Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf hkr » Þri 22. Mar 2016 18:10

http://www.lappari.com/2016/03/ertu-ad- ... -vodafone/

Nokkuð áhugaverð grein hjá Lappari.com.

tl:dr;
Svona til að pakka þessari langloku saman þá er gott að vita að RÚV og 365 eru að senda þjónustuveitum 1080i merki, ég efaðist um þetta en veit nú betur. Það er hinsvegar vonbrigði að Vodafone skuli niðursampla 1080i efnið í 720p en þetta er staðfest af bæði 365 og síðan Vodafone hér að ofan.

Það má með sanni segja að 720p sé partur af HD staðlinum en þessi upplausn er samt algert lágmark. Það er sorglegt að á meðan við erum með allar þessar háhraðanettengingar eins og þær eru kallaðar inn á rúmlega 90% heimila að sumir þurfi núna árið 2016 að sætta sig við 720p eins og ráðlagt var fyrir 10 árum síðan…..


Verð nú að vera sammála þeim.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14052
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1068
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf GuðjónR » Þri 22. Mar 2016 18:14

hkr skrifaði:http://www.lappari.com/2016/03/ertu-ad-fa-hd-sjonvarpsmerki-fra-simanum-og-vodafone/

Nokkuð áhugaverð grein hjá Lappari.com.

tl:dr;
Svona til að pakka þessari langloku saman þá er gott að vita að RÚV og 365 eru að senda þjónustuveitum 1080i merki, ég efaðist um þetta en veit nú betur. Það er hinsvegar vonbrigði að Vodafone skuli niðursampla 1080i efnið í 720p en þetta er staðfest af bæði 365 og síðan Vodafone hér að ofan.

Það má með sanni segja að 720p sé partur af HD staðlinum en þessi upplausn er samt algert lágmark. Það er sorglegt að á meðan við erum með allar þessar háhraðanettengingar eins og þær eru kallaðar inn á rúmlega 90% heimila að sumir þurfi núna árið 2016 að sætta sig við 720p eins og ráðlagt var fyrir 10 árum síðan…..


Verð nú að vera sammála þeim.


Og 4k sjónvörp fara að verða "normið".
arons4
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf arons4 » Þri 22. Mar 2016 19:37

Miðað við hvað amino myndlykillinn hitnar mikið á non-HD kæmi mér ekkert á óvart að hann höndi einfaldlega ekki 1080i.
Televisionary
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Televisionary » Þri 22. Mar 2016 20:06

Boxið styður 1080i án vandræða sjá tilvitnun í "spec sheet".

"Video resolutions

Decodes up to 720p and 1080i. Displays up to 1080p
Graphics resolutions

HD graphics up to 1280×720"

arons4 skrifaði:Miðað við hvað amino myndlykillinn hitnar mikið á non-HD kæmi mér ekkert á óvart að hann höndi einfaldlega ekki 1080i.Skjámynd

nidur
1+1=10
Póstar: 1182
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 153
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf nidur » Þri 22. Mar 2016 20:31

Það fara allir á satellite til að ná 4k... Er það ekki annars?Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 260
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf appel » Þri 22. Mar 2016 20:34

Vandamálið getur verið á tveimur stöðum, í kóðuninni eða í myndlyklinum.

Af einhverjum ástæðum eru menn að downsampla í kóðuninni niður í 720p vídeóstrauma sem ætti að senda út sem 1080i.
EÐA
hitt er svo með þetta "displays up to 1080p", það þýðir basically að skjáupplausn getur orðið mest 1920x1080 á myndlyklinum, en GÆTI verið stillt í lægri upplausn, t.d. 1280x720. Þannig er tilgangslaust að senda út 1080i kóðaðan straum á myndlykla sem birta 1280x720, því þá færi fram downsampling á myndlyklinum sjálfum í formi output resolutionar, rétt einsog reynt væri að horfa FullHD vídeó á FullHD tölvuskjá stilltan á 1280x720 upplausn.

Myndlyklar ráða við það sem er uppgefið, þetta er allt saman prófað í þaula, hardware og þvíumlíkt frá framleiðanda, en þeir geta verið stilltir rangt af þeim sem nota þá, hvort sem það er þjónustuveitandi eða notandi.

Flest sjónvörp í dag birta upplýsingar um skjáupplausn ef ýtt er á "i" hnapp á sjónvarpsfjarstýringunni. Ef það stendur 1920x1080 þá er það kóðunin sem er að downsampla í 720p.

edit: ml geta líka verið stilltir á sjálfvirka upplausn, en þá ætti skjáupplausnin að samsvara þeim myndstraumi sem berst honum.


*-*

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3547
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 171
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Tiger » Þri 22. Mar 2016 20:47

nidur skrifaði:Það fara allir á satellite til að ná 4k... Er það ekki annars?


Ég fer allavegna í SKY Q í næsta mánuði og 4K þaðan seinna á árinu segir SKY.


---------------------------------------------------------
"When you think you're done, it just begins"

Skjámynd

emmi
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1674
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 47
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf emmi » Þri 22. Mar 2016 21:15

Hvar færðu þetta Sky Q? Ertu að versla þetta í gegnum Satis þá?Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3547
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 171
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Tiger » Þri 22. Mar 2016 23:00

emmi skrifaði:Hvar færðu þetta Sky Q? Ertu að versla þetta í gegnum Satis þá?


Þeir hafa ekki svarað hvort þeir bjóði það, en veit að Eico mun bjóða í lok april. En það verður ekki ódyrt í upphafi skilst mér


---------------------------------------------------------
"When you think you're done, it just begins"


hreinnbeck
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf hreinnbeck » Þri 22. Mar 2016 23:02

Flestir HD straumar hjá Vodafone eru 1080i. Viðmótið sem keyrt er á Amino móttökurunum er hinsvegar allt hannað í 720p enda upprunalega fyrir Vodafone í Þýskalandi (sjá t.d. https://www.behance.net/gallery/6248389/Vodafone-Set-Top-Box-Interface), en langflestar sjónvarpsstöðvar þar senda út og dreifa í 720p. Móttakarinn skalar SD uppí 720p og HD 1080i/p niður í 720 vegna þessa.

Ef þið viljið vita eitthvað um kosti og galla Amino móttakara þá er ykkur frjálst að spyrja, ég flyt þá inn. Þeir styðja við mun meira en specsheetin gefa upp og hafa fleiri kosti en notendum er endilega hleypt að gegnum hvert og eitt viðmót.Skjámynd

Lappari
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 23. Mar 2016 01:11
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Lappari » Mið 23. Mar 2016 01:17

hreinnbeck skrifaði:Flestir HD straumar hjá Vodafone eru 1080i. ///// Móttakarinn skalar SD uppí 720p og HD 1080i/p niður í 720 vegna þessa.


Sælir félagar...

Er að spá í þessi tilvísun sem ég quote´a hér frá þér Hreinnbeck....
Hvernig geta flestir HD straumar verið í 1080i þegar móttakarinn skalar 1080i niður í 720p ?
Hvort er notandinn að horfa á 720p eða 1080i?


Fyrsti pósturinn hjá mér hér, verið mjúkhendir við nýliðann :)
kv. Jón


If I install Windows 7 32bit twice, would that make it 64bit?


hreinnbeck
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf hreinnbeck » Mið 23. Mar 2016 01:41

Merkið er kóðað og móttekið 1080i50 - en móttakarinn skalar það niður áður en það er afhent um HDMI í sjónvarpið. Þetta ræðst af því að viðmótið er 1280x720.

https://en.wikipedia.org/wiki/Video_scalerSkjámynd

Lappari
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 23. Mar 2016 01:11
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Lappari » Mið 23. Mar 2016 01:54

Takk fyrir þetta Hreinn....
Staðfestir að þessi pistill okkar er réttur og núna skil ég betur afhverju.

Auka forvitnisspurning.. er ekki viðmótið bara html og graphic sem ætti þá að vera hægt að rigga upp í 1080?


If I install Windows 7 32bit twice, would that make it 64bit?


hreinnbeck
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf hreinnbeck » Mið 23. Mar 2016 02:06

Jú viðmót fyrir flesta móttakara eru unnin HTML eða SVGSkjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 260
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf appel » Mið 23. Mar 2016 02:36

Þetta hefur ekkert með viðmótið að gera.


*-*


Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Cikster » Mið 23. Mar 2016 07:03

appel skrifaði:Þetta hefur ekkert með viðmótið að gera.


Í tilfelli Vodafone hefur þetta með viðmótið að gera að því leiti að ef þeir væru að senda 1080i straumana út í því formatti (ef Amino styður það nógu vel að breyta um upplausn í afspilun) væru sjónvörpin hjá fólki alltaf að skipta um upplausn og bannerinn niðri með dagskrárupplýsingum mundi eflaust birtast mjög kjánalega eða jafnvel ólesanlegt í hærri upplausninni. Allavegana mitt sjónvarp sem reyndar er FullHD en orðið frekar gamalt fer alveg í flækju og sýnir ekki mynd í 2-3 sekúndur þegar upplausnin breytist.

Ekki mjög pró að fá svartan skjá í nokkrar sekúndur og byrja afspilun nokkrum sekúndum á eftir því sem átti að sjást. Getur vel verið að nýlegri sjónvörpin höndli þetta hraðar en þeir eru eflaust bundnir af því sem mundi virka 99% smooth fyrir sem flesta.

Besta lausnin hjá þeim væri eflaust að gera 1080 viðmót og fólk geti valið þar sem lang flestir eru komnir upp í amk þá upplausn á sjónvörpunum.

Þetta hefur eflaust verið fínasta ákvörðun á sínum tíma hjá Vodafone að nota sama og þeir nota úti uppá að þurfa bara staðfæra viðmótið til að koma þessu í gang hraðar en ef þeir hefðu þurft að velja sjálfir búnað og hanna/forrita sitt viðmót fyrir það á móti backend serverum. Á móti hafa þeir ekki möguleikann á að vera leiðandi og koma með nýjungar (sem appel og Síminn geta og hafa gert mjög vel).

Sry appel, veit að þú veist eflaust mun meira um þetta en ég en þetta er það sem hinn ólærði ég sé strax að gæti verið vandamálið.Skjámynd

russi
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 101
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf russi » Mið 23. Mar 2016 10:06

Helsti gallinn að mínu mati við þetta, er ekki hvort þetta sé í 720p, 1080i eða 1080p.

Heldur er það pökkunin(lesist bitrate) sem er valið, það er fyrir neðan allar hellur. Var með Vodafone afruglara sem er svosem alveg fínn, en straumarnir voru ekki skýrir í þessu, fékk í raun skýrari straum með því að streyma þessu með HLS strauminum frá RÚV. (ruv.is)

Tæknimenn RÚV hafa oft talað um að HD-útsendingar fjarskiptafyrirtækjana sé slakar vegna lágs bitrates.
Tel ég að það mætti gera betur þar áður en farið er að röfla um 720p til 1080p og jafnvel 4K
Predator
</Snillingur>
Póstar: 1038
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 16
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Predator » Mið 23. Mar 2016 12:22

Sjálfur er ég nú á þeirri skoðun að 720p > 1080i, hver vill eiginlega vera að horfa á interlace-að merki þessa dagana..


i5 6600K - 8GB 2400MHz DDR4 - Geforce GTX 970 4GB - Asus Prime Z270-K


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf codec » Mið 23. Mar 2016 13:26

Auðvitað á þetta að vera bara 1080p nú til dags en þetta dót ræður kannski ekki við svo mikið "high tech".Skjámynd

Lappari
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 23. Mar 2016 01:11
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans vs. Vodafones - HD

Pósturaf Lappari » Mið 23. Mar 2016 22:41

Það kemur víst uppfærsla á myndlykilinn hjá Vodafone í næstu viku og eftir það geta viðskiptavinir valið á milli 720p og 1080i afspilunar.
Það hlítur að vera jákvæð niðurstaða fyrir okkur sem neytendur?

Meira her: http://www.lappari.com/2016/03/gledifre ... -vodafone/


If I install Windows 7 32bit twice, would that make it 64bit?