Síða 1 af 1

senda gölluð heyrnatól út

Sent: Mán 25. Maí 2015 23:16
af tonee
kvöldið vaktarar.
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér kingston hyperx cloud 2 headset fyrir stuttu á Amazon.com. það kom upp galli í þeim.ég hafði samband við kingston, þeir sögðust ætla að senda mer ny þegar eg væri buinn að senda þeim mín. ég þarf að borga fyrir sendinguna til þeirra.

svo spurningin er.
Hvað haldið þið að það kosti að senda gölluðu heyrnatólin mín til þeirra (þeir eru staðsettir í bretlandi)
Og þarf ég að borga aftur fullan toll af nyju heyrnartólunum sem ég fæ sent til mín(töluðu ekkert um að ég þurfti að borga þessa sending líka)

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Mán 25. Maí 2015 23:31
af Oak
Þú sendir út og gerir einhverja skýrslu hjá póstinum um að þú sért að senda gallaða vöru út og borgar svo ekkert þegar að þú færð þetta afhent aftur.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 08:46
af lukkuláki
Fólk er endalaust að fara til Bretlands ef þú þekkir einhvern sem væri til í að skjótast með þetta fyrir þig þá væri það langbesti kosturinn.
Annars kostar það alveg nokkra þúsundkalla að senda þetta til þeirra og öll þau skipti sem ég hef sent svona á milli landa í viðgerð og þvíumlíkt þá hef ég aldrei sloppið við að borga eitthvað andskotans tollmeðferðargjald eða eitthvað þvíumlíkt þegar þetta kemur til baka.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 18:04
af Oak
Þá hefurðu ekki gert þessa skýrslu þegar að þú sendir þetta út...ég hef reyndar bara gert þetta einu sinni en það virkaði allavega í það skipti. Fékk minniskortið sent með UPS hraðsendingu og borgaði ekki krónu þegar að ég fékk það aftur.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 19:56
af lukkuláki
Hef aldrei heyrt um þessa skýrslu hvar finn ég hana?
Á þetta líka við þegar ég sendi hlut út til viðgerðar sem er ekki í ábyrgð en er lagaður erlendis og sendur til baka?

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 21:01
af zedro
lukkuláki skrifaði:Á þetta líka við þegar ég sendi hlut út til viðgerðar sem er ekki í ábyrgð en er lagaður erlendis og sendur til baka?

Nei, allavegana miða við mína reynslu. Hef sent flugvélamótor út í yfirhal og þurfti að greiða skatt og gjöld af vinnunni á mótornum þegar
hann kom aftur til landsins. Þannig ég reikna með að það sé svipað með aðrar vörur þó ætla ég ekki að staðhæfa það.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 21:08
af Póstkassi
Hérna stendur hvað maður þarf að gera ef maðu sendir vöru til útlanda í viðgerð

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 22:48
af Oak
Zedro þarft að gera þetta áður en að þú sendir eitthvað út. :)

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Þri 26. Maí 2015 23:24
af zedro
Oak skrifaði:Zedro þarft að gera þetta áður en að þú sendir eitthvað út. :)

Já já ég var með alla pappíra tilbúna, heilann vasa af miðsmundandi flutningstilkynningum.
Var með fagmann sem hjálpaði mér með þetta.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Mið 27. Maí 2015 14:04
af lukkuláki
Helv. fokk ég er búinn að senda draslið út og á von á því til baka næstu daga ég fyllti ekki neitt svona út.
Þetta verður örugglega gaman

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Fim 28. Maí 2015 18:23
af lukkuláki
Fékk varahlutinn í dag og borgaði rúmar 17.000 kr í VSK af viðgerðarkostnaðinum sem var um 70.000
Þetta var sem betur fer ekkert mál að ná þessu úr tollinum.

Re: senda gölluð heyrnatól út

Sent: Fös 29. Maí 2015 17:00
af machinefart
vaskur af viðgerð á ekki við hér, þetta er ábyrgðarmál og viðgerðin verður frí. Ég veit ekkert hvernig þú gerir þessa skýrslu, en það er amk hægt og þú átt að gera það.