Heimabíómagnari fyrir PS3

Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf Gothiatek » Fim 10. Sep 2009 11:41

Ég hef verið að velta því fyrir mér að uppfæra heimabíókerfið mitt og koma upp 5.1 kerfi. Vangavelturnar snúast aðallega um magnarann þar sem ég hef fundið hátalara sem ég er sáttur við.

Það sem mig vantar er magnari sem ræður vel við PS3 vélina (60GB "fat" vélin), aðallega til að spila Blu-Ray en svo náttúrulega leikina og venjulega CD líka. Þar að auki er ég með HD myndlykil. Vil sumsé magnara sem er með HDMI inn og eitt HDMI út. Myndi þá nota HDMI fyrir hljóð og mynd inn í magnarann og svo HDMI frá magnara í TV.

Hef mikið verið að spá í Yamaha RX-V765 og sýnist hann standast allar þær kröfur sem ég hef.

Nú spyr ég, er einhver sem sér eitthvað á móti þessum magnara fyrir þetta setup. Eru einhverjir aðrir magnarar sem þið mynduð frekar mæla með?



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf ManiO » Fim 10. Sep 2009 12:43

PS3 þarf engan spes magnara, alla vega hef ég ekki rekist á neitt sem bendir til þess. Þessi virðist vera bara nokkuð fínn. Spurning um að þú kíkir á einhver reviews af honum á netinu til að sjá hvað er gott og hvað er slæmt við hann.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf Gothiatek » Fim 10. Sep 2009 13:01

Það er rétt, PS3 vélin getur náttúrulega decóðað allan andskotann. Maður verður samt að kaupa magnara sem styður allt þetta nýja HD stöff í audio, True-HD og dtsHD.

Þessi Yamaha magnari hefur verið að fá mjög góða dóma og ég held maður sé alveg skotheldur með hann næstu árin :)

Var bara aðallega að spá í hvort það væri eitthvað twist varðandi þetta sem ég þyrfti að huga að sérstaklega.


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf hagur » Fim 10. Sep 2009 13:08

Þú verður ekki svikinn af Yamaha mögnurum, svo mikið er víst. Ég er sjálfur með RX-V1800 og hann er mjög góður.

Ég held að þessi magnari sem þú bendir á henti mjög vel. Þú ert með 4 HDMI inn og 1 út (vitleysa á síðunni hjá þeim að segja að það séu 2 út. Mynd af bakhlið sýnir bara eitt.)

Mér sýnist þetta vera ódýrasti Yamaha magnarinn sem styður nýju hljóðstaðlana, a.m.k af þeim sem Hátækni er að bjóða uppá. Er ekki viss um að þú getir gert betri kaup annarsstaðar.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf AntiTrust » Fim 10. Sep 2009 13:12

Tjah, varðandi TrueHD þá fer allt encoding fram í PS3 hvort sem er, sem er svo áframsent yfir í magnarann, svo í rauninni er það ekki nauðsyn. Það sem þú þarft í rauninni er magnari sem getur tekið á móti 5.1/7.1 PCM merki í gegnum HDMI.



Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf Gothiatek » Fim 10. Sep 2009 13:28

AntiTrust skrifaði:Það sem þú þarft í rauninni er magnari sem getur tekið á móti 5.1/7.1 PCM merki í gegnum HDMI.


Aha. Og þessi magnari styður það ekki eftir því sem ég fæ best séð! Þá þyrfti ég að fara í næstu týpu fyrir ofan RX-V863. Þetta ætti að gefa mér allt sem ég þarf, skv þessu http://www.engadgethd.com/2009/04/21/hd ... -your-ps3/.

Með RX-V863 er ég með HD Audio LPCM 7.1-channel reception (up to 192kHz) og HDMI 1.3a. Það ætti að duga næsta árin vonandi!


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíómagnari fyrir PS3

Pósturaf Gothiatek » Mið 14. Okt 2009 20:46

Ég vil bara vara menn við Hátækni sem selur þessa magnara. Þegar ég ákvað loksins að slá til fyrir nokkrum vikum var 765 ekki til lengur, en þeir sögðu að hann kæmi í næstu viku. Þetta gekk í nokkrar vikur þangað til loks ný sending kom í dag.

Gamla verðið var 98.000.

Nýja verðið...189.995 :evil: Veit ekki hvaða fíflaskapur þetta er, og þeir kenna genginu um sem er helber lygi. Hér er bara verið að reyna svína á fólki...

Þetta er engan vegin tæplega 200 þúsund króna magnari. Hann kostar rúmlega 70 þúsund á Amazon á genginu í dag!!

Er orðlaus yfir svona vinnubrögðum....og þeir eru búnir að draga mann á asnaeyrunum í nokkrar vikur.

Ég er því enn að leita að mid-range heimabíómagnara..hef aðeins verið að horfa til Pioneer VXS-919AH-K en hef ekki alveg eins mikið feelgood yfir honum.


pseudo-user on a pseudo-terminal