Síða 1 af 1
Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fim 31. Júl 2025 12:34
af Binni67
Hvað haldið þið, lokar Sýn á allt efni í gegnum Sjónvarp símans á morgun
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fim 31. Júl 2025 13:40
af hagur
Var það ekki planið hjá þeim?
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fim 31. Júl 2025 13:56
af jagermeister
Ég er með áskrift að sportrásunum hjá Sýn, keypt í gegnum Símann og samkvæmt samtali á netspjalli Sýnar hefur þessi breyting engin áhrif á mína þjónustu.
Hún myndi hins vegar hafa áhrif ef ég væri að kaupa sportrásirnar beint af Sýn, sem ég skil ekki. Skortur á skýrum upplýsingum í tengslum við þessar breytingar er algjör.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fim 31. Júl 2025 15:17
af Binni67
Já ég hef einmitt heyrt þetta líka. Svo koma aðrir og segja að það skipti engu máli hvar pakkar séu keyptir
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 10:04
af brain
Sýn er í Sjónvarpi símans í dag og er ólæst.
Er ekki með áskrift
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 13:25
af Vaktari
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 13:50
af wicket
Þau eru að fresta þessu því að hið opinbera úrskurðaði að þeim bæri að dreifa þessu yfir önnur kerfi. Ætla væntanlega að berjast gegn því og kalla þetta frestun þangað til að loka niðurstaða liggur fyrir, sem að ég held verði alltaf Sýn í óhag því Síminn var skikkaður til að dreifa þessu líka yfir önnur kerfi á sínum tíma.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 14:26
af joiegils
Sjónvarpsrásir Sýnar áfram aðgengilegar hjá Símanum
Það gleður okkur að tilkynna að við munum selja SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans.
Viðskiptavinir geta þar með keypt áskriftir beint af Símanum og horft á hágæða íþróttaefni á borð við Ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, Formúluna og stærstu mótaraðirnar í golfi. Enska úrvalsdeildin sem hefst á ný 15. ágúst verður aðgengileg með áskrift að SÝN+ Allt Sport. Jafnframt verður sjónvarpsstöðin SÝN, áður Stöð 2, í opinni dagskrá á myndlyklum og sjónvarpsöppum Símans frá og með 1. ágúst, þar sem hægt er að horfa á fréttir Sýnar ásamt öðru efni. Efnisveitan SÝN+ verður aftur á móti hvorki aðgengileg í viðmóti Símans né hluti af þeim áskriftarpökkum sem Síminn selur.
SÝN+ Allt Sport kostar 8.990 kr. og SÝN+ Sport Ísland 5.990 kr. á mánuði.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 14:29
af mikkimás
SÝN+ Allt Sport kostar 8.990 kr. og SÝN+ Sport Ísland 5.990 kr. á mánuði.
Af hverju segir Síminn þetta í póstinum?
Þetta eru lægri verð en á heimasíðu Sýnar.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 15:45
af brain
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 18:56
af hagur
Freistandi að kaupa þetta af Símanum og spara 3k per mánuð. Verst bara hvað Sjónvarp Símans appið (Amk á Android) er mikið sorp. Ég fæ bara svartan skjá og spinner (stundum bara svartan skjá) í svona 50% tilfella þegar ég ætla að reyna að horfa á eitthvað. Gerist í öllum tækjum á heimilinu, Chrome cast with google tv, Philips AndroidTV og Nvidia Shield Pro. Er búið að vera svona lengi og lagast aldrei neitt. Öll önnur sjónvarpsforrit (Rúv, NovaTV, Sýn Sjónvarp etc.) virka ALLTAF. Sorry smá rant.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 19:44
af mercury
joiegils skrifaði:Sjónvarpsrásir Sýnar áfram aðgengilegar hjá Símanum
Það gleður okkur að tilkynna að við munum selja SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans.
Viðskiptavinir geta þar með keypt áskriftir beint af Símanum og horft á hágæða íþróttaefni á borð við Ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, Formúluna og stærstu mótaraðirnar í golfi. Enska úrvalsdeildin sem hefst á ný 15. ágúst verður aðgengileg með áskrift að SÝN+ Allt Sport. Jafnframt verður sjónvarpsstöðin SÝN, áður Stöð 2, í opinni dagskrá á myndlyklum og sjónvarpsöppum Símans frá og með 1. ágúst, þar sem hægt er að horfa á fréttir Sýnar ásamt öðru efni. Efnisveitan SÝN+ verður aftur á móti hvorki aðgengileg í viðmóti Símans né hluti af þeim áskriftarpökkum sem Síminn selur.
SÝN+ Allt Sport kostar 8.990 kr. og SÝN+ Sport Ísland 5.990 kr. á mánuði.
Mun sjónvarp símans lækka verðin þar sem enski er farinn ? Væri gaman að vita.
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Fös 01. Ágú 2025 20:27
af Vaktari
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Þri 16. Sep 2025 17:30
af Cepheuz
Sýn tapar málinu að minnsta kosti til bráðabirgða og Sjónvarp Símans virkar enþá fyrir Stöð 2.
En Sýn bregður sér samt sem áður á leik og skemmir dagskráarvísinn og flakkið í Sjónvarpi Símans.
Flottir
Re: Sýn og Sjónvarp símans
Sent: Mið 17. Sep 2025 09:39
af depill
Mér finnst bara Fjarskiptastofa og SKE vera 20 ára eftir þegar þau eru að tala um fjarskiptalög og fjarskiptafyrirtæki. Þegar Sjónvarp Símans byrjaði i upphafi og SkjárEinn fékk enska boltann, þurftirðu að vera með nettengingu hjá Símanum og svo síðar hjá Mílu ( þegar fleiri fjarskiptafyrirtæki voru að reka endabúnað á línum ), þannig þetta var klárt vertical integration mál.
Sýn appið er ömurlegt ( allavega á Apple TV, 6 þættir einhvern megin í hverjum flokk ) enn það er bara þeirra að skapa vonda upplifun. Ég get verið með Sýn appið burt séð frá hvar ég kaupi Internetið mitt, þannig ég skil ekki afhverju Sýn ætti að þurfa dreifa þessu efni yfir til Símans. Þegar Viaplay fékk champions league á sínum tíma eða Bundesliguna þá varð ég bara að fá mér Viaplay appið. Afhverju er þetta eithvað öðruvísi ?
Premier League á endanum tapar auðvita mest á þessu, sést i ens og ég hef rætt um hér áður í F1TV appinu. Geðveik upplifun og þó ég hafi aðgang að F1 í gegnum viaplay/sýn líka og mér finnst lýsendurnir mjög skemmtilegir að þá eru gæðin og upplifunin bara svo mikið betri. Enn fyndist líka fáranlegt concept ef að F1TV yrði að dreifa til Sýn eða Símans. Eða Disney eða Netflix.
Minnir mig bara á þegar Hella var gerður að sérmarkaði og N1 varð að selja bensínstöðina á Mjóddinni, sem varð að Dælunni i smá tíma þangað til að það var selt til stærsta leikandas á markaðinum Orkunni eða Gunnars Majones. SKE er að leika leik sem lætur alla missa trú á því hvað þau eru að gera og sóa peningum okkar skattgreiðanda í fáranlegar aðgerðir eins og þessar.
Ef hins vegar Sýn lætur Sýn appið vera skilyrt við nettengingar, sure ég get alveg séð að það sé vesen sem þarf að láta hætta, enn að neyða á dreifingu vöru er alveg fáranlegt.