Hjálp með val á allsherjar home media setup


Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf gislih09 » Þri 11. Des 2012 22:45

Kvöldið,

Er að fara endurnýja allt stellið hjá mér og er með allskonar hugleiðingar sem ég væri mikið til í að fá aðstoð með. Þætti mjög gott að fá feedback og ef einhver er mjög fróður í þessu og tilbúinn að veita mér mikla ráðgjöf með þetta ferli væri ég ekkert feiminn við að borga fyrir slíka aðstoð ;)

Til að byrja með er það sem ég vill gera;

i) Geta stýrt torrent-niðurhölum gegnum fartölvuna, en þó þannig að allt niðurhalist yfir á sjálfstæða hýsingu.
ii) Geta streamað öllum myndaformum, þ.e.a.s ég vill ekki þurfa bíða 5-10 mín meðan ég converta .mkv eða .avi fælum sem eru ekki studdir af viðkomandi spilara
iii) Þæginlegt netviðmót gegnum sjónvarp/streamer, þ.e.a.s mikill kostur ef ég get skellt í netflix eða einhverskonar leið til að geta horft á hinar og þessar rásir í gegnum græjuna(er þá aðallega að hugsa um íþróttir, t.d. verslað einhvern pakka með fótboltastöðvum eða þæginleg tengileið við sopcast þannig að ég geti áreynslulaust streamað íþróttum beint í sjónvarpið
iv) Þæginleg leið til að stýra tónlist, helst í gegnum tölvuna beint í hljóðkerfi sem gefur frá sér ásættanlegt hljóð
v) Þó það sé að vísu ekki issue núna, er æskilegt að ég gæti streymt beint af gagnahýsingunni í önnur sjónvörp á sömu tengingu
vi) Nóg af HDMI tengjum, að lágmarki 3, helst 4 eða fleiri.

Þetta er svona "the essentials" það sem er mikill bónus er;

i) Þæginlegt og notendavænt viðmót(er þá aðallega að hugsa fyrir aðra en mig sem munu koma til með að nota þessa aðstöðu.)
ii) Þæginlegt viðmót til að geta sjálfkrafa sótt eða með litlum vandkvæðum bætt texta við þætti/myndir
iii) Með einföldu móti streymað efni beint frá Galaxy S3 og Samsung fartölvunni minni, minna/ekkert atriði að geta streamað til baka í þessar græjur
iiii) Ef það er til einhver fræðilegur möguleiki í helv. til að ég geti tengt sjónvarp við fartölvuna mína með extended display ÁN þess að hafa þessi tvö tæki tengd gegnum snúru væri það ómetanleg gullnáma, geri mér hinsvegar grein fyrir því að þetta er mjög óraunhæft.

Það sem ég er með núna er PS3 sem ég nota eingöngu til að spila leiki, xTreamer(http://www.xtreamer.net/xtreamer/overview.aspx) sem er að líða undir lok vegna einhverskonar bilunar. Galaxy S3 og Samsung fartölvu(er aðallega að pósta því ef það skyldi skipta máli upp á "samsung ecosystem"

Upprunalega var ég að velta því fyrir mér að skella mér á Samsung SmartTV(http://www.samsungsetrid.is/vorur/564/) Með það í huga að ég væri nú með nokkur Samsung tæki sem mér líkar mjög vel við og að þetta myndi allt fúnkera eins og draumur saman. Er svona að nálgast þá niðurstöðu að peningunum í þessi "SmartTV" sé betur varin í aukinni fjárfestingu í streaming græjum, hýsingu og hljóði. Hef því verið að færast nær tæki svipuðu þessu(http://hataekni.is/is/vorur/5000/5020/47LS5600/) og taka þá þetta soundbar með(og bæta við bassa) http://hataekni.is/is/vorur/6000/6005/YAS101BL/

En svo vandast málið, Google TV, Roku, AppleTV, WDTV Live o.sfrv.

Allir þessir spilarar virðast hafa kosti og galla, aðrir eru með flott viðmót og góð streaming capabilities(hef þá sérstaklega verið að skoða að nota Plex) en þeir virðast á móti ekki geta spilað t.d. .avi eða vesen með .mkv fæla.

Langar í viðmótið hjá Roku/ATV en afspilunarmöguleikana sem WDTV Live bíður upp á. Svo er spurning hvort ég gæti sett bittorrent client í SmartTV frekar og verið þá bara með hýsingu? Eða fara í það að kaupa WDTV Live sameinað með NAS græju, ef NAS græju þá hvaða NAS græju. Svoldið hræddur því ég vill bara hráa hýsingu og að geta streamað 1080i, þarf ekkert backup eða vesen, en geta ódýru NAS græjurnar streamað 1080i vandræðalaust? Þarf ég til að mynda svona græju(http://www.amazon.com/Synology-DiskStat ... B005YW7OLM) eða get ég keypt svona(http://www.trustedreviews.com/Western-D ... ral_review) og farið hjáleiðir til að setja bittorrent client í græjuna?

Ég sé eflaust engan mun á einhverjum upplausnum, birtu levelum eða hvað þetta heitir allt saman og ég er enginn audiophile svo ég þarf ekkert fullkomið hljóð, bara gott, og þó talsvert betra en úr hefðbundnum sjónvarpstækjum. Þarf ekkert backup af efninu mínu og ég þarf ekkert frekar að geta accessað þetta efni utan tengingunnar heima. Ég vill bara getað streamað öllu efninu sem ég downloada af hýsingu í toppgæðum, streamað efni beint af netinu gegnum sjónvarpið, stýrt hljóðspilun helst gegnum tölvu á sama tíma og ég hef skítsæmilega þæginlegt notendaviðmót sem meðaltæknivædd kærasta til að mynda getur lært að nota.

Er einhver sem hefur verið í svipuðum hugleiðingum og getur hjálpað mér með þetta? Ég fer sífellt fram og til baka varðandi hvað ég á að gera, SmartTV vs. ekki SmartTV, 3d vs. ekki 3d, NAS vs. ódýr hýsing sem ég get reddað bittorrent á vs. HTPC vs. kaupa ódýra borðtölvu í þessa hugleiðingu.

Kynni virkilega að meta feedback, og ef einhver þekkir þetta virkilega vel og er tilbúinn að aðstoða mig mikið í þessum pælingum væri ég jafnvel tilbúinn að borga fyrir slíka þjónustu, enda vill ég bara geta uppfyllt skilyrðin sem eru að ofan fyrir sem minnstan pening. Budgetið er nokkuð afstætt, alveg tilbúinn að fara út fyrir ramman fyrir aukna notendamöguleika en vill hinsvegar halda því í lágmarki, tel mig til að mynda ekkert þurfa svaka 7.1 heimabíósetup eins og er, get farið í slíka pælingu síðar en langar hinsvegar í betra sound en ég fæ úr standard sjónvarpstæki!

Vona innilega að einhver sjái sér fært að gefa mér smá endurgjöf á þetta :)




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 11. Des 2012 23:34

Vó... Efni í epískan ofurþráð.

Ég mæli með því að þú heimsækir einhvern sem er að keyra SABnzbd+, sickbeard, couchpotato og PlexMediaServer. Með þessu er hægt að velja um framenda (allt sem styður Plex)

Ég er sjálfur með server sem keyrir SABnzbd+, sickbeard, couchpotato og PlexMediaServer. Síðan er ég með eftirfarandi clienta:
1 Apple lappa
1 W7 lappa
1 W7 turn
1 android síma
2 iOS græjur (iPhone og iPad)
1 W7 htpc

Svo er ég með tvo aðila útí bæ sem hafa access á Plex serverinn minn. Annar er með W7 HTPC og svo er hin með ROKU XD.

Download er átómatískt. Get streymt á símana yfir local WiFi, offsite-WiFi og 3G.

Engin vandamál með AVI eða MKV fæla þar sem PMS serverinn transkóðar on the fly ef að clientinn styður ekki kódekinn.

En eins og ég segi, þú þarft að skoða svona setup!



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 52
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Klaufi » Þri 11. Des 2012 23:43

Það fyrsta sem poppar upp hjá mér er: "AntiTrust".

Hann var með flottan pistil hérna einhverntíman fyrir löngu síðan, spurning hvort hann muni hvar það var.


Mynd


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Des 2012 00:44

Afhverju er ég ekki löngu búinn að drullast til að klára how-to-ið mitt.

i) Chrome með Remote Torrent adder og uTorrent mini client. Getur líka notað uTorrent webUI.

ii) Plex Media Server. Streymir öllum skráargerðum og codecs í Plex Clienta, sem eru til í Windows, Linux, Mac OS, iOS, Android, mörg Smart TVs, Blackberry tæki og fleiri.

iii) Það er rosalega flott vefviðmót fyrir Plex, nýkomið út. Allt media aðgengilegt þar, ásamt channels. Til endalaust af channels, allt frá ESPN yfir í Netflix. Það er hægt að láta Plex lesa Sopcast streymi, hef þó ekki reynslu af því sjálfur. Veit að það er mikil eftirspurn eftir þessu plugini svo það kæmi mér ekki á óvart ef það væri á roadmappinu hjá þeim. Einnig gætiru keyrt
e-ð af þessum Sopcast plugins á ATV eða Boxee boxi, ATVið getur amk keyrt Plex frontendann. XBMC er líka til með PVR supporti.

iv) Getur stjórnað playbacki á öllu media á öllum playerum í Plex, t.d. Þeas ef þú ert með Plex appið á símanum og tabletinu getur stjórnað HTPC/mediaplayer vélinni úr öðrum viðmótum - meira segja úr webaccessinu. Ef þú vilt multi-room audio þá er Squeezebox flott lausn, nota það sjálfur heima meðfram Plex þar sem multi-room audiosync er ekki ennþá komið, en það er á dagskránni.

v) Aftur, Plex - Eða XBMC. En Plex þjónar multiple-client setupi með miðlægum server. Ef þú ert með SmartTV's þá eru allar líkur á að Plex Appið sé til fyrir það. Ef ekki geturu keypt ATV2 eða Roku fyrir 50-200$ og keyrt Plex á þeim tækjum, ásamt venjulegum tölvum auðvitað.

vi) Ertu þá að tala um magnara? Fleiri kröfur en bara fjöldi HDMI tengja?

Essentials partur

i) Plex/XBMC. Ekkert sem kemst nálægt þessum platformum í þægindum og einfaldleika. Skemmir ekki fyrir hvað þetta eru flott platform heldur.

ii) PlexMediaserver / MediaCenterMaster (eða bæði). PMSinn getur sótt texta af opensubtitles og fleiri síðum og gerir það oftast með prýði. Ég læt þó MCMinn sjá um að sækja allt metadata, endurnefna og flokka hjá mér efni, Plex sækir þó info og metadata um tónlist og heimildarmyndir.

iii) uu.. Plex! Android appið er mjög flott og streymir öllu yfir 3G/Wifi, með texta og öllu saman. Í tölvunni hefuru aðgang með PlexMediaCenter, Plex WebAccess eða Plex W8 appinu ef þú ert með W8.


iv) Þetta væri hægt að framkvæma með WiDi tækni, en ef tölvan er ekki með WiDi chipsetti þá er þetta orðið öllu flóknara í framkvæmd.

Hvað rest varðar..

Soundbar - Ekki ef þú ert audiophile og vilt þétt hljóð. Mikið frekar að fara í flott stereo hátalara setup.

SmartTV - Skila sínu, til Plex app t.d. en er mjög limited eins og er, engar channels, engin music libraries.

Spilarar - ATV2/3 (ef þú nennir að bíða eftir jailbreaki) eða Roku. Ert að fá fjölhæfustu tækin fyrir peninginn. Þarft ekkert að pæla í containers eða codecum, ef spilarinn getur ekki generic decodað contarinerinn þá transkóðar PMSinn skránni. Sama með PS3 t.d., PMSinn getur streymt í PS3 og önnur DLNA tæki, og transkóðað eftir þörfum.

Hýsing - Hérna myndi ég alltaf mæla með e-rskonar low-specced headless server setupi, vandamálin við NAS tækin er að í flestum tilfellum er ekki nógu öflugur vélbúnaður til að transkóða efnið yfir í tilheyrandi tæki, síma, tablets, webaccess og flr. Þú ert líka mikið meira takmarkaður hvað varðar hugbúnað til þess að sækja efni og melta það sjálfvirkt. Þarf alls ekki að vera dýrt, bara ódýr kassi með nokkrum HDD's settum upp í e-rskonar storage pool/raid, dualcore CPU, 4GB RAM og þú ert þokkalega vel settur. Hvaða OS er svo bara smekksatriði, svosem hægt að framkvæma þetta flest allt með unRAID, Ubuntu, Mac OS, etc..

Vona að þetta hjálpi e-ð.




Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf gislih09 » Mið 12. Des 2012 02:21

Þvílíkir snillingar sem þið eruð!

Þetta hjálpar gríðarlega mikið við að taka fullupplýsta ákvörðun. Ég er með nokkrar follow-up spurningar í kjölfarið;

i) Líst hrikalega vel á bæði Roku og ATV3, vill helst ekki vera borga 200$ fyrir ATV2 sem styður heldur ekki nema 720p og skeptískur á þetta jailbreak á ATV3 fyrst það er ekki komið enn, svo Roku var þá rökrétta niðurstaðan. Þangað til ég fór að skoða hvaða file format hann supportar, man ekki betur en að video support hafi takmarkast við .mkv og .mp4. Veit að Plex getur convertað on the go, en er ég þá ekkert að lenda í óvelkomnu hiksti og miklu tapi á myndgæðum? WDTV er laus við þennan vanda en styður(að mig minnir) ekki Plex og viðmótið á þeim bænum er beyond crap. Þarf ég s.s. ekki að hafa áhyggjur af því að Roku geti convertað .avi og t.d. HD file formöttum án vandræða on the go? Var jafnvel farinn að íhuga að notast við báða spilarana.

ii) Varðandi PlexMediaServer og MediaServerMaster, þvílík snilld. Er ekkert mál að combine'a þetta tvennt saman?

iii) Þessi Wi-Di tækni virðist vera fáranlega mikil snilld, hefur þú einhverja reynslu af þessu í praktík? Er að vísu með skitið broadcom netkort en það er vel þess virði að íhuga að fjárfesta í þessum intel netkortum bara fyrir þessa útfærslu ef hún virkar vel, furðulega lítið af umræðum og þá sérstaklega óhlutdrægum umræðum um þetta á netinu samt.

iv) Varðandi hýsingu. Hefði helst viljað sleppa því að fjárfesta í server vél ef ég þarf þess ekki, gilda ekki sömu prinsipp og um NAS'ið hér, þarf að vera með nægilega gott minni og örgjavi o.sfrv. til að geta streamað HQ efni? Ég er allavega hálf týndur í server-pælingunum og finnst flestar slíkar lausnir enda í kringum 100þ kallinn sem mér finnst full steep þegar ég þarf bara hráa hýsingu. Er það langbesta leiðin í þessu? Eða ætti ég að geta farið þessar torrent leiðir sem þið nefnduð með þeim hætti að í gegnum streamer/smarttv gæti ég sett upp bittorrent client sem niðurhalar beint á hýsingu sem er tengd gegnum USB og haldið þessu því algjörlega ótengdu við fartölvuna?

v) Plex Media serverinn utan sömu tengingu, hvernig er þetta að fúnkera? Hægt að streama HD myndböndum án vandræða? Hvernig er svo með niðurhalið, er þetta allt innanlands eða fer þetta í gegnum erlendan server í millitíðinni og lendir í erlendu niðurhali?

Þið eruð miklir höfðingjar, ef þið getið svarað þessum spurningum fyrir mig til viðbótar væri það greatly appreciated!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Des 2012 04:18

i) Myndi líka taka Roku framyfir í öllum tilfellum, betra performance, helmingi ódýrara og full dev support frá Plex teyminu. Roku styður Direct play í gegnum Plex (ekkert transkóðing) á flestum codecum, .avi, .mkv, .mp4 og flr. í versta falli notar hann transkóðun í backup, þú tapar engum gæðum á því en hikstið fer allt eftir vélbúnaðinum sem keyrir serverinn, og netsambandinu á milli servers og client.

ii) Þetta eru alveg tvær ólíkar vörur, tvö ótengd forrit. Þau sinna hinsvegar sumum hlutverkum sameiginlega, þ.e. að sækja upplýsingar um efnið, posters, cast og annað metadata.

MediaCenterMaster er hinsvegar tær snilld upp á að það getur m.a. sótt þætti og bíómyndir sjálfkrafa, tekið úr finished í torrent, endurnefnt í fallegra skema, raðað í réttar möppur og margt fleira. Líklega sá hugbúnaður sem ég sé minnst eftir að hafa keypt pro útgáfuna af. Síðan pikkar Plex bara upp nýjustu þættina og myndir og sýnir mér í Recently added á heimaskjánum. Það eru vissulega til forrit sem gera það sama, en þá erum við yfirleitt að tala um samansafn af e-rjum forritum.

iii) WiDi er flott concept, en nei ég hef því miður enga reynslu af því, og hreinlega enga þörf á því heldur - þótt maður gæti svosem nýtt sér það t.d. með sambandi á milli HTPC og skjávarpans. Annars hef ég ekki kynnt mér performance á þessari tækni nægilega mikið til að dæma um.

iv) Það eru nokkur NAS box sem koma til greina, en alls ekki öll. Ef þú ætlar að fara í Plex þá þarftu að vera með tæki sem hýsir PMSinn, og það geturu ekki gert nema á örfáum NAS tækjum. Sumar QNAP, Synology og ReadyNAS týpur geta hýst PMSinn, en það þarf að vera x86 týpa - ef þú vilt transcoding möguleika. ARM CPU týpurnar koma líklegast aldrei til með að styðja það. Til að geta transkóðað HD efni þarftu a.m.k C2D 2.4Ghz örgjörva og 2GB RAM (Og nei, þetta mega ekki vera Intel ATOM CPU's).

Svo í stuttu máli; Það mun nánast alltaf kosta þig mikið meira að kaupa NAS sem styður HD transkóðun, alla PMS möguleikanna og tekur nógu marga diska, vs. að kaupa notaða vél hér. (Dæmi um nógu öfluga vél: viewtopic.php?f=11&t=51949 - 25þús). Ég er meira segja nokkuð viss um að það sé ekki til NAS undir millunni sem er með nógu öflugan vélbúnað til að transkóða 1080p.

Ekki láta orðið "server" hræða þig. Þetta þarf ekki að vera neitt annað en Windows 7/8 vél með PMS og e-rjum öðrum sniðugum forritum uppsettum. Að vera með fullblown PC undir þetta kemur líka til með að auðvelda aðgang að Torrent viðmótum, stýra torrent umferð frá öðrum tækjum, aðgangur að öllum Plex Channels og flr. Það má t.d. minnast á það að PMS uppsettur á Linux getur t.d. ekki boðið upp á Netflix aðgang þar sem Netflix byggist á Silverlight.

Það er til BitTorrent client fyrir nokkur SmartTV's, en ekki gleyma því að um leið og þú slekkur á TVinu, slökknar á DLinu. Ekki mjög praktískt. Myndi þá frekar láta OS kerfið á hýsingunni/servernum sjá um þetta, og nota webGUI eða torrent remote app til að stýra þessu frá tölvu/síma/tableti.

v) Utan tengingu, þú átt þá við WebAccess? Ef örgjörvinn er nógu öflugur til að transkóða HD efni og þú ert með nógu góða tengingu (VDSL/fíber) þá ætti ekki að vera neitt mál að dæla út HD efni. Ég er að transkóða HD efni yfir í Plex/WebAccessið og senda út í gegnum 100mbit ljós til allt að 10 notenda á sama tíma án vandræða. Þetta er allt 100% innanlandstraffík, enginn erlendur tengipunktur.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Kristján Gerhard » Mið 12. Des 2012 20:10

AntiTrust skrifaði:
iv) Það eru nokkur NAS box sem koma til greina, en alls ekki öll. Ef þú ætlar að fara í Plex þá þarftu að vera með tæki sem hýsir PMSinn, og það geturu ekki gert nema á örfáum NAS tækjum. Sumar QNAP, Synology og ReadyNAS týpur geta hýst PMSinn, en það þarf að vera x86 týpa - ef þú vilt transcoding möguleika. ARM CPU týpurnar koma líklegast aldrei til með að styðja það. Til að geta transkóðað HD efni þarftu a.m.k C2D 2.4Ghz örgjörva og 2GB RAM (Og nei, þetta mega ekki vera Intel ATOM CPU's).


Ég get transkóðað HD efni með AMD Athlon(tm) 64 Processor 3700+ og 2 GB RAM. Vélin er búin að þjóna mér sem PMS þjónn síðan í sumar. Ekki vera hræddur við að byrja með einhverja gamla dollu.

Farðu frekar í dedicated vél frekar en NAS, færð meira fyrir minna.

KG




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Des 2012 20:13

Kristján Gerhard skrifaði:
Ég get transkóðað HD efni með AMD Athlon(tm) 64 Processor 3700+ og 2 GB RAM. Vélin er búin að þjóna mér sem PMS þjónn síðan í sumar. Ekki vera hræddur við að byrja með einhverja gamla dollu.

Farðu frekar í dedicated vél frekar en NAS, færð meira fyrir minna.


Þegar þú segir HD efni, nær það alveg uppí 1080p/DTS, 15-20GB skrár? Helvíti gott performance af 2.2Ghz CPU ef svo er.

En tölurnar sem ég tala um eru offical requirements frá Plex fyrir transcoding á 1080p efni í öll devices. Hægt að fara talsvert lægra fyrir 720p efni.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Kristján Gerhard » Mið 12. Des 2012 20:37

Nei ég átti nú bara við 720p efni, hef látið það duga mér hingað til.




Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf gislih09 » Mið 12. Des 2012 23:20

Sé núna að NAS hentar engan vegin fyrir það sem ég vill gera og það er auðvitað bara lang einfaldasta lausnin að henda í dedicated vél fyrir þetta. Hef helst verið hræddur við óþarfa pláss og svo hávaða. Þetta er greinilega miklu ódýrari lausn en ég hélt.

Held að það sé frekar borðliggjandi að ég skelli mér þá á;

Server vél sem er capable að stream'a þungu HD efni
Roku box(held ég taki bara nokkur stykki þetta er svo hræódýrt og frábær lausn ef þetta getur stream'að beint af server vél)
Einfalt tæki, eitthvað í áttina að þessu LG tæki þarna
Frekar fastur á þessu soundbari, núverandi aðstaða bíður ekki upp á almennilegt heimabíósetup, skelli mér á það næst ;)
Notist svo við Plex og MSM og þessa torrent downloada til að byrja með, þarf bara kanna notendamöguleikana og hvort ég fari yfir í t.d. couchpotato.

Sýnist að þetta ætti þá að geta verið c.a. 50$ fyrir Roku, 50-60þ fyrir server tölvu með hýsingu, c.a. 200 kall fyrir tækið og 60þ fyrir soundbarið með bassa + hugsanlega einhver subscriptions

Saman komið í hús til mín á rétt rúmlega 300þ kall, þetta er auðvitað bara djók prís fyrir system sem uppfyllir allar þessar þarfir. Þakka kærlega fyrir aðstoð og ráðleggingar í þessum sirkus, þið eruð miklir höfðingjar.

Fer í það í byrjun næstu viku að versla mér græjur, fæ þá jafnvel að betla smá feedback við uppsetningu og endanlegt val!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Fim 13. Des 2012 00:15

Stefnir í þokkalegt setup hjá þér - eina sem ég get sett út á að þú ert líklega að taka stefnuna á Roku LT. Það tæki er bæði WiFi og styður einungis 720p.

Fyrir 1080p playback þarftu Roku HD/XS týpuna, og ég get ekki annað en mælt með að taka XS týpuna þar sem hún er með ethernet porti. Get nánast garanterað að þú átt eftir að lenda í veseni/stuttering á afspilun og þá sérstaklega hraðspólun á stórum skrám yfir WiFi. Það er akkúrat tilboð á flestum tækjum núna, 10$ off.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2811
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 196
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf CendenZ » Fim 13. Des 2012 00:23

Hvað horfiði á marga þætti og bíómyndir ?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Fim 13. Des 2012 00:30

CendenZ skrifaði:Hvað horfiði á marga þætti og bíómyndir ?


Kaldhæðni? ;) Stutt svar - mikið af efni. 2-3 þætti á dag og örugglega 3-5 myndir á viku. Svo slatta af heimildarmyndum og efni af ýmsum channels, reviews og unboxing etc. Ég nota þó rosalega mikið af dauðum tíma í vinnunni og sömuleiðis þegar ég er að taka brennslu aukalega (40-60mín) flesta daga til að glápa á e-ð, þá kemur 3G streaming sér alveg drulluvel.




Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf gislih09 » Fim 13. Des 2012 15:40

Var aðeins að rugla saman verðmiðum, ætla að sjálfsögðu að fara í nýjustu Roku týpuna(og er búinn að versla græjuna), væri frekar skrýtin forsenda að setja það fyrir sig að vilja geta horft á 1080p og kaupa svo streamer sem ræður ekki við það :)

Hugsa ég taki reyndar í kjölfarið "junior" útgáfuna fyrir gamla 32" 720p sjónvarpið, ætla aðeins að prófa Roku 2XS áður en ég fer í þá fjárfestingu samt.

Þakka bara aftur fyrir mig, kem svo eflaust betlandi um ráð hérna í næstu viku þegar tækin fara streyma í hús!

Varðandi það að horfa á efni þá er það merkilega lítið þessa daganna. En því minni frítími sem maður hefur í svona vitleysu því meiri áherslu á að vera með sjálfbært kerfi sem eykur effency'ið í sjónvarpsglápinu(sjónvarpsgláp vs heildartími við undirbúning og sjónvarpsgláp ratio) svo koma auðvitað tarnir þar sem sjónvarpsáhorf er tekið með trompi og þá er nú ekki verra að vera með gott setup :)



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf valdij » Fim 13. Des 2012 15:57

Ég horfi á óhóflegt magn af þáttum og myndum sömuleiðis og er búinn að vera í svipuðum pælingum með home media setup í töluverðan tíma.

Er því mikið að fylgjast með þessum þræði - Ég býst við að fjárfesta í Roku 2XS og byrja læra á Plex, búinn að sækja forritið og aðeins byrjaður að fikta til að venjast umhverfinu en þarf án efa að gefa mér aðeins meiri tíma í þetta.

Spurning mín er þessi - þið sem eruð með slík home media setup hvar eruði eiginlega með server vélina staðsetta í húsunum/íbúðunum ykkar?

Ég vil alls ekki vera með kveikt á tölvunni minni 24/7 þar sem hún er í sama herbergi og ég sef þannig hafði hugsað mér að setja saman eitthvað mix og streama svo í gegnum ROKU'inn þráðlaust frá þeirri vél og í sjónvarpið.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Fim 13. Des 2012 16:15

valdij skrifaði:
Spurning mín er þessi - þið sem eruð með slík home media setup hvar eruði eiginlega með server vélina staðsetta í húsunum/íbúðunum ykkar?


Nú, í serverherberginu, hvar annarsstaðar :-P



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf hagur » Fim 13. Des 2012 18:49

AntiTrust skrifaði:
valdij skrifaði:
Spurning mín er þessi - þið sem eruð með slík home media setup hvar eruði eiginlega með server vélina staðsetta í húsunum/íbúðunum ykkar?


Nú, í serverherberginu, hvar annarsstaðar :-P


x2, nema í mínu tilfelli mætti frekar tala um server-kompu (kannski 2 fermetrar). Þar inni er líka switch, telsey boxið fyrir ljósleiðarann, HTPC vélin, afruglarar, heimabíóamagnarinn, vhs tæki, blu-ray spilari o.fl. Mjög heppilegt að geta haft allan búnað svona centralized.

Svo er ekkert inní stofu nema sjónvarpið og 5.1 hátalarakerfið.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Kristján Gerhard » Fim 13. Des 2012 19:27

Er með rack niðrí geymslu. Þar er sviss, 2 serverar, router vél og telseyboxið fyrir ljósleiðarann




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf sigurdur » Fim 13. Des 2012 20:41

hagur skrifaði:
x2, nema í mínu tilfelli mætti frekar tala um server-kompu (kannski 2 fermetrar). Þar inni er líka switch, telsey boxið fyrir ljósleiðarann, HTPC vélin, afruglarar, heimabíóamagnarinn, vhs tæki, blu-ray spilari o.fl. Mjög heppilegt að geta haft allan búnað svona centralized.

Svo er ekkert inní stofu nema sjónvarpið og 5.1 hátalarakerfið.

Hvað notarðu svo til að fjarstýra öllu dótinu?

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf hagur » Fim 13. Des 2012 21:39

Er með IR yfir CAT5 extender sem sér um að "framlengja" IR merkinu úr fjarstýringunni yfir í IR emittera sem eru límdir framan á tækin inn í kompu.

http://www.hot-link.com/pages/products. ... &mrchid=11

Er svo líka með USB-UIRT tengt við HTPC vélina og heimasmíðað software sem gerir mér kleift að stýra öllu í gegnum browser með t.d iPad og/eða iPhone.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf tdog » Fös 14. Des 2012 02:09

Ætli 2006 módel af MacMini með 2Ghz cpu og 2GB ram sé nóg fyrir 720p transkóðun í PMS?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Fös 14. Des 2012 02:20

tdog skrifaði:Ætli 2006 módel af MacMini með 2Ghz cpu og 2GB ram sé nóg fyrir 720p transkóðun í PMS?


Er hún þá ekki með T2400, 1.83Ghz C2D? Ætti að ráða við flest 720p, jafnvel e-ð 1080p efni.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf tdog » Fös 14. Des 2012 06:48

AntiTrust skrifaði:
tdog skrifaði:Ætli 2006 módel af MacMini með 2Ghz cpu og 2GB ram sé nóg fyrir 720p transkóðun í PMS?


Er hún þá ekki með T2400, 1.83Ghz C2D? Ætti að ráða við flest 720p, jafnvel e-ð 1080p efni.


Ég keypti T2700(minnir mig) hérna í sumar og uppfærði hana í 2Ghz




Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf Magni81 » Fös 14. Des 2012 13:56

Þetta hljómar allt mjög spennandi ennn þetta er geimflaugavísindi fyrir hinn almenna notanda(t.d. mig). Er einhvar sem selur út svona þjónustu eða ráðgjöf sem þið vitið af? Setja upp software og hardware. Tengja allt saman og.fl.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Pósturaf AntiTrust » Fös 14. Des 2012 14:13

tdog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
tdog skrifaði:Ætli 2006 módel af MacMini með 2Ghz cpu og 2GB ram sé nóg fyrir 720p transkóðun í PMS?


Er hún þá ekki með T2400, 1.83Ghz C2D? Ætti að ráða við flest 720p, jafnvel e-ð 1080p efni.


Ég keypti T2700(minnir mig) hérna í sumar og uppfærði hana í 2Ghz


Ætti að transkóða 720p, gætir lent í vandræðum í mjög high-bitrate skrár.