Sprungið öryggi ?


Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sprungið öryggi ?

Pósturaf barabinni » Mið 15. Júl 2009 00:59

Ég var að flytja sjónvarp í dag sem varð ekki fyrir neinum höggum eða skakkaföllum.

Sjónvarpið hafði virkað fullkomlega þar til það kom á leiðarenda núna áðann. Þá vildi það einfaldlega ekki kveikja á sér. Ég er hvorki vanur því að vera opna sjónvörp néð að fikta almennt í rafmagnstækjum, þannig mér finnst best að spyrja hérna bara. Er ekki líklegast að öryggið sé bara farið víst að tækið virðist ekki fá neitt rafmagn inná sig ?


Og já fyrirfram ég reyndi mismunandi innstungur og allt sem tengist því. Þetta er ódýrt sjónvarp og það kostar sig varla að vera henda því í viðgerð þannig ég væri til í að heyra frá þeim sem vita eitthvað um þetta.


Þetta er 28" Roadstar sjónvarp.


DA !


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Sprungið öryggi ?

Pósturaf starionturbo » Mið 15. Júl 2009 02:02

Ertu viss um að slegið sé inn ?

Athugaðu aðra staði í húsinu, prufaði sömu innstungu með hárblásara eða einhverju álíka sem er semí orkufrekt.

Svo geturu athugað hvort það komi suð úr hátulurunum.

Getur einnig athugað endan á plugginu sjónvarpsmegin.


Foobar

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sprungið öryggi ?

Pósturaf Pandemic » Mið 15. Júl 2009 02:23

Það er yfirleitt mjög auðvelt að taka svona sjónvörp í sundur. Þetta eru oftast 4-6 skrúfur í bakhliðinni og síðan rennur bakhliðin af og þá kemstu í lampann og öryggin. Passaðu þig bara að snerta ekki neitt sem tengist lampanum, það getur verið mjög kvalarfullt.




Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sprungið öryggi ?

Pósturaf barabinni » Mið 15. Júl 2009 02:49

Takk fyrir svörin. En ég prufaði að setja annað öryggi í sjónvarpið eftir smá fikt og þetta svínvirkar.

Takk takk.


DA !