Síða 1 af 1

Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 02:19
af Krissinn
Hver er munurinn á þessum myndlyklum þeirra?

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 09:35
af appel
Það eru 5 týpur af myndlyklum frá 2 framleiðendum.

3 eru frá AirTies, allir eru eiginlega nákvæmlega eins, eini munurinn er kassinn, en performance og capabilities er það sama.

2 eru frá SagemCom, 1 er úreldur stór grár myndlykill og svo nýrri EI90HD sem er svartur monolith kassi og er með svipaða capabilities og AirTies.

Persónulega finnst mér AirTies myndlyklarnir betri því þeir eru með aðeins betri örgjörva og það er hægt að finna það í GUI virkni, en svarti SagemCom er sagður áreiðanlegri en er með nákvæmlega sömu virkni samt sem áður og AirTIes.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 10:27
af depill
appel skrifaði:2 eru frá SagemCom, 1 er úreldur stór grár myndlykill


Ef maður er með hann, á maður þá að fara skipta honum út ?

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 11:28
af Tiger
Er ekki hægt að fá myndlykil sem "bara vikar"... ? Það er vikulegur (í besta falli BARA 1x í viku) að þurfa að taka þá úr sambandi því allt er frosið og þar fram eftir götunum.

Er búinn að vera með SKY mótakarann í sambandi í rúm 2 ár án þess að þurf að gera nokkurn skapaðan hlut.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 11:54
af depill
Tiger skrifaði:Er ekki hægt að fá myndlykil sem "bara vikar"... ? Það er vikulegur (í besta falli BARA 1x í viku) að þurfa að taka þá úr sambandi því allt er frosið og þar fram eftir götunum.

Er búinn að vera með SKY mótakarann í sambandi í rúm 2 ár án þess að þurf að gera nokkurn skapaðan hlut.


Virkar alltaf hjá mér. Endurræsi þetta aldrei ( AirTies lykilinn ).

Hins vegar þegar ég er að channel swappa og fer "óvart" framhjá 131 og 132. Þá biður lykilinn um PIN og svo reyni ég að channela swappa lengra niður í stað þess að stimpla inn PIN að þá frís hann alltaf. Það er það eina sem ég get bölvað þessu fyrir að ég þarf að muna að channel swappa ekki fram hjá 131 og 132.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 12:06
af svensven
Ég er með AirTies lykil og ég þarf (nánast) aldrei að endurræsa, þá er ég að tala um 1x á kannski 3 mánaða fresti.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 12:25
af Arena77
er ekki komin ný týpa af AirTies? Ég er með AirTies hann er altaf að frjósa sérstaklega þegar maður skiptir hratt milli stöðva og þegar ég er á vodinu

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 12:27
af Plushy
Það er eitt tæki núna í gangi sem er minna en apple TV í stærð, virkar vel hjá mér.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 12:30
af KermitTheFrog
Tiger skrifaði:Er ekki hægt að fá myndlykil sem "bara vikar"... ? Það er vikulegur (í besta falli BARA 1x í viku) að þurfa að taka þá úr sambandi því allt er frosið og þar fram eftir götunum.

Er búinn að vera með SKY mótakarann í sambandi í rúm 2 ár án þess að þurf að gera nokkurn skapaðan hlut.


Ég er með AirTies lykil Símans sem ég fékk frá Tal fyrir ári eða tveimur og hef ekki lent í neinum vandræðum með hann. Ertu með myndlykil frá Símanum eða Vodafone?

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 12:50
af pattzi
ég er með svarta frá vodafone virkar fínt

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 13:12
af Tiger
KermitTheFrog skrifaði:
Tiger skrifaði:Er ekki hægt að fá myndlykil sem "bara vikar"... ? Það er vikulegur (í besta falli BARA 1x í viku) að þurfa að taka þá úr sambandi því allt er frosið og þar fram eftir götunum.

Er búinn að vera með SKY mótakarann í sambandi í rúm 2 ár án þess að þurf að gera nokkurn skapaðan hlut.


Ég er með AirTies lykil Símans sem ég fékk frá Tal fyrir ári eða tveimur og hef ekki lent í neinum vandræðum með hann. Ertu með myndlykil frá Símanum eða Vodafone?


Ég er með frá símanum, að ég hélt nýjustu AirTies týpuna. Ef guttinn er að horfa á tímaflakk og setur t.d. á pásu og við komum að myndlyklinum einhverjum klukkutímum seinna þá þarf t.d. undantekniarlaust að taka hann úr sambandi til að fá response og fleirri svona tilfelli. Kannski bara mánudagseintak fyrir þeir rúlla nokkra mánuði hjá ykkur án þess að þurfa að príla bakvið og taka úr sambandi.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 14:19
af BugsyB
þetta með að ml frís er oft lagnavandamál - en ekki alltaf.

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 14:39
af Plushy
Tiger skrifaði:Er ekki hægt að fá myndlykil sem "bara vikar"... ? Það er vikulegur (í besta falli BARA 1x í viku) að þurfa að taka þá úr sambandi því allt er frosið og þar fram eftir götunum.

Er búinn að vera með SKY mótakarann í sambandi í rúm 2 ár án þess að þurf að gera nokkurn skapaðan hlut.


Er tengt beint úr myndlyklinum yfir í routerinn þinn, eða ertu að nota Devolo/Powerline rafmagsntengi eða svipað fyrir sendinguna yfir í routerinn?

Re: Myndlyklar Símans

Sent: Fös 06. Feb 2015 15:29
af wicket
Ég er með Airties lykilinn, þetta er eitthvað sem ég þarf aldrei að endurræsa. Einstaka sinnum en það er ekki oftar en 1x í mánuði sem er bara á pari við PS4 og AppleTV hugsa ég.

Þegar ég var með powerline tengi var stundum vesen en eftir að ég lagði ethernet að þessu öllu hefur þetta verið rock solid.