Síða 1 af 2

Nvidia Shield TV

Sent: Fim 21. Jan 2016 12:09
af Zoidman
Sælir

Hefur einhver ykkar testað Nvidia Shield TV og þá sérstaklega einhvern af þessum stóru leikjum sem eru í boði? Er græjan 200 usd virði? Sýnist leikirnir sem eru í boði í áskrift ekki vera neitt spes en svo er hægt að kaupa einhverja líka.

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 21. Jan 2016 12:55
af skrattinn
Sæll

Ég nota þessa græju alfarið tengt media Plex, Netflix, Kodi og aðrar veitur sem mér eru boðnar í Svíþjóð. Leikirnir í þessari áskrift eru frekar glataðir og ég nota þessa græju frekar í að spila emulators leiki. Þetta er að mínu mati besta media græja sem ég hef í minni stofu og undir sjónvarpinu hjá mér er PS4, Xbox One og Apple tv 3

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 21. Jan 2016 13:29
af Jon1
ég ver að eignast eina svona og geforce now er ekki beint ástæðan til að kaupa þetta ! en local streaming er awsesome og þetta er mjög góð streaming græja (plex og flix aðalega hjá mér) en já mér finnst þetta vera 200$ virði og meira en það

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 21. Jan 2016 14:06
af hilmard94
Ég er búinn að vera með eina svona hjá mér í nokkra mánuði og er að elska þessa græju, nota hana voða lítið fyrir leiki en það eru alveg nokkrir sem er gaman að spila, svona semí party leikir eins og bombsquad og jack box party pack. Er alltaf með auka xbox fjarstýringu svo ég og félagi minn getum farið í coop og svona.. En annars nota ég vélina aðallega fyrir kodi, netflix og youtube. Tækið styður meira að segja dts-hd master og Dolby true HD, nema að kodi og önnur forrit í vélini styðja það ekki enþá. En annar mæli ég mjög mikið með þessu tæki sérstaklega ef þú ert líka með 4k sjónvarp. Youtube er með mjög mikið af 4k efni og netflix er lika með einhvað. Sá líka um daginn að það er hægt að kaupa hana í elko. ☺️

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 21. Jan 2016 15:01
af Zoidman
Takk kærlega fyrir svörin, ég er með Pi 2 fyrir emulators og Minix x8h+ fyrir kodi og allt svoleiðis. Vantar svo ódýra gaming lausn áður en ég dett í fæðingarorlof í sumar :)

Einhverjar hugmyndir? Jafnvel Playstation Now?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 16. Ágú 2016 11:38
af slubert
Er hægt að fá stöð 2 í gegnum þetta? Eru að bjóða apple tv 4 og eru með stöð 2 app fyrir það. Væri frekar til í þessa græju fram yfir krappel.

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 16. Ágú 2016 12:43
af Viggi
Zoidman skrifaði:Takk kærlega fyrir svörin, ég er með Pi 2 fyrir emulators og Minix x8h+ fyrir kodi og allt svoleiðis. Vantar svo ódýra gaming lausn áður en ég dett í fæðingarorlof í sumar :)

Einhverjar hugmyndir? Jafnvel Playstation Now?


Hvaða bluetooth controller ertu með annars fyrir emulatorana? Er einmitt með android box :)

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 16. Ágú 2016 13:13
af Sæþór
Það er hægt að fá Stöð2 pakkann í gegnum Nvidia Shield, svo lengi sem það er í gegnum OZ/365 appið.
Hægt er að "casta" því yfir á Shieldið frá snjalltæki, eða þá að sideloada apk skránni af OZ/365 og keyra það þannig.

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 01. Feb 2017 17:47
af SolidFeather
Jæja nú er maður farinn að pæla í nýju útgáfunni af Nvidia Shield, er þetta ekki miklu sniðugara heldur en að standa í basli með HTPC? Ég er núna að keyra RasPlex og sá alltaf fyrir mér að fara í HTPC.

Ég sá þá fyrir mér að keyra Plex á græjunni og það væri ekki verra að geta sett 365 appið upp á því, þá getur maður losað sig við myndlykilinn, hefur einhver reynslu af því?

Hvar er best að kaupa 2017 útgáfuna?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 01. Feb 2017 20:07
af littli-Jake
Var að skoða þetta fyrir nokkrum vikum. Langar að sjá hvað menn eiga

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 01. Feb 2017 21:08
af hagur
Þetta er besta media streaming boxið sem þú færð í dag, punktur. Það er ekki til official 365 app fyrir þetta en það er hægt að side loada apk inná boxið, en þar sem þessi normal android öpp eru gerð fyrir touchscreen þá þarftu að hafa mús hugsa ég. Ég gat amk ekkert navigate-að um appið þegar ég prófaði þetta um daginn, þannig að það var alveg useless.

Ég hef ekkert prófað leiki ennþá.

Ætli sé ekki solid að reyna að finna þetta á Amazon?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 02. Feb 2017 20:51
af viddi
SolidFeather skrifaði:Hvar er best að kaupa 2017 útgáfuna?


Var að versla mér hana af Amazon kemur á 2 - 4 virkum dögum :happy

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fös 10. Feb 2017 23:27
af littli-Jake
Hvað hafa menn verið að borga fyrir Shield komið heim?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Lau 11. Feb 2017 10:14
af Gilmore
Amazon Global Priority, kemur eftir 2 virka daga..........304$ með öllu eða um 35 þús.

Kannski ódýrara annarstaðar?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 15. Feb 2017 21:16
af Gilmore
Ég get ekki tengst Nvidia Games í þessu, og Geforce Experience er heldur ekki að finna græjuna, þannig að það er ekkert hægt að komast í Geforce NOW og Gamestream.........allt annað virkar.

Einhver annar að lenda í þessu?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 15. Feb 2017 21:22
af I-JohnMatrix-I
Gilmore skrifaði:Ég get ekki tengst Nvidia Games í þessu, og Geforce Experience er heldur ekki að finna græjuna, þannig að það er ekkert hægt að komast í Geforce NOW og Gamestream.........allt annað virkar.

Einhver annar að lenda í þessu?


Búinn að uppfæra alla skjákort drivera og með nýjustu útgáfu af geforce experience bæði í tölvunni þinni og á shield-inu ?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 15. Feb 2017 21:32
af Gilmore
Já allt uppfært í nýjustu útgáfur........Experience og GTX1080 með nýjustu drivera.

Það er búið að fara allt Geforce Gaming dæmið á einn stað......"Nvidia Gaming" og ég næ ekki sambandi við það.

Þarf að opna port fyrir þetta? Netflix, Plex, Kodi, Playstore og abra allt annað virkar mjög vel...........er tengdur með Ethernet kapli.

Er annars Geforce Experience á Shieldinu sjálfu?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Fim 16. Feb 2017 08:02
af Gilmore
Komið í lag.......prófaði að starta þessu með Gamepadinum í stað litlu fjarstýringarinnar, og þá rauk allt í gang....kannski tilviljun og Nvidia serverarnir bara niðri?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Lau 25. Feb 2017 23:22
af BjarniTS
Mynd

Þetta er hægt að nota fyrir sideload á Apk skrám.
ES file explorer er bæði í Android TV búðinni og hefðbundnu PlayStore fyrir Android.

Ég var bara ekki að nenna upp úr sófanum að setja Apk á USB lykil og það hlaut að vera leið ;)

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 08. Mar 2017 09:35
af gunnji
Hvar get ég nálgast APK fyrir 365 appið?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mán 10. Apr 2017 22:46
af djarfur
Ég keypti mér Nvidia shield síðasta haust. Hef notað það gríðarlega mikið, Plex , netflix, Kodi ofl.

Hefur einhver reynslu að setja upp local plex á tækinu ?

Hef verið að gamestreama úr borðtölvunni en verið í smá vandræðum með að nota 2x Fjarst í coop leikjum , veit einhver ráð við því?

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 11. Apr 2017 17:52
af Jon1
hvernig fjarstýringar ertu að nota? þetta console notast ekki við meira en eina í game streaming nema með smá work around , ég notaði virtualhere með 1x xbone fjarstýringu og 1x shield controller

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 11. Apr 2017 19:38
af Skari
Ef ég man rétt þá þarf nvidia fjarstýringin alltaf að vera "Device1" svo ef þið hafið ekkert usb tengt þegar þið startið tölvuna og tengið svo hina fjarstýringuna þá ætti þetta að virka.

Virkaði þannig amk hjá mér eftir smá google um þetta vandamál

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Mið 12. Apr 2017 09:40
af djarfur
Nota Nvidia controllerinn og xbox wireless með usb sendi sem ég plugga í shieldinn.

Tjekka á virtual here og device1.

Re: Nvidia Shield TV

Sent: Þri 29. Ágú 2017 00:56
af rapport
Ég gjörsamlega tapaði mér og á von á nVidia Shield PRO 500Gb græjunni til landsins bráðlega + stand og 2 auka fjarstýringar.

Valið stóð á milli þes að fá sér nýtt loftnet eða græju sem ræður við sarpinn og síma appið :guy

Stefni á að nota ýmiskonar streymisþjónustur Netflix, Amazon, Emby...

En hvaða leiki er skemmtilegast að spila?