Síða 1 af 1

Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Mán 08. Ágú 2016 23:57
af dbox
Maður er alltaf að pæla í þessu. Ég var með gervihnattadisk í mörg ár, hætti með diskinn og fór að kaupa áskrift hjá ntv netsjónvarpi.
Þróunin hefur verið hröð í þessum iptv geira.
En þó verð ég að viðurkenna að mér finnst rásirnar á gervihnattadisknum vera skýrari en á iptv.
Hvað er málið í dag?
Er hinn fullkomni server til á mag 254?
Eða verður iptv alltaf til vandræða.
Svo er það sambandi við boltann ntv er of pixlað miðsð við gervihnattadiskinn.

Re: Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 14:32
af flottur
Ég held ða það toppar ekkert diskinn, en ég er með iptv frá ntv og margt af þessu er alveg rosalega pixlað á meðan annað er það ekki......over all erum við bara sátt miða við að við erum með einn account og erum að nota hann inn í svefnherbergi, spjaldtölvuni, stofunni, eldhúsinu.
En ég þarf ða taka það fram að við getum bara verið að horfa á eitt tæki í einu.

Er ekki með áskrift af boltanum á ntv þannig ég hef ekki hugmynd um hvernig sendingin er í þeim geira.

Það sem ég er að pæla hvort mag 254 sé betri en web-based systemið og android.

Re: Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Fim 11. Ágú 2016 00:23
af dbox
flottur skrifaði:Ég held ða það toppar ekkert diskinn, en ég er með iptv frá ntv og margt af þessu er alveg rosalega pixlað á meðan annað er það ekki......over all erum við bara sátt miða við að við erum með einn account og erum að nota hann inn í svefnherbergi, spjaldtölvuni, stofunni, eldhúsinu.
En ég þarf ða taka það fram að við getum bara verið að horfa á eitt tæki í einu.

Er ekki með áskrift af boltanum á ntv þannig ég hef ekki hugmynd um hvernig sendingin er í þeim geira.

Það sem ég er að pæla hvort mag 254 sé betri en web-based systemið og android.


Ég hef verið að nota bæði kodi og mag254.
Það eru kostir og gallar með allt.
Helsti kosturinn við kodi finnst mér hversu fljótt er hægt að skipta milli stöðva.
Mér finnst viðmótið leiðinlegt í kodi.
Varðandi mag 254 finnst mér viðmótið mjög gott og þæginlegt að vera með mag254 sjónvarpsfjarsteringuna.
Ókostur við mag254 er hvað það tekur langan tíma að skipta milli stöðva 4 til 6 sek finnst mér of mikið.

Re: Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Fim 11. Ágú 2016 14:55
af jardel
Gæðin eru mun betri frá gervihnetti sem keyrir sd rásir en frá iptv.
Einhvernveginn held ég að gervihnattabúnaður sé kominn til að vera.
Í sambandi við íþróttirnar er nánast ómögulegt að horfa á sportið í gegnum ntv ef maður gerir kröfur.

Re: Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Fim 11. Ágú 2016 15:17
af wicket
Hnöttur og IPTV verður alltaf best.

Mag og annað er ekki IPTV heldur internet TV. IPTV er staðall þar sem QoS (Quality of Service) og fleira er fyrir hendi ásamt því að streymt er á annan máta. InternetTV eins og þið eruð að tala um notar bara opið internet til að koma merkinu til ykkar með öllum þeim áhættuþáttum sem því getur fylgt, sérstaklega þegar um er að ræða mislöglega hluti. Bakendinn og annað þarf að vera tipp topp því sjónvarpsmerki eru frekar bandvíddarfrek þegar mynd og hljóð á að vera tipptopp.

Kodi er ekki þróað né hannað til að vera internet tv veita, það er eitthvað sem addon gaurar hafa bætt við og fólkið bakvið Kodi sver alveg af sér og vill ekki koma nálægt. Kodi er þróað til afspilunar á local efni sem þú hýsir sjálfur.

Ef þú vilt það besta, þarftu hnött eða að nota IPTV Símans eða Vodafone. En það kostar mest.

Ef þú vilt fá sem mest fyrir minnstan pening þarf að sætta sig við mismunandi gæði, stundum detta hlutir út og inn, stundum hverfa þjónustur (sérstaklega þær sem stunda eitthvað sem er ekki alveg löglegt) og svo framvegis.

Þarft bara að bera saman kosti og galla. Mag25 er eflaust einfaldasta leiðin til að fá það besta úr báðum heimum.

Re: Internet sjónvarp vs gervihnattasjónvarp?

Sent: Fös 12. Ágú 2016 16:09
af dbox
Hvað er að frétta sambandi við hd rásir á gervihnöttum eru þær ekki allltaf að fjölga?