DVD-iso í PLEX???


Höfundur
topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

DVD-iso í PLEX???

Pósturaf topas » Lau 18. Jan 2014 11:03

Góðan daginn.

Ég er að leita mér að lausn sem ég get notað til að spila DVD-fæla.

Þá er ég að taka um DVD-rip með menu og öllum valmöguleikum eins og á orginal disknum. Ég er með apple tv og dlna spilara.

Ég hef ekki áhuga á lausnum sem ekki stiðja menu eins og er á orginal DVD.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: DVD-iso í PLEX???

Pósturaf AntiTrust » Lau 18. Jan 2014 13:41

Ég er nokkuð viss um að Plex geti þetta ekki á neinum client. Búinn að prufa þetta í PlexWeb, Plex Windows 8 appinu, Roku og PlexHomeTheater, skilar engu.

XBMC getur þetta hinsvegar, ásamt nokkrum high-end sjónvarpsflökkurum.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: DVD-iso í PLEX???

Pósturaf Gislinn » Lau 18. Jan 2014 20:08

Ég skoðaði þetta eitt sinn, þ.e. að fá Plex til að spila myndir af DVD diskum (sem var hægt) eða DVD-iso skrám (sem var ekki hægt) og fá þá menu og allt auka draslið með. Það er engin einföld leið að þessu (eða var allavega ekki þá, en ég hef ekki skoðað þetta nýlega).

Þar sem Plex gat (allavega þá, veit ekki hvort það getur enn) spilað DVD diska sem voru í drifinu á servernum en ekki DVD ISO skrár þá datt mér í hug að mixa plug-in sem væri þannig að það myndi sýna coverinn á öllum DVD-ISO skránum en þegar þú myndir velja eitthvað cover þá myndi það mounta viðkomandi ISO skrá eins og það væri DVD diskur í virtual-drifi og lesa það svo úr DVD drive pakkanum í Plex. Ég gafst svo upp á þessu, tók 21. öldinni fagnandi og sleppti bara þessum DVD pælingum. :happy


common sense is not so common.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: DVD-iso í PLEX???

Pósturaf AntiTrust » Lau 18. Jan 2014 20:15

Flestir af þeim á AVS sem eru með tugi terabæta af hreinum .iso bluray rippum eru að notast við Popcorn, DuneHD og Oppo spilarana, eða það hefur mér sýnst amk. Hef ekki mikið skoðað þetta sjálfur, það er vissulega ákveðin stemming í því að fá upp disk menu með öllu tilheyrandi, en DVD gæði eru vægast sagt úreld, og til þess að halda þúsunda mynda safni í þokkalegum gæðum í ósnertum .iso skrám þyrfti maður fleiri tugi TB, bara fyrir það eitt. Ekki viable lausn finnst mér, en margir með sínar sérþarfir auðvitað.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: DVD-iso í PLEX???

Pósturaf Gislinn » Lau 18. Jan 2014 21:01

AntiTrust skrifaði:*snip* ...til þess að halda þúsunda mynda safni í þokkalegum gæðum í ósnertum .iso skrám þyrfti maður fleiri tugi TB, bara fyrir það eitt. ... *'snip*


Sammála því að þetta er "sóun" á plássi, en það eru samt alltaf þessir örfáu diskar sem eru með mjög góðu aukaefni/menu sem manni langar að skoða og er þá einfaldast að eiga þessa örfáu diska á ISO þótt það taki aðeins meira pláss. Myndi ekki nenna að vera með allt safnið mitt í DVD-ISO.


common sense is not so common.


Höfundur
topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: DVD-iso í PLEX???

Pósturaf topas » Lau 18. Jan 2014 21:16

Ég er ekki með neinar bíómyndir í þessu.

Þetta eru nokkrir tugir tónleikadiska og ég vil getað hoppað yfir lög eða farið í menu og valið lag án þess að þurfa að hraðspóla og leita.