Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum
Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum
Af hverju eru svona mikill munur á myndgæðunum á íslensku streymisveitunum og þessu erlendu. Ef maður horfir á Apple TV eða NBA eða eitthvað sem er ekki gegnum símann eða Sýn, þá finnst mér vera miklu betri gæði. Sumt er varla hægt að segja að sé HD
frekar óþolandi
Re: Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum
Nú eru pottþétt fróðari menn en ég sem vita meira um þessi mál heldur en ég, en ég tel þessi fyrirtæki hérna heima, Síminn, Sýn o.fl, setja peningana í vitlausa hluti.
Ég er með heildarpakka hjá Sýn en nota samt IPTV miklu meira því þar fæ ég 4K og alvöru innsýn frá lýsendum.
Halda þeir á Suðurlandsbraut að mér sé ekki drullu sama hvort Naflinn og Hjörvar Hafliða séu mættir á Emirates að taka viðtöl við Gyöekeres?
Og fyrst ég er byrjaður að þessu ranti, ég held það séu einstaklega fáir sem horfa á þessa þætti sem Sýn er með, um boltann.
Doc-Zone og Meistaradeildamessan er frábært efni samt sem áður.
Ég er með heildarpakka hjá Sýn en nota samt IPTV miklu meira því þar fæ ég 4K og alvöru innsýn frá lýsendum.
Halda þeir á Suðurlandsbraut að mér sé ekki drullu sama hvort Naflinn og Hjörvar Hafliða séu mættir á Emirates að taka viðtöl við Gyöekeres?
Og fyrst ég er byrjaður að þessu ranti, ég held það séu einstaklega fáir sem horfa á þessa þætti sem Sýn er með, um boltann.
Doc-Zone og Meistaradeildamessan er frábært efni samt sem áður.