Síða 1 af 1

Netflix a apple tv 2

Sent: Lau 20. Des 2014 21:15
af PepsiMaxIsti
Góða kvöldið
Ég er að lenda í því að ná ekki að fara í netflix, kemur bara,"Netflix is currently unavailable. Try again later. "
Apple rv er jailbreakað,
Model :MC572LL/A
Apple Tv Software 5.0.2 (4250)

Ég kemst á betflix i tölvunni en skil ekki hvað getur verið, vona að einhver geti aðstoðað mig

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Lau 20. Des 2014 23:47
af Lunesta
er að lenda í nákvæmlega sama og þú. Hulu virkar en netflix gefur þessi
villuboð.

Svona af forvitni, hvaða netfyrirtæki ertu hjá?

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 00:58
af gufan
Ég er hja vodafone og þetta er buið að vera í toppmálum í allt kvöld hjá mér

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 03:19
af Lunesta
þetta byrjaði ekkert bara í kvöld hjá mér amk.. búið að vera svona i sma tíma.
er í augnablikinu hjá 365.

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 04:34
af jongun
Lunesta skrifaði:þetta byrjaði ekkert bara í kvöld hjá mér amk.. búið að vera svona i sma tíma.
er í augnablikinu hjá 365.


Ég er hjá 365 og Netflix virðist vera í lagi.

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 09:48
af PepsiMaxIsti
Er hjá símfélaginu, og er með dns frá flix, og er ekki buið að virka i viku.
Buinn að prifa að setja nyjan dns, samt birkar ekkert

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 11:00
af lukkuláki
Er þetta ekki bara DNS vandamál hjá þér? ég er hjá 365 og er að nota playmo.tv það virkar fullkomlega.

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 11:47
af Lunesta
er líka með playmo dns. Hulu er samt að virka það er það sem gerir mig
svo ruglaðan.

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Sun 21. Des 2014 12:16
af Jón Ragnar
http://einstein.is/2014/12/17/google-dn ... idarvisir/

Skoðið þetta hérna

Virkar auðvitað bara fyrir Technicolor og Thomson routerana

En menn gætu kannski fundið úr þessu á sínum tækjum :)

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Mið 31. Des 2014 17:45
af ljónið
Sælir. Er hjá Símafélaginu og ég breytti DNS á routernum og þá virkaði Roku 3 hjá mér.
Það virðist best að gera þetta á routernum sjálfum.
Er með playmo.tv

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Mið 31. Des 2014 17:50
af ljónið
Ég held að Netflix sé að reyna að loka á sem flesta með uppfærslum vegna höfundarétta. Þótt að maður sé að borga Netflix þá verða þeir að láta það líta út að þeir séu á blokka þá sem eru fyrir utan USA.

Þetta er það sama og Sky lenti í fyrir nokkrum árum þegar Stóð 2 vildi fá aðgang að kreditkortum og ath hvort Íslensk kort væri notuð. Did not happen :megasmile

Re: Netflix a apple tv 2

Sent: Mið 07. Jan 2015 23:18
af atlikris
Það virðist ekki vera nóg að breyta dns-inu á routernum með netflix á Roku.
Virkar fyrir netflix á öll önnur tæki á mínu heimili en ekki Roku.
Las einhverstaðar að netflixið sendi alltaf á google dns (8.8.8.8 og 8.8.4.4) og það þurfi að blocka og beina umferðinni á dns-ið frá playmo.tv.
ég reyndi að herma eftir einhverju á netinu og búa til ip static route en það var ekki alveg að ganga. mitt var alveg eins og hjá þessum en virkaði ekki: http://postimg.org/image/pyaxmlzfb

Er einhver sem hefur náð að gera þetta á Zhone router?