Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.


Höfundur
playman
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf playman » Fös 02. Okt 2015 12:06

Er með black armor NAS núna og er hann ekki að henta mér, og langar því að fara í stærri/betri hýsingu.
Ég mun verða með 4x4tb WD Red diska sem munu keyra á raid5 í gömlum stórum dragon turni.
Er að keyra Kodi vél hjá sjónvarpinu og í vélinni minni er ég að keyra sickbeard og sabnzbd.
Nú vantar mér smá hjálp með restina.
Mér vantar eitthvað gott raid forrit, eitthvað sem að getur checkað hvort að gögnin hafi skrifast rétt eður ey, skannar diskana með
reglulegu millibili (þannig að ekki poppi upp altí einu 50þ badblocks) osf.
Hvaða velbúnað þarf í þetta?
Það verður að vera hraði í þessu settuppi, nenni ekki að bíða í heilan dag bara til þess að afrita nokkrar full HD skrár á flakkara
eins og var á NASinum.
Langar að setja setja sickbeard og sabnzbd á raid vélinni, mun það eitthvað hægja á raid vélinni?
Er ekki best að vera með 500gb scratch disk sem system disk? þar sem að allt drasslið hleðst inná og
afþjappast þar osf. áður en að það fari inná raidið.
Einhverjar aðrar hugmyndir?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf motard2 » Fös 02. Okt 2015 13:27



Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1361
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf nidur » Fös 02. Okt 2015 20:35

skellir 6 diskum í raidz2 fyllir léttilega 1gbps ethernet link með því.

Freenas er byggt á zfs, og með ecc minni í vélinni þá lendirðu ekki í skrifvillum inn á diskana.

Keyrir svo scrub og smart test á mánaðarfresti og lætur hann senda þér email ef eitthvað kemur upp á.

Getur svo keyrt sickbeard og þetta dót í jail á freenas.




Höfundur
playman
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf playman » Mán 05. Okt 2015 12:41


Takk fyrir þetta, þettar lookar nokkuð solid. Takk fyrir þetta :happy

nidur skrifaði:skellir 6 diskum í raidz2 fyllir léttilega 1gbps ethernet link með því.

Freenas er byggt á zfs, og með ecc minni í vélinni þá lendirðu ekki í skrifvillum inn á diskana.

Keyrir svo scrub og smart test á mánaðarfresti og lætur hann senda þér email ef eitthvað kemur upp á.

Getur svo keyrt sickbeard og þetta dót í jail á freenas.

Takk fyrir þetta :happy
Hmm já... 6 diskar er kanski aðeins of stór biti að taka strax, er ekki hægt að byrja á 4 og fara svo í 6 seinna meir?
Svo þetta með ECC minnin, var búin að skoða það eitthvað en var svo sagt að ég gæti ekki notað ECC minni á venjuleg móðurborð
heldur bara á server grade móðurborð, er það ekki rétt?

Hvaða hardware á maður notast við?
Ég á til i5-3570 og 16gb ram, en ekkert móðurborð fyrir það(ódýrasta lausnin).
Eða þarf maður að fara í nýtt dót eins og,
1151 i5 6500, 8-16gb ram og Gigabyte S1151 GA-Z170X-Gaming 3 móðurborð
eða
Kaveri A6-7400K Dual, 8-16gb og FM2+ GA-F2A88XM-D3H(ákjósanlegt miðað við verð).
eða kannski eitthvað annað?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1361
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf nidur » Mán 05. Okt 2015 14:51

playman skrifaði:Takk fyrir þetta :happy
Hmm já... 6 diskar er kanski aðeins of stór biti að taka strax, er ekki hægt að byrja á 4 og fara svo í 6 seinna meir?
Svo þetta með ECC minnin, var búin að skoða það eitthvað en var svo sagt að ég gæti ekki notað ECC minni á venjuleg móðurborð
heldur bara á server grade móðurborð, er það ekki rétt?

Hvaða hardware á maður notast við?
Ég á til i5-3570 og 16gb ram, en ekkert móðurborð fyrir það(ódýrasta lausnin).
Eða þarf maður að fara í nýtt dót eins og,
1151 i5 6500, 8-16gb ram og Gigabyte S1151 GA-Z170X-Gaming 3 móðurborð
eða
Kaveri A6-7400K Dual, 8-16gb og FM2+ GA-F2A88XM-D3H(ákjósanlegt miðað við verð).
eða kannski eitthvað annað?


Það er hægt að bæta diskum við volume seinna meir, en það er ekki mælt með því, þar sem þeir bætast ekki við núverandi raid heldur við hliðina á því.

Þú talaðir sérstaklega um lesvillur og þegar þú ert ekki með ECC minni þá geta þær gerst. Ég var með Freenas í 1 ár á venjulegri vél eins og þú talar um og ekkert kom fyrir hjá mér en það er ekki mælt með því út af skrifvillum sem geta gerst ef minnið failar.

Svo getur vel verið að þú viljir skoða Unraid, margir sem nota það á vaktinni.



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð með nýtt raid build.

Pósturaf odinnn » Mán 05. Okt 2015 23:41

ECC byggist að mig minnir mest á því að örgjörvinn styðji ECC og að móðurborðið hafi ekkert með það að gera.

Ég valdi að setja upp Open Media Vault á gömlu leikjavélina mína um árið og notast við mdadm raid til að geta notfært mér möguleikann á að stækka raid-ið seinna meir. Ókosturinn við það er að md fylgist ekki með "data rot" eða öðrum bitavillum eins og btfs og zfs. Ég vildi ég ekki fara útí Freenas og zfs þar sem zfs var óþroskað á þeim tíma og ECC og minniskröfur voru of miklar (mælt með 1gb af minni per 1tb hdd). Btfs var (og er?) bras að setja upp. Wendell hjá Tek Syndicate er með gott video á youtube um bit rot og annað tengt raid.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb