Foreldrar mínir eiga heima úti á landi þar sem eini möguleikinn á sjónvarpsefni er í gegnum örbylgjuloftnet. Ég sannfærði pabba að uppfæra í nýjasta myndlykilinn sem er með upptöku möguleika ef maður tengir harðan disk við hann, sem ég og gerði. Skellti við hann 1TB external usb drifi sem er með sér power snúru. Þetta dótarí hefur verið frekar óstabílt hjá pabba. Það hefur gerst nokkrum sinnum að afruglarinn týnir flakkaranum sem endar með því að ég þarf að formata diskinn aftur í tölvunni, þá sér græjan hann aftur og getur formatað hann á sínu lokaða formati og pabbi getur farið að taka aftur upp Bold and the Bautiful og Nágranna


Hvernig er það, hefur einhver hér svipaða reynslu af þessu dótið? Ætli það sé böggaður hugbúnaður á afruglaranum eða ætli harði diskurinn sé farinn að gefa sig? Þegar ég formataði diskinn síðast sá ég partition-ir á honum sem afruglarinn hafði útbúið, þær eru a.m.k. ennþá til staðar en samt týnir afruglarinn disknum...
https://vodafone.is/sjonvarp/sjonvarpsthjonusta/myndlyklar/
Umræddur afruglari er númer 2 í röðinni á bakvið ofangreinda slóð.