Síða 1 af 1

Kaup á sjónvarpsflakkara - HJÁLP!

Sent: Mið 10. Feb 2010 16:36
af JayLow 270
Daginn.

Nú er ég algjörlega í klípu, ég veit ekki alveg hvert ég á að snúa mér ég get ekki ákveðið mig.

Ég er nefnilega að leita að nýjum sjónvarpsflakkara þar sem minn er yfirfullur af efni (er aðeins 500 GB) og spilar ekki HD efni (.mkv td).


Ég er semsagt að leita að flakkara við sjónvarp og er með nokkur skilyrði:

1) Hann verður að vera með 1TB geymsluplássi.

2) Verður að spila HD efni (er með HD ready sjónvarp), með HDMI tengimöguleika og spila .mkv fæla.

3) Valmynd og fjarstýring verður að vera sniðugt, flott ef ég gæti fengið einhver meðmæli frá einhverjum hérna.

- Nettenging er aukaatriði, en ég hef aldrei skilið það að þurfa að geta nettengst.


með fyrirfram þökk,

kv. Jói

Re: Kaup á sjónvarpsflakkara - HJÁLP!

Sent: Mið 10. Feb 2010 16:38
af JayLow 270
svo gleymdi ég auðvitað 4. punktinum:

4. Verðið skiptir auðvitað máli líka :wink:



Eru einhverjar týpur sem á að forðast? (mvix, tvix, icybox...)

Re: Kaup á sjónvarpsflakkara - HJÁLP!

Sent: Mið 10. Feb 2010 16:45
af Legolas
Ég mundi aldrei kaupa annað en þetta, ég á þessa og lendi ALDREI í veseni.

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19731

http://www.tolvulistinn.is/vara/17831

hér er dýrari típa
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4987

Re: Kaup á sjónvarpsflakkara - HJÁLP!

Sent: Mið 10. Feb 2010 17:05
af JayLow 270
Sæll Legolas.

Er þetta ekki fyrir utanáliggjandi harðan disk? Eða get ég sett 1TB 3,5" sata disk í þetta?

Hver er lausnin á þessu? Ég á ekki harðan disk til að tengja við þetta og þyrfti því að kaupa allt frá byrjunarreit (á reyndar gamlan utanáliggjandi harðan disk með 250 GB geymsluplássi en það er náttúrulega allt of lítið).

Re: Kaup á sjónvarpsflakkara - HJÁLP!

Sent: Mið 10. Feb 2010 17:12
af Legolas
JayLow 270 skrifaði:Sæll Legolas.

Er þetta ekki fyrir utanáliggjandi harðan disk? Eða get ég sett 1TB 3,5" sata disk í þetta?

Hver er lausnin á þessu? Ég á ekki harðan disk til að tengja við þetta og þyrfti því að kaupa allt frá byrjunarreit (á reyndar gamlan utanáliggjandi harðan disk með 250 GB geymsluplássi en það er náttúrulega allt of lítið).


Nei þetta er bara margmiðlunarspilari þú tengir aðra flakkara við það með venjulegri usb snúru, þetta er svo mögnuð græja pínu lítil með HDMI, RCA og Optical tengi og fjærstýringin er æðisleg