and that they both support the same sets of connectors (for example SCART connectors are not that common on non-European boxes). If they do support multiple standards then also note they might not be able to autodetect the signal, so you should consult the manual on how to switch them if needed.

Don't forget though that aerial analog TV is phased out in Europe in favor of DVB-T and DVB-T2, both digital standards."


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf Tiger » Lau 26. Nóv 2016 02:54

Færðu að flytja það inn ef það er ekki CE merkt?


Mynd


einarn
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf einarn » Lau 26. Nóv 2016 14:01

Tiger skrifaði:Færðu að flytja það inn ef það er ekki CE merkt?


Kanarnir eru með eitthvað svipaðan staðal sem er viðurkenndur í Evrópu.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 700
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf JReykdal » Þri 29. Nóv 2016 17:34

Bandarísk sjónvörp munu ekki geta notað loftnet hérlendis.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf pattzi » Mið 30. Nóv 2016 12:48

JReykdal skrifaði:Bandarísk sjónvörp munu ekki geta notað loftnet hérlendis.


Notar einhver loftnet í dag :)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2811
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 196
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Nóv 2016 17:59

langflest LG sjónvörp eru 110-230v 50/60hz




Höfundur
Vonpaulus
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 10. Jan 2010 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf Vonpaulus » Mán 05. Des 2016 16:40

JReykdal skrifaði:Bandarísk sjónvörp munu ekki geta notað loftnet hérlendis.


Einmitt, ég kom einmitt inn á þennan punkt í OP. Spurningunni hefur hins vegar ekki enn verið svarað; er hægt að nota þessi tæki hér þar sem við notum yfirleitt bara HDMI tengin úr móttökurum Símans/Vodafone etc.

Takk samt fyrir svörin :)




Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf Hizzman » Mán 05. Des 2016 17:13

einarn skrifaði:
Tiger skrifaði:Færðu að flytja það inn ef það er ekki CE merkt?


Kanarnir eru með eitthvað svipaðan staðal sem er viðurkenndur í Evrópu.


hm, getur einhver staðfest þetta?



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2811
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 196
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf CendenZ » Þri 06. Des 2016 11:07

Ég er með LG sjónvarp sem ég keypti í Bestbuy í USA. Virkar bara mjög vel og ég er mjög ánægður með það....
Það eina sem mig vantar er almennilegur DNS svo ég geti horft á ameríska netflixið.... endalaust verið að geoblocka mann




einarn
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: 4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?

Pósturaf einarn » Þri 06. Des 2016 16:05

Hizzman skrifaði:
einarn skrifaði:
Tiger skrifaði:Færðu að flytja það inn ef það er ekki CE merkt?


Kanarnir eru með eitthvað svipaðan staðal sem er viðurkenndur í Evrópu.


hm, getur einhver staðfest þetta?


Þú getur talað bara við tollinn. Þetta eru allavegna svörin sem ég fékk þegar ég reyndi að flytja inn kína spjaldtölvu.