Stöð 2 og gervihnettir


Höfundur
jdk303
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 14:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Stöð 2 og gervihnettir

Pósturaf jdk303 » Fim 02. Sep 2010 23:55

Hef tekið eftir því að hér á spjallinu eru nokkrir fróðir einstaklingar um Stöð 2, sumir jafnvel starfsmenn þar. Ég er með töluverða gervihnattadellu og langaði að athuga hvort einhver hérna hefði einhverja hugmynd um hvaða gervihnetti Stöð 2 er að miða á? Ég sé að fyrirtækið er a.m.k. með einn verulega stóran disk og var að spá í hvort tilgangurinn væri að tryggja gott signal í öllum mögulegum skilyrðum, eða að tengjast hnetti sem almennt væri ómögulegt með minni stærðir? Og þá hvaða hnött?

Tók líka eftir því að einn diskurinn er með C-band nema og langar gjarnan að forvitnast á hvaða hnött hann miðar og hvað er svona spennandi á C-bandinu?

Já, ég veit að þetta er geeky og long shot og allt það, en ef einhver veit...? :D

P.S. Ég veit að þeir tengjast þessum "usual suspects", eins og Astra 2 og líklegast Hotbird og Thor. Spurningin er bara hvort það sé eitthvað meira en það?