Síða 1 af 1

Apple TV

Sent: Þri 16. Sep 2014 13:28
af Jimmy
Hæbb.

Mögulega ekki rétta umhverfið fyrir þessar pælingar, en látum á það reyna. :)

Undanfarin ár hef ég verið með HTPC vélar að keyra win7 / win8 og xbmc til að horfa á sjónvarpsefni og streams í stofunni hjá mér, en mig langar að prófa eitthvað einfaldara og þægilegra í notkun, og þar sem annað hvert tæki á heimilinu er orðin apple vara þá liggur beinast við að prófa ATV.

Ég hef eitthvað verið að lesa mér til um Plex, en hef ekki haft tíma til að skoða það nægilega mikið atm til að komast að beisik hlutum.

Get ég sett upp Plex á ATV3 og streamað frá server á heimilinu?
Get ég sett upp Plex á ATV3 heima hjá tengdó(efri hæðin en annað network) og leyft þeim að streama frá servernum heima hjá mér?

Er eitthvað annað sem trompar ATV3 og leyfir mér að starta stream(sopcast/acestream) á macbookinu mínu og fleygja því yfir á sjónvarpið með mirroring fídus yfir wifi?

Hver er besta leiðin til að laga gamla(mjög þunga) útidyrahurð sem er farin að rekast í þröskuldinn?

Re: Apple TV

Sent: Þri 16. Sep 2014 13:51
af AntiTrust
Já nei, nú kem ég nú bara í heimsókn (þegar það eru komnar gólfplötur.. og jafnvel veggir?)

Já, þú getur verið með ATV3 og streamað frá bæði onsite og offsite servers (ie. með shared server aðgangi.) Þetta svarar líka sp. númer 2 - en gallinn við það er að þar sem það þarf að hafa leiðindar backend service í gangi sem gerir Plexið possible á ATV3 þá þarf e-r vél locally að hýsa það service svo Plexið virki - Svo ef það er ekki vél í gangi 24/7 þar þá er þetta frekar shitty lausn.

Þú sjálfur ert líklega best settur með ATVið. Tengdó og aðrir offsite users væru líklega betur settir með Chromecast, Roku eða Amazon FireTV. Chromecast finnst mér fín millibilslausn þangað til ATV4 / AndroidTV koma út, þau tvö tæki verða líklega by far sterkustu streaming boxin með Plex möguleikum.

Ef fjarstýring er algjört must er Roku-ið ótrúlega user friendly, þótt GUI-ið í Plexinu sé ekki það fallegasta sem er í boði. Sakar ekki heldur hvað það virðist vera ótrúlega stabílt, og WiFi receptionið á því lygilega gott.

Re: Apple TV

Sent: Þri 16. Sep 2014 23:32
af Tiger
AntiTrust skrifaði: en gallinn við það er að þar sem það þarf að hafa leiðindar backend service í gangi sem gerir Plexið possible á ATV3 þá þarf e-r vél locally að hýsa það service svo Plexið virki - Svo ef það er ekki vél í gangi 24/7 þar þá er þetta frekar shitty lausn.


En það þarf hvort eð er alltaf að vera vél í gangi með efninu á ekki satt? Þannig að láta hana bara keyra Plex-connect og málið leyst ekki satt?

Re: Apple TV

Sent: Þri 16. Sep 2014 23:42
af AntiTrust
Jú, þú ert að misskilja mig aðeins. Fyrir þann sem hýsir serverinn er þetta ekkert mál, þar sem PlexConnect þjónustan keyrir bara á PMS vélinni sjálfri. Fyrir þá sem eru að fá aðgang að Plex utanhúss þá þurfa þeir líka að vera með vél í gangi með PlexConnect hjá sér locally ætli þeir að nota ATV, í staðinn fyrir að vera bara að notast við Chromecast, Roku, GoogleTV, FireTV, PHT á HTPC eða PlexWeb. PlexConnect er auðvitað bara fancy skítamix, virkar vel en engu að síður mix. Apple eru því miður komnir langt á eftir í þessari deild eingöngu afþví að ATVið er ennþá svo lokað. ATV4 kemur þeim aftur á kortið hugsa ég, ef það verður ekki orðið of seint.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 00:20
af Hrotti
Jimmy skrifaði:Hæbb.

Mögulega ekki rétta umhverfið fyrir þessar pælingar, en látum á það reyna. :)

Hver er besta leiðin til að laga gamla(mjög þunga) útidyrahurð sem er farin að rekast í þröskuldinn?


Lamirnar eru líklegast bara að losna örlítið og þá er lang auðveldast að færa efstu 2 lamirnar uppávið til að þær náu betri festu eða dýpka aðeins farið sem að þær sitja í. Það er gott að gera þetta með því að reka tréfleyg undir hurðarflekann til að hann sígi ekki á meðan og þá geturðu rekið fleginn lengra og lengra eftir að þú losar lamirnar, þangað til að þú ert ánægður með hæðina.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 10:18
af Jimmy
AntiTrust skrifaði:Fyrir þá sem eru að fá aðgang að Plex utanhúss þá þurfa þeir líka að vera með vél í gangi með PlexConnect hjá sér locally ætli þeir að nota ATV


Jæja, þá er ATV off the table fyrir tengdó. Skoða Roku fyrir þau, þetta þarf helst að vera með einfaldri fjarstýringu og einfalt uppá tíju.

En já þú kemur í úttekt þegar þetta er orðið eitthvað nálægt því að vera íbúðarhæft, gólf eru eiginlega must fyrir gestagang. :)

Hrotti skrifaði:Lamirnar eru líklegast bara að losna örlítið og þá er lang auðveldast að færa efstu 2 lamirnar uppávið til að þær náu betri festu eða dýpka aðeins farið sem að þær sitja í. Það er gott að gera þetta með því að reka tréfleyg undir hurðarflekann til að hann sígi ekki á meðan og þá geturðu rekið fleginn lengra og lengra eftir að þú losar lamirnar, þangað til að þú ert ánægður með hæðina.


Geggjað, takk! :D

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 12:21
af Squinchy
Settupið mitt er að ég er með serverinn á borðtölvunni og hýsi allt efnið þar, ATV3 í stofunni, svo nota ég Plex appið á iphone eða ipad til að Air play-a efninu yfir á ATV3, svo eru fereldrarnir, tengdó og systir mín líka með appið, ég er loggaður inn á þeirra IOS tæki þannig að þau geta líka streymt efni á sitt ATV3 af mínum server

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 12:48
af AntiTrust
Afhverju ertu að láta þau logga sig inn á þínum user? Talsvert þægilegra að láta þau hvert hafa sinn eigin user og gefa þeim bara aðgang að servernum þínum. Hver með sitt watched/unwatched/recent/on deck statusa etc.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 16:06
af Squinchy
Vissi ekki að það væri hægt á plex, googla það í kvöld :happy

"Tip!: The Multi-User feature requires an active Plex Pass subscription for the main Plex Media Server account."
Meh hitt kostar ekkert

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 16:26
af AntiTrust
$5 á mánuði fyrir Plex er auðvitað bara djók fyrir þetta software suite! ;)

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 16:31
af KermitTheFrog
Ha? Ég er að deila mínum Plex server með þremur aðilum akkúrat núna og hef aldrei borgað krónu.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 16:31
af Tiger
AntiTrust skrifaði:$5 á mánuði fyrir Plex er auðvitað bara djók fyrir þetta software suite! ;)


Sammála. Líklega þeir $5 sem ég sé minnst eftir í mánuði og fæ hvað mest fyrir.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 16:39
af AntiTrust
KermitTheFrog skrifaði:Ha? Ég er að deila mínum Plex server með þremur aðilum akkúrat núna og hef aldrei borgað krónu.


Ég held að það sé eingöngu verið að limita Activity loggið, þeas að það sé ekki hægt að sjá hver er að horfá hvað sé ekki PlexPass user á bakvið PMSinn - ekki nema e-ð hafi breyst nýlega.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 18:15
af Oak
$75 money well spent. :D
Hugsanlega þæginlegast media center / server sem ég hef prufað. Algjör snilld að vera með trakt.tv aðgang tengdan við líka.

Re: Apple TV

Sent: Mið 17. Sep 2014 18:19
af hfwf
Var einmitt að ljúka við að henda upp plexserver/vpn/geymslu server aftur, plex er þvílík snilld.

Re: Apple TV

Sent: Lau 27. Sep 2014 20:18
af Jimmy
Hvar er best að panta Roku 3 hérna heima? Ebay eða amazon? Er að spá í að versla bæði roku 3 og atv 3 og taka trial run á báðar græjurnar, sjá hvað hentar betur.

Re: Apple TV

Sent: Lau 27. Sep 2014 22:02
af rattlehead
Er að pæla í að losa mig við atv3. Þar sem ég er kominn með Firetv. Ef þú hefur áhuga. Er þessa stundina að safna ryki. Getur sent mér póst og við getum rætt verðhugmyndir.

Re: Apple TV

Sent: Sun 28. Sep 2014 10:07
af Jimmy
Ég þakka boðið, en ég fæ það nýtt á ágætis verði hérna heima, þannig að ég er ágætlega settur með ATV :)

Re: Apple TV

Sent: Sun 28. Sep 2014 23:02
af Gislinn
KermitTheFrog skrifaði:Ha? Ég er að deila mínum Plex server með þremur aðilum akkúrat núna og hef aldrei borgað krónu.


Ég myndi giska á að þeir aðilar séu með sína eigi Plex servera?

Þetta multi-user dæmi virkar þannig að einn plex server getur haldið utan um marga usera, sem að non-plexpass notendur eiga ekki að getað notað AFAIK. Ef þig langar að nota multi user án plexpass þá þarf að vera sér plex server fyrir hvern notenda (þannig skil ég það a.m.k.).

Re: Apple TV

Sent: Sun 28. Sep 2014 23:26
af KermitTheFrog
Gislinn skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Ha? Ég er að deila mínum Plex server með þremur aðilum akkúrat núna og hef aldrei borgað krónu.


Ég myndi giska á að þeir aðilar séu með sína eigi Plex servera?

Þetta multi-user dæmi virkar þannig að einn plex server getur haldið utan um marga usera, sem að non-plexpass notendur eiga ekki að getað notað AFAIK. Ef þig langar að nota multi user án plexpass þá þarf að vera sér plex server fyrir hvern notenda (þannig skil ég það a.m.k.).


Neibb, einn server shared með nokkrum notendum.

Re: Apple TV

Sent: Mán 29. Sep 2014 08:25
af AntiTrust
Hvaða útgáfu af PMS ertu að keyra? Sérðu user activity í Now Playing?