Síða 1 af 1

Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Mið 17. Nóv 2010 13:20
af kjarrig
Sælir,
Er með sjónvarpið yfir ljósleiðaranet Vodafone. Það sem ég hef áhuga á að gera er að tengja IPTV í gegnum HTPC tölvuna mína, þ.a. ég geti horft á sjónvarpið í gegnum tölvuna mína.
Er búinn að lesa og reyna ýmislegt en ekkert gengur. Sótti playlista hérna af öðrum þræði og setti í VLC spilarann en ekkert gerist. Málið er líklega að DNS serverinn hjá Gagnaveitunni svarar ekki. Það sem mig langar að vita er að hvað hafa menn verið að gera?
Ég bætti við öðru LAN korti í vélina, setti MAC addressuna þá sömu er á Amino afruglaranum.
Hefði áhuga á að hvort einhverjir væru tilbúnir að deila visku sinni gagnvart þessu, fá TODO lista til að fara eftir.

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Lau 27. Nóv 2010 14:28
af kjarrig
anyone?

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Lau 27. Nóv 2010 15:17
af Starman
þú ert á réttri leið. Ég hef ekki fundið út hvernig á að skipta um rás með VLC player, hef þurft að gera það á móttakaranum sjálfum. Gallinn er auðvitað sá að kerfið úthlutar þér ekki IP með DHCP nema MAC addressa sé skráð. Mig grunar að aðgangsstýring (áskriftarleið) sé í raun stýrt með MAC addressum.

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Lau 27. Nóv 2010 22:06
af herb
Til þess að þú fáir úthlutað ip eins og Amino boxið er ekki nægilegt að "feika" macaddressu, þú þarft líka að faka dhcp vendor class líka

Þetta er ágæt lesning fyrir þig http://www.robmir.nl/robert/mythtv/iptv-recording ef þú vilt fikta í þessu en athugaðu það að þú nærð engu inn nema independent rásunum sem eru opnar, eins og Rúv, ÍNN, N4, Stöð1 osf.. 365 rásirnar eru no-go því þær eru encryptaðar.

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Lau 27. Nóv 2010 22:16
af herb
annars er besta leiðin (vesenisfrí) bara að fá sér Hauppauge HD-PVR og tengja afruglaran beint við tölvuna með component tengjum og nýta sér IR blaster til að láta mediacenterið skipta um rás...

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Sun 28. Nóv 2010 18:35
af kjarrig
takk fyrir þetta, kíki á þessa hugmyndir frá ykkur.

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Mán 03. Jan 2011 22:27
af eta
Kjarrig, gekk þetta eitthvað?
Ég er einmitt að spá í að fara fikta.

Re: Sjónvarp yfir ljósleiðaranet Vodafone

Sent: Mán 03. Jan 2011 23:08
af Starman
herb skrifaði:Til þess að þú fáir úthlutað ip eins og Amino boxið er ekki nægilegt að "feika" macaddressu, þú þarft líka að faka dhcp vendor class líka

Þetta er ágæt lesning fyrir þig http://www.robmir.nl/robert/mythtv/iptv-recording ef þú vilt fikta í þessu en athugaðu það að þú nærð engu inn nema independent rásunum sem eru opnar, eins og Rúv, ÍNN, N4, Stöð1 osf.. 365 rásirnar eru no-go því þær eru encryptaðar.


Snilldarlinkur , þetta ætlar ég að skoða betur, þ.e.a.s IPTV router, þá getur maður haft amino boxið og pc vél tengda báða í einu.
http://www.robmir.nl/robert/mythtv/iptv-router