Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum


Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum

Pósturaf SBen » Lau 27. Des 2025 01:45

Af hverju eru svona mikill munur á myndgæðunum á íslensku streymisveitunum og þessu erlendu. Ef maður horfir á Apple TV eða NBA eða eitthvað sem er ekki gegnum símann eða Sýn, þá finnst mér vera miklu betri gæði. Sumt er varla hægt að segja að sé HD :( frekar óþolandi



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Gæði á útsendingum á þessum íslensku streymisveitum

Pósturaf KaldiBoi » Lau 27. Des 2025 13:04

Nú eru pottþétt fróðari menn en ég sem vita meira um þessi mál heldur en ég, en ég tel þessi fyrirtæki hérna heima, Síminn, Sýn o.fl, setja peningana í vitlausa hluti.
Ég er með heildarpakka hjá Sýn en nota samt IPTV miklu meira því þar fæ ég 4K og alvöru innsýn frá lýsendum.

Halda þeir á Suðurlandsbraut að mér sé ekki drullu sama hvort Naflinn og Hjörvar Hafliða séu mættir á Emirates að taka viðtöl við Gyöekeres?
Og fyrst ég er byrjaður að þessu ranti, ég held það séu einstaklega fáir sem horfa á þessa þætti sem Sýn er með, um boltann.
Doc-Zone og Meistaradeildamessan er frábært efni samt sem áður.