Síða 1 af 3

Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:23
af Sera
Ég hlustaði á þetta viðtal á RUV http://www.ruv.is/mannlif/taekifaeri-ne ... -a-islandi

Þar er rætt við Magnús Ragnarsson um Netflix, þessi maður stýrði rýnihópi um þessi mál á vegum Mennta- og menningarráðuneytisins fyrr á árinu en eitthvað hefur það nú gengið illa hjá honum því í viðtalinu fer hann með margar staðreyndavillur um Netflix. Hann talar um að Netflix sé ekki með neina samninga við stóru kvikmyndafyrirtækin eins og Disney og Universal, á Netflix séu bara sjónvarpsþættir og indipendent kvikmyndir !!! Á mínu Netflix er hrúga af Disney kvikmyndum og þáttum og jafn stór hrúga af Universal kvikmyndum og kvikmyndum frá öðrum stórum samsteypum. Hann segir líka að streymiþjónusturnar séu farnar að framleiða sitt eigið efni og "Breaking Bad serían sé afskaplega þekkt á Netflix" en staðreyndin er su að hún var framleidd af AMC.

Hver var eiginlega í þessari nefnd með þessum manni og opnuðu þeir aldrei Netflix til að skoða ?

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:29
af lukkuláki
Einhver verður að kenna manninum að "googla"

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Fim 18. Sep 2014 23:06
af Henjo
hmm já, starfar hjá Símanun. Er það sama fyrirtækið og er að leiga (streama) 20 ára gamlar bíómyndir á 700kr? Ekki skrýtið afhverju þeim myndi líka illa við Netflix.

Og djöf er ég kominn með ógeð á þetta að allt þurfi að vera með Íslensku? Ó vá, munu krakkar horfa á bíómynd á Ensku, en hræðilegt. Best að við bönnum þetta.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Fös 19. Sep 2014 15:49
af Gislinn
Henjo skrifaði:hmm já, starfar hjá Símanun. Er það sama fyrirtækið og er að leiga (streama) 20 ára gamlar bíómyndir á 700kr? Ekki skrýtið afhverju þeim myndi líka illa við Netflix.

Og djöf er ég kominn með ógeð á þetta að allt þurfi að vera með Íslensku? Ó vá, munu krakkar horfa á bíómynd á Ensku, en hræðilegt. Best að við bönnum þetta.


Svo sammála. Strákurinn hjá mér er 3 ára, hann horfir mest á barnaefni á netflix en stundum á RÚV (sem er btw mun verra barnaefni en það sem er í boði t.d. á netflix). Hann skoðar hinsvegar mikið (og við lesum fyrir hann mikið) af íslenskum bókum. Hann tengir fullkomlega á milli enskra og íslenskra orða (t.d. litir, tölustafir, bókstafir o.fl.) en hann talar aldrei ensku nema við spyrjum hann að einhverju á ensku.

Á leiksskólanum segja leikskólakennararnir hans að málþroskinn hjá honum sé mikill miðað við aldur, hann hefur mun meiri orðaforða en jafnaldrar hans og hann er mjög skýr í tali.

Fyrir utan það hvað flest barnaefni á íslenskum sjónvarpsstöðvum er illa dubbað (skrækar, hávaðasamar raddir sem eru alls ekkert í líkingu við þær sem eru í upprunalega hljóðinu) þá er hægt að finna miklu meira af uppbyggilegu barnaefni á ensku sem kenna börnunum nytsamlega hluti í stað þess að vera endalaust í einhverjum fíflagang með hellings hávaða og bull eins og flest á RÚV er.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Lau 20. Sep 2014 03:00
af Viktor
Gislinn skrifaði:Fyrir utan það hvað flest barnaefni á íslenskum sjónvarpsstöðvum er illa dubbað (skrækar, hávaðasamar raddir sem eru alls ekkert í líkingu við þær sem eru í upprunalega hljóðinu) þá er hægt að finna miklu meira af uppbyggilegu barnaefni á ensku sem kenna börnunum nytsamlega hluti í stað þess að vera endalaust í einhverjum fíflagang með hellings hávaða og bull eins og flest á RÚV er.


Varðandi talsetningu - þá fær Svampur Sveinsson þumal frá mér - jafn gott á íslensku og ensku :happy
Siggi Sig fer á kostum í hverjum einasta þætti!

Mynd

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Lau 20. Sep 2014 18:36
af CendenZ
Jesús kræst hann er bara alveg úti á þekju ! og hann lýgur ! Hann veit betur og er að fegra sannleikann, það heyrist alveg. Það verður einhver áhrifavaldur að leiðrétta þetta!

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Lau 20. Sep 2014 20:35
af Saber
Skattpeningar well spent

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Lau 20. Sep 2014 21:29
af Frantic
Augljóslega ekki mjög hlutlaus aðili hér á ferð.

Mynd

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Lau 20. Sep 2014 23:38
af jonsig
Netflix vita af þessari grein og hafa smá skilning á spillingunni hérna á klakanum . Ég hef svarað spurningum þeirra um þessa hluti .

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 10:57
af wicket
Disney setur ekkert nýtt efni eða nýlegt efni inn á Netflix fyrr en a næsta ari, það er bara gamalt Disney efni þarna inni þar sem Disney er samningsbundið Starz um nýtt efni þangað til 2015. Kannski er hann að meina það þó það komi ekki skýrt fram. Universal er samningsbundið HBO og ekkert efni fer frá þeim inná Netflix nema það efni sem HBO vill ekki.

Þannig að þetta er ekkert svo vitlaust hjá honum, bara spurning um framsetningu.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 12:00
af GuðjónR
wicket skrifaði:Disney setur ekkert nýtt efni eða nýlegt efni inn á Netflix fyrr en a næsta ari, það er bara gamalt Disney efni þarna inni þar sem Disney er samningsbundið Starz um nýtt efni þangað til 2015. Kannski er hann að meina það þó það komi ekki skýrt fram. Universal er samningsbundið HBO og ekkert efni fer frá þeim inná Netflix nema það efni sem HBO vill ekki.

Þannig að þetta er ekkert svo vitlaust hjá honum, bara spurning um framsetningu.


Ekkert vitlaust?
Hann segir orðrétt; " Netflix er rauninni svolítið sérstakt fyrirtæki sko, Þeir eru ekki með samninga við þessi stóru kvikmyndaver, þeir eru ekki með myndir frá Disney eða eða frá Universal eða frá svona stóru stúdíonum."

Þetta eru stórar fullyrðingar og kolrangar.
Jafnvel þó það fari gamlar Disney myndir þarna inn þá gerist það ekki nema með einhversskonar "samningum".
En auðvitað reynir hann að tala Netflix niður, VOD Símans Uber Alles!

Skrítið samt að reyna þessa taktík, það er talið að 20-30k heimli séu með Netlfix og þeir notendur vita betur.
Þetta minnir doldið á málflutning Smáíss þegar það var og hét.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 12:53
af wicket
Þeir eru ekki með samning við Disney heldur kemur efnið þangað inn í gegnum þriðja aðila.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 13:20
af GuðjónR
wicket skrifaði:Þeir eru ekki með samning við Disney heldur kemur efnið þangað inn í gegnum þriðja aðila.

Og það skiptir börnin okkar öllu máli. :megasmile

Sé það rétt hjá þér þá mætti kalla þetta "Hvíta lýgi" eða að segja ekki allan sannleikann, þ.e. þetta með samninginn.
Orðalagið gefur til kynna að ekkert af þessu efni sé inná Netflix þar sem engin samningur sé á milli Netflix og framleiðandans.

Það að ekkert Disney efni sé þarna inni er auvðitað haugalýgi.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 13:25
af Gúrú
wicket skrifaði:Þeir eru ekki með samning við Disney heldur kemur efnið þangað inn í gegnum þriðja aðila.


Þetta er ekki rétt hjá þér. Netflix eru með samninga við Disney án milligöngu Starz,
sem þú virðist vita af sjálfur en ferð samt með rangt mál? :|

wicket skrifaði:Disney setur ekkert nýtt efni eða nýlegt efni inn á Netflix fyrr en a næsta ari

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 14:25
af wicket
Gúrú skrifaði:
wicket skrifaði:Þeir eru ekki með samning við Disney heldur kemur efnið þangað inn í gegnum þriðja aðila.


Þetta er ekki rétt hjá þér. Netflix eru með samninga við Disney án milligöngu Starz,
sem þú virðist vita af sjálfur en ferð samt með rangt mál? :|

wicket skrifaði:Disney setur ekkert nýtt efni eða nýlegt efni inn á Netflix fyrr en a næsta ari

Asnalega orðað hjá mér, my bad í sunnudagsþynnku

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 17:44
af Sera
Magnús Ragnarsson er með Netflix samkv. þessu viðtali og Hulu líka, undarlegt að hann lýsi Netflix þá eins og hann gerði í þessu viðtali, ekkert disney og bara indipendent kvikmyndir. http://www.visir.is/adstodarmadur-radhe ... 4140119642

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 18:26
af appel
Þetta er mjög erfitt umhverfi hérna á Íslandi.

Fámennið, ofurskattlagning, ofurgjöld, kvaðir um textaþýðingu og talsetningu á barnaefni, og allskonar overhead. Það er bara ekki hægt að keppa við hagkvæmni stærðarinnar á mörkuðum þar telja tug- ef ekki hundruð milljóna.

Ég velti fyrir mér hvort eftir 5-10 ár verði hér eitthvað eftir nema þá bara RÚV, með sínar textaþýddar breskar seríur og talsett barnaefni.

Það er a.m.k. umhugsunarefni í hvað stefnir, og hvernig umhverfið á Íslandi gerir samkeppni ómögulega. Stjórnvöld eru sofandi og virðast ekki vita í hvað stefnir.

Ég hef t.d. mikið velt því fyrir mér afhverju enginn virðisaukaskattur er greiddur af Netflix þjónustu. Er málið að einfaldlega leggja vsk. á allar erlendar kreditkortafærslur? Einsog staðan er í dag þá verður ríkið af tekjum, og samkeppnisumhverfið hallar einstaklega á innlenda aðila sem þurfa að leggja á vsk., sem þýðir að þeir verða undir á endanum og ríkið verður af enn meiri tekjum.


Mér finnst svolítið "short sighted" að krefjast bara aðgangs að Netflix. Sérstaklega þegar þeir gera ekkert fyrir íslenskan markað, hvorki talsetja, textaþýða eða borga skatta. 20-30 þús heimili með netflix þýðir að þau eru ekki með áskrift að öðrum íslenskum þjónustum, sem þýðir tekjumissir fyrir innlenda aðila, sem aftur kemur niður á samkeppnishæfni og rekstrarforsendum.

Íslensk stjórnvöld geta ekkert gert til að neyða Netflix til að gera eitt né neitt. Hvorki talsetja, né neyða þá að vera með 50% evrópskt efni, né 25% íslenskt efni, eða álíka. Þeir gera bara það sem þeir vilja, en íslenskir aðilar þurfa að sætta sig við samkeppni í spennitreyju.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 19:10
af biturk
Spurning fyrir íslenska aðila að lækka verðið

700kr fyror bíomynd í sólahring er geðveiki

250 fyrir einn þátt í sôlahring er svívirðilegt


Ef vodið væri sett fram í mánaðargjald og horfir á hvað sem er hvenær sem er án aukagjalds við hvern hlut væru MUN fleiri að borga aukalega og njóta efnis með íslenskum texta

Venjuleg fjölskylda bara einfaldlega hefur ekki efni á þessu og sækir frekar á netinu

Á meðan þetta er raunin verða íslenskir aðilar aldrei samkeppnishæfir fyrr en þeir breita um viðskiptamodel og úreltan huxunarhátt;)

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 19:35
af GuðjónR
Þetta er nú no-brainer.
Í nokkur ár var ég með Skjáheim, allar rásirnar og einn daginn fór ég að velta fyrir mér kostnaðinum.
Þá var þetta að mig minnir um 80k á ári, núna sýnist mér gjaldið vera um 100k með myndlykli.
Netflix kostar innan við 1500 kr. á mánuði sem gerir tæpar 18k á ári.
Þó það yrði settur VSK ofan á þá breytir það litlu.

Það sem fákeppnisrisunum svíður er að fá ekki að gerast "milliliðir" og taka til sín hluta af kökunni.
Allt tal um litla þjóð, talsett efni og að varðveita tunguna vísa ég til föðurhúsana.
Það voru einmitt rökin sem notuð voru þegar kanasjónvarpið var lagt niður á sínum tíma.
Það átti að drepa íslenska tungu.

p.s. bara það eitt að vera með IPTV lykil frá Símanum til að ná RUV og nokkrum öðrum "frírásum" kostar meira en áskrift af Netflix!

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 20:43
af Cikster
Eins og við flest vitum nú erum við allt of nátengd evrópubálkninu. Höfum tekið upp hrúgu af lögum (og slatta af ólögum) en þau veita kosti ásamt göllunum.

http://ec.europa.eu/internal_market/ser ... dex_en.htm

Ætti varla að vera erfitt að finna annað land til að stofna fyrirtæki í sem mundi bjóða þjónustu á íslandi (gegnum eitthvað af þessum gagnaverum) sem samsvarar netflix ... eða jafnvel í samstarfi við einhvern annan aðila.

Það mundi eflaust losa um þessa þörf fyrir textaða/talsetta þætti/myndir.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 20:52
af appel
Netflix + VPN hakk kostar meira en bara 1500 kr. ásamt tilheyrandi veseni ef eitthvað kemur upp á. Ekki myndi ég nenna að aðstoða tækniheft fólk við að nota og halda Netflixinu sínu í lagi.

Vandamálið er að Netflix uppfyllir bara ákveðnar þarfir ákveðins hóps. Stærsti hópurinn myndi ekki nota Netflix þó það væri í boði, meginþorrinn vill ekki borga mánaðarlegt gjald fyrir aðgang að Netflix þjónustu, heldur horfir bara á 1-2 kvikmyndir á mánuði og finnst bara fínt að geta borga fyrir notkun sína þannig. Ég þekki allnokkra sem hafa gefist upp á að halda þessu Netflix hakki í lagi, og hafa sagt upp þjónustunni, líka útaf því að það bara notar þetta ekki jafn mikið og það gerði kannski fyrst. En það eru vissulega margir sem geta ekki lifað án Netflix.

Það er ekki bara hægt að segja að "netflix er ódýrara" og þar með er öll rökræðan búin. Netflix er ekki allt saman, þarna er ekki live sjónvarp, og jafnvel þó þið kunnið að halda því fram að live sjónvarp er dautt þá eru nú fjöldamargir sem horfa á live viðburði í sjónvarpi, fréttir, íþróttir eða annað. TVOD er ekki dautt þó Netflix er ódýrara, því mjög margir vilja bara horfa 1-2 myndir á mánuði og þá er Netflix og allt vesenið í kringum það dýrara!

Svo eru margir sem vilja að börnin sín horfi á talsett barnaefni, ekki bara eitthvað enskt.

Svo eru margir sem einfaldlega skilja ekki ensku og vilja fá textað.

Umræðan um Netflix er stundum svolítið einstrengingsleg og miðast alltaf við sjónarhól þeirra sem finnst Netflix veita þeim sem það þarf, en Netflix leysir bara ákveðna þörf ákveðins hóps.

Verðið má vissulega fara niður, en það er Hollywood sem ræður verðinu að mestu ekki innlendir aðilar.

Hafið þið skoðað úrval í Netflix á Írlandi? Kanada? Það er víst frekar slappt úrval, og það eru margir sem notast frekar við Ameríska Netflix með þeim leiðum sem íslendingar nota. Þannig að jafnvel þó "netflix kæmi til Íslands" þá væri það aldrei neitt í líkingu við ameríska netflixið.

Svo er það, Netflix er ekki borga neitt fyrir dreifingarrétt á Íslandi, íslendingar fljóta með einsog þeir væru ameríkanar og borga sama verð og ameríkanar. Íslenskir aðilar borga fyrir dreifingarrétt á Íslandi og eru í samkeppni við aðila sem borgaði ekkert fyrir réttinn til að dreifa því hingað. Þetta er auðvitað meingallað módel. Hollywood stúdíóin þurfa að ákveða hvaða módel þeir vilja viðhalda, dreifingarréttarmódelinu eða leyfa Netflix að komast upp með að brjóta það.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 21:04
af depill
appel skrifaði:
Svo er það, Netflix er ekki borga neitt fyrir dreifingarrétt á Íslandi, íslendingar fljóta með einsog þeir væru ameríkanar og borga sama verð og ameríkanar. Íslenskir aðilar borga fyrir dreifingarrétt á Íslandi og eru í samkeppni við aðila sem borgaði ekkert fyrir réttinn til að dreifa því hingað. Þetta er auðvitað meingallað módel. Hollywood stúdíóin þurfa að ákveða hvaða módel þeir vilja viðhalda, dreifingarréttarmódelinu eða leyfa Netflix að komast upp með að brjóta það.


This. Vegna þess að Íslenskir aðilar gætu keppt betur við erlenda aðila ef þeir mættu brjóta dreifingarsamninga sína líka. Initial kostnaðurinn við hvern titill er mikill.

Annars held ég til framtíðar útfrá því að horfa á hvað t.d. Netflix eyðir í content ( sem er ekki sustainable ) og það að minni framleiðendur verða undir í Subscription módeli ( samanber Spotify, sem er gott fyrir neytandan, en vont fyrir litla framleiðandan, sem er svona ástæðan fyrir því að ég er twisted þegar að því kemur ) að það sé ekkert ólíklegt módel að það verði

Bío -> TVOD ( eins og SBíó ) -> SVOD ( eins og Netflix ) það er fæðast grunnur af SVOD á Íslandi og það heldur örugglega áfram.

Þannig að þú ákveður bara hversu fljótt þig langar að sjá titilinn og hvernig.

Og mér finnst smá fólk gleyma því að 700 kr titil er ekkert brjálað. Raunleiga hefur hrapað í verði.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Sun 21. Sep 2014 22:00
af Daz
appel skrifaði:Netflix + VPN hakk kostar meira en bara 1500 kr. ásamt tilheyrandi veseni ef eitthvað kemur upp á.

7,99 (eða 8,99 fyrir þá sem eru nýjir áskrifendur) + 1,99 eru reyndar 1220/1340 isk þannig að þetta kostar minna en 1500 isk. En það er kannski hártogun. Engu að síður er það mun hagstæðara en nokkur annar kostur á íslenskum markaði í dag. Nema kannski fyrir þá sem leigja sér 2 eða færri myndir og nota vídjóleigur.

Netflix + Skjárkrakkar = 3000 kr og maður hefur slatta af talsettu barnaefni (ef lagt er við RÚV frelsið).

Fyrir þá sem vilja íþróttir þá eru samkeppnishæfir möguleikar á netinu fyrir allt nema fótbolta. Þeir sem eru fótboltafíklar eru því háðir lággæða netstraumum, 365 eða pöbbum.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Mán 22. Sep 2014 11:07
af hfwf
Daz skrifaði:
Fyrir þá sem vilja íþróttir þá eru samkeppnishæfir möguleikar á netinu fyrir allt nema fótbolta. Þeir sem eru fótboltafíklar eru því háðir lággæða netstraumum, 365 eða pöbbum.


Wrong, engan veginn háður lággæða straumum þó sannarlega er nóg af þeim til, en þú getur fengið hágæða HD straum nokkuð auðveldlega.

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Sent: Mán 22. Sep 2014 11:48
af AntiTrust
depill skrifaði:Og mér finnst smá fólk gleyma því að 700 kr titil er ekkert brjálað. Raunleiga hefur hrapað í verði.


Það finnst mér nefnilega. Mér fyndist VOD þjónustur hérlendis fyrst bjóðanlegar ef það kæmi sama/svipað módel og Amazon Prime býður upp á, þ.e. að þú borgar fyrir stóra nýja titla fyrstu vikurnar eftir launch, eftir það fer efnið bara inn í hrúguna af þeim titlum sem væru í boði í gegnum SVOD.

Ég veit alveg að það eru ótal atriði sem gera þetta erfitt fyrir flestar veitur, stúdíó og drefingaraðilar virðast ekki kunna annað en að gera sem flestum lífið leitt - pointið er bara að neytendum er bara drullusama um hvar vandamálið liggur, hvort þeir séu að borga eða ekki borga VSK ef það er enginn að innheimta það til að byrja með, hver er að brjóta dreifingarrétti.. Neytendur vita hvað þeir vilja, þeir vita margir hvernig það er hægt að fá aðgang að því (og það tiltölulega löglega note bene). Það er undir veitunum komið að koma á móts við markaðinn, ekki öfugt.

En þetta gæti reyndar breyst allt saman á næstunni, stúdíó erlendis farin að pressa á Netflix að loka fyrir aðgang í gegnum VPN/DNS mixum.