Taka flatsjónvarp með sér heim í flug

Skjámynd

Höfundur
zetor
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Taka flatsjónvarp með sér heim í flug

Pósturaf zetor » Mán 25. Ágú 2014 19:49

Hver hérna hefur keypt sér flatsjónvarp í útlöndum og tekið það með sér heim. Hvernig var sú reynsla og hvernig eru tollamálin tengd þessu?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Taka flatsjónvarp með sér heim í flug

Pósturaf Klemmi » Mán 25. Ágú 2014 21:02

Þú mátt hafa með þér vöru heimleiðis tollfrjálst upp að 88.000kr.-, miðað við smásöluverðið sem þú keyptir hlutina á.

Sjónvarpstæki umfram það ber samtals um 68,9% tollur/vaskur/vörugjöld (1,075*1,25*1,255*1,0015).

S.s. ef þú ferð út og kaupir þér 88þús króna sjónvarp en ekkert annað, þá greiðirðu ekkert auka.

Ef þú kaupir 150þús króna sjónvarp, þá eru þar af 62þús sem þú þarft að greiða toll af, sem gerir 62.000*0,689 = 42.718kr.-

Bottom line: Hver þúsundkall yfir 88þús kostar þig raunverulega 1.689kr.-




hundur
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Taka flatsjónvarp með sér heim í flug

Pósturaf hundur » Mán 25. Ágú 2014 22:47

Síðan myndirðu örugglega þurfa að borga yfirvigt eða auka tösku... (42 tommu sjónvörp eru í kringum 15-20 kg í kassanum skv. mjög óvísindalegri könnun minni - fer auðvitað eftir týpunni).




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Taka flatsjónvarp með sér heim í flug

Pósturaf Klemmi » Þri 26. Ágú 2014 10:18

hundur skrifaði:Síðan myndirðu örugglega þurfa að borga yfirvigt eða auka tösku... (42 tommu sjónvörp eru í kringum 15-20 kg í kassanum skv. mjög óvísindalegri könnun minni - fer auðvitað eftir týpunni).


Góður punktur, veit þó að IcelandAir hafa verið þægilegir með odd-sized luggage, félagi minn tók með sér 42" sjónvarp og greiddi ekkert aukalega fyrir það.