Sjónvarp Símans uppfærsla

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf appel » Þri 26. Ágú 2014 01:14

Við erum ekki að "keppa" við loftnetssjónvarp, og erum ekki að fjötra okkur við gamaldags sjónvarpsupplifun sem byggir bara á því að horfa á lifandi sjónvarp. Þá hefði ekki verið nein ástæða til að taka niður greiðuna, né hefði Tímaflakkið aldrei komið til sögunnar. Ef þú spyrð eldra fólk hvað því finnst um tímaflakkið, þá finnst þeim þetta besta bylting í sjónvarpi síðan litasjónvarpið kom! :) Þannig að þetta er ekki spurning um að halda fólki góðu í því sem það kann fyrir, heldur gera hlutina nægilega auðvelda fyrir því svo það geti nálgast efnið með nýjum þægilegri leiðum.

Við viljum bjóða þjónustu sem fólk vill vera með útaf því að það er annað og meira en loftnetssjónvarp. Slík framþróun er ekki án vandkvæða, en við reynum að gera þetta eins auðvelt fyrir fólki og hægt er. Reyndar er móðir mín algjörlega tækniheft, lærði aldrei á VHS tæki, en henni finnst þetta ekkert vandamál. Við höfum prófað þetta á fjöldamörgum saklausum foreldrum okkar sem margir hverjir eru komnir á sjötugs- og áttræðisaldur :)

Reyndar er meðalaldur þeirra sem notar sjónvarp símans ekki eitthvað sem hefur verið rannsakað til hlítar, en ég get sagt það að barnaefni er lang lang lang vinsælasta efni sem er pantað í vod og tímaflakki. Svo er mikið af barnabörnum einnig sem fara til afa og ömmu og nota sjónvarpið þar, þannig að notkunin er misjöfn og dreifð. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart að meðalaldurinn væri ansi lágur.


*-*


division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf division » Þri 26. Ágú 2014 08:27

Langar ekki að vera með neitt skítakast en 795kr fyrir eina bíómynd, það er jafn dýrt og mánaðaráskrift hjá NetFlix og þar geturu horft eins og þú villt.




kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf kjarrig » Mið 27. Ágú 2014 13:11

lexusinn skrifaði:Alltaf gott að sjá framfarir í viðmóti og líst mér vel á þetta.
spurt er samt :
1. Ég hef tekið eftir að rúv 201 er búið að breyta hjóði úr Dolby Digital 5.1 í Dolby Digital 2.0 . Hvers vegna ?

2.
Erlendar HD stöðvar s,s, Nrk 233 sendir efni án texta en í textavarpi þeirra er boðið upp texta við efni bls. 777 en þetta virkar ekki. HVER VEGNA?

3. Stendur til að senda útvarpið út í Dolby Digital 5.1 ? það er jú 214 og ég er búinn að vera með Digtal græjur sl. 10 ár án þess að geta notið 5.1 eða bara 2.o.


Lið 1, tók eftir þessu um mánaðarmótin, og ég er í gegnum Vodafone, að 5.1 var dottið út. Eitt sem böggaði mig þar var að hljóðstyrkurinn var mun lægri en t.d. af Skjá Einum, þurfti að alltaf að lækka/hækka eftir að hafa skipt af RÚV yfir á Skjá Einn. Er það RÚV sem ákveður þetta, ekki dreifarinn, þar sem ég fæ Eurosport HD rásina í 5.1?




lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf lexusinn » Mið 27. Ágú 2014 19:31

Ég er hjá Síminn og varð var við þetta um svipað leiti, en mér finnst hljóstyrkurinn jafnari en áður yfir 201 HD




lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf lexusinn » Mið 27. Ágú 2014 19:36

Í þessu skrifuðu orðum voru þeir að breyta yfir í 5.1 en þá er hljóðið farið



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf hagur » Mið 27. Ágú 2014 20:20

Appel, ein spurning.

Er hægt að ná textavarpi í gegnum Airties myndlykilinn? Foreldrar mínir voru með þennan gamla gráa Sagecom myndlykil og voru með hann tengdan með SCART tengi. Þau náðu textavarpinu á sjónvarpinu í gegnum hann. Ef hann var tengdur með HDMI við sjónvarpið, þá virkaði textavarpið ekki. Skilst að það sé vegna þess að myndlykillinn sendir ekki textavarp í gegnum digital útganginn (HDMI).

Gildir ekki það sama um Airties lykilinn? Þau voru að skipta Sagecom lyklinum út og eru núna með Airties tengdan með HDMI. Er bara að spá hvort ég geti ekki tengt hann með SCART svo þau nái textavarpinu eins og áður.

Þau eru jafn háð textavarpinu og við hérna erum háðir Internetinu :-)

Aukaspurning, er hægt að hafa SCART og HDMI tengt samtímis og sendir lykillinn út um báða útgangana í einu?




wicket
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf wicket » Mið 27. Ágú 2014 21:00

@hagur

Ýtir á MENU á fjarstýringu og velur þar Textavarp



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf hagur » Mið 27. Ágú 2014 21:25

wicket skrifaði:@hagur

Ýtir á MENU á fjarstýringu og velur þar Textavarp


Interesting, vissi ekki að það væri í boði (er sjálfur með TV í gegnum Vodafone). Læt þau prófa þetta, takk :happy



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf appel » Mið 27. Ágú 2014 22:06

Já, textavarp er bara á RÚV. Þau þurfa að vera á rúv og velja svo textavarp úr valmynd. Hægt að ýta á TV, Q hnappinn eða R (til baka).

Á nýju fjarstýringunni er teletext hnappur, en hann er óvirkur. Við ætlum að reyna að virkja hann, en þarf að uppfæra firmware til þess.


*-*

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf tlord » Fim 28. Ágú 2014 16:59

division skrifaði:Langar ekki að vera með neitt skítakast en 795kr fyrir eina bíómynd, það er jafn dýrt og mánaðaráskrift hjá NetFlix og þar geturu horft eins og þú villt.


2x - græðgin bítur oft í eigð skott




kaktus
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gaflari
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf kaktus » Lau 27. Sep 2014 09:53

einn möguleiki sem ég var vanur að nota þegar ég browsaði á voddinu datt út í þessari uppfærslu.
ég valdi yfirleitt fyrstu myndina á listanum ýtti á info og browsaði með það á nú verð ég að velja info fyrir hverja mynd og fara svo til baka.
tómt vesen sem ég hreinlega nenni ekki svo ég er hættur að browsa voddið og þar af leiðandi sé ég ekki þegar eitthvað kemur inn sem ég mögulega myndi vilja sjá sem leiðir auðvitað til þess að ég leigi ekkert :þ


Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf appel » Lau 27. Sep 2014 16:02

kaktus skrifaði:einn möguleiki sem ég var vanur að nota þegar ég browsaði á voddinu datt út í þessari uppfærslu.
ég valdi yfirleitt fyrstu myndina á listanum ýtti á info og browsaði með það á nú verð ég að velja info fyrir hverja mynd og fara svo til baka.
tómt vesen sem ég hreinlega nenni ekki svo ég er hættur að browsa voddið og þar af leiðandi sé ég ekki þegar eitthvað kemur inn sem ég mögulega myndi vilja sjá sem leiðir auðvitað til þess að ég leigi ekkert :þ

Já, ég hef heyrt nokkra sakna þessa möguleika. Ég er að íhuga leiðir til að koma svipaðri virkni aftur inn en lofa engu. Ein leiðin væri sú að ýta á tvöföldu pílurnar << og >> til að skoða næstu eða fyrri mynd í listanum.

Þú getur togglað með "i" hnappnum, ýtt á i til að opna og i til að loka. Einnig virkar að ýta á fast-forward og fast-rewind (þ.e. tvöföldu pílurnar) til að stökkva milli síðna.


*-*

Skjámynd

ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf ArnarF » Sun 28. Sep 2014 03:57

tlord skrifaði:
division skrifaði:Langar ekki að vera með neitt skítakast en 795kr fyrir eina bíómynd, það er jafn dýrt og mánaðaráskrift hjá NetFlix og þar geturu horft eins og þú villt.


2x - græðgin bítur oft í eigð skott


x3 svo fylgir alltaf ein stutt auglýsing með kvikmyndinni svona til að toppa pirringinn yfir verðinu.

Hef einnig furðað mig á því hvernig verðlaggningunni er háttað á leigunni :?:

Kvikmynd frá 2014 verð 795 kr.-
Kvikmynd frá 1980 verð 595 kr.-

200 kr.- mismunur ?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf Viktor » Sun 28. Sep 2014 04:00

ArnarF skrifaði:Kvikmynd frá 2014 verð 795 kr.-
Kvikmynd frá 1980 verð 595 kr.-

200 kr.- mismunur ?


Þú verður að átta þig á því að menn eru að kaupa myndir frá stórum erlendum stúdíóum svo að verðin eru eftir því. Kannski eru 90% af gömlu myndunum spilaðar í 10% tilvika - svo að verðið endurspeglast þar.

Það getur verið erfitt að ákvarða hvaða myndir verða spilaðar þegar um hundruð eða þúsunda titla er að ræða, svo að almenn verðlagning er það sem menn verða að miða við.

Stúdíóin úti selja bara nýju myndirnar með því skilyrði að þú kaupir ákveðið magn af gömlum myndum. Það ræður ferðinni í þessu, því miður 8-[


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


shawks
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Mán 12. Sep 2011 18:25
Reputation: 10
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf shawks » Sun 28. Sep 2014 12:03

appel skrifaði:1. "Heim skjárinn" kemur bara upp þegar myndlykill er endurræstur. Við höfum pælt í að gera það að stillingaratriði hvort hann eða TV viðmótið komi upp við ræsingu, en allavega fyrst um sinn verður þetta svona. Þetta er hluti af því að sýna fyrir fólki að það er meira þarna en bara TV, svo og að menn sjái nýjungar strax þegar þær koma inn, t.d. ef það er einhver viðburður í gangi í stuttan tíma þá viljum við endilega að fólk sjái það strax og að ekki þurfi að hamra á því í útvarpsauglýsingum að nú geti menn fundið nýju þjónustuna bara með því að ýta á einhverja takka á fjarstýringunni, heldur sjái fólk það bara náttúrulega strax í viðmótinu þegar það kveikir á myndlyklinum og það þarf ekkert að segja fólki frá því í blöðum og öðrum miðlum. Ef myndlykillinn fer alltaf bara í TV við ræsingu þá sér fólk aldrei neitt nema það, og kannski kíkir aldrei inn í VOD nema einstaka sinnum, og sumir aldrei.
"Haters gonna hate"... "gamla var betra"-syndromið, þetta er ákvörðun sem við tókum að vel íhuguðu máli og hún mun leiða til betri upplifunar af þjónustunni, þó svo að fyrst um sinn bölvist einhverjir menn yfir því að nú er komið eitt auka skref til þess að fara í sjónvarpið. Þetta er líka í samræmi við önnur viðmót af svipuðum toga erlendis. Ég hef verið með þetta viðmót í mjög langan tíma og það er bara þægilegt að lenda á "Heim skjánum" fyrst.

2. Volume meterinn gæti breyst. Þetta er einsog með alla list, sumir fíla hana og sumir ekki. En vonandi finnum við eitthvað sem hentar öllum, enda á þetta að vera einn af þessum skaðlausu neutral hlutum sem menn hugsa ekki um né pirrast yfir.

3. Playlist er góð hugmynd :happy


Einsog ég sagði, við erum enn að laga til kerfið, og erum að setja nýjar útgáfur í loftið nær daglega eftir því sem við heyrum af eða sjáum vandamál.



Sæll appel og takk fyrir að halda okkur upplýstum varðandi uppfærslur og skapa þannig umræðu og uppbyggilega gagnrýni um það sem betur mætti fara.

edit:
Varðandi heima skjáinn þá birtist hann alltaf þegar ég kveiki á sjónvarpinu, ekki bara við endurræsingu á myndlyklinum. Er reyndar ekki með sjónvarp, heldur skjá og nota því fjarstýringu myndlykilsins til að slökkva/kveikja.

Mér finnst að notandinn ætti að hafa þann valmöguleika hvort Heima skjárinn birtist eða ekki. Það er allt í lagi að hafa sem sjálfgefið gildi að hann birtist en gefið okkur möguleika á að breyta því. Ef þið viljið vekja athygli notenda á nýjungum þá hafið þið þó alltaf þetta viðmót til að miðla upplýsingum, þurfið ekki endilega að nota útvarps- eða blaðaauglýsingar.

kv.
Síðast breytt af shawks á Sun 28. Sep 2014 23:49, breytt samtals 1 sinni.


"Time is a drug. Too much of it kills you."

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 270
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf einarhr » Sun 28. Sep 2014 15:25

Foreldrar mínir búa á Flúðum og þar er endarlaust vandamál eftir að kerfið var uppfært. Afruglarinn frís í tíma og ótíma og upp kemur skjámynd að það sé ekkert samband við þjónustuna. Sjálfur var ég í sveitinni í gær og þá tók ég sérstaklega vel eftir þessu vandamáli og endaði með því að hringja í þjónustuver og fá e-h svör en fékk bara þau svör að Síminn kannaðist ekkert við þetta vandamál.. Mjög algengt að fá svona svör!! Móðir mín hringir reglulega og tilkynnir þetta ásamt frænku minni sem býr að Laugarvatni en samt segist Síminn ekkert kannast við að þetta sé vandamál...

Svona er Sveitarómanrtíkin þú borgar jafn mikið fyrir þjónustuna og í Rvk en svo færð þú bara hluta ef henni.


Er þetta e-h sem þú kannast við Apple ? þeas að myndlyklarnir séu að frjósa svona í gríð og erg?


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


67steinip
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 13. Jún 2011 16:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf 67steinip » Sun 28. Sep 2014 20:24

Ég kannast við þetta allavega, við búum hér fyrir norðan á Húsavík og fengum þetta flotta Ljósnet í boði Símans og það er skrítið að nethraðinn er blússandi er að sækja alveg max 3-4MB per sec sem er brilliant ekkert að netinu það verður ekki neinn skaði þar á en hinsvegar þá kvartar Mútta yfir að sjónvarpið er bara ekki gott. Endursýningar hökta stundum alveg í 10-15 sekúndur, stundum þegar skipt er um stöð færðu hljóðið í góðar 10-15sek áður en myndin kemur inn og mér skilst þetta sé líka að gerast á Leigðum bíomyndum, en þetta hófst eftir að við fengum Ljósnetið hingað, þetta gerist ekki á ADSL. Systir mín býr 2 blokkum frá okkur á ADSL og ekkert vesen.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2014 10:46

Það er mjög erfitt að átta sig á hvað gæti verið að, þ.e.a.s. hjá þessum tilteknu aðilum á Húsavík og Flúðum. Þetta getur verið sjónvarpið, hdmi snúran, netsnúran, myndlykillinn, powerline, routerinn, innanhúslagnir, o.s.frv.

Þó netið virki þá þýðir það ekki sjálfkrafa að sjónvarpið ætti að vera í lagi, það virkar annars eðlis en hefðbundið internet. Auk þess er internettraffík mun meira "forgiving" á það að það sé mikið af truflunum, t.d. í því að downloada í gegnum P2P, það skiptir ekki máli þó download droppi úr 3-4MB í 2-3MB í 1 sek, en þú tekur strax eftir í sjónvarpsáhorfi hvort einhverjar smá truflanir eru.

Það er hægt að prófa að fá nýjan myndlykil, athuga innanhúslagnir s.s. powerline.


*-*

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 270
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf einarhr » Mán 29. Sep 2014 11:01

Gamla kann ekki að downloada og ekkert powerline í notkun. Er búin að hvetja gömlu að fara og skipta út lykli og router. Læt vita hér hvort það geri eh gagn.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


67steinip
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 13. Jún 2011 16:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf 67steinip » Mán 29. Sep 2014 14:58

Nýr myndlykill = Breytti engu
Nýjar snúrur = breyta engu
Nýr router = breytti engu

Þetta er meira svona general, allir á Húsavík með Ljósnetið finna fyrir þessu en þeir sem hafa bara ADSL finna þetta ekki. Allir að kvarta undan sama svo það getur ekki verið snúrann, það hlýtur bara að vera bara dósin út í götu sem allir fá ljósnetið úr, þetta virðist koma fyrir alla svo þetta er globalt. Ögrar manni smá þar sem að mútta vill reversa þessa breytingu þar sem sjónvarpið er 0 fun, fá aftur gamla góða ADSL



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 270
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf einarhr » Mán 29. Sep 2014 15:10

67steinip skrifaði:Nýr myndlykill = Breytti engu
Nýjar snúrur = breyta engu
Nýr router = breytti engu

Þetta er meira svona general, allir á Húsavík með Ljósnetið finna fyrir þessu en þeir sem hafa bara ADSL finna þetta ekki. Allir að kvarta undan sama svo það getur ekki verið snúrann, það hlýtur bara að vera bara dósin út í götu sem allir fá ljósnetið úr, þetta virðist koma fyrir alla svo þetta er globalt. Ögrar manni smá þar sem að mútta vill reversa þessa breytingu þar sem sjónvarpið er 0 fun, fá aftur gamla góða ADSL


Svo má líka benda á það að Sjónvarp þeas RÚV er neyðarrás sem sendir út viðvaranir ef um náttúruhamfarir ofl er að ræða. Nú er búið að taka Analog sendirinn og fólk getur einungis séð sjónvarp í gegnum Netið.

Netið bilað = ekkert sjónvarp.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Sep 2014 15:16

67steinip skrifaði:Nýr myndlykill = Breytti engu
Nýjar snúrur = breyta engu
Nýr router = breytti engu

Þetta er meira svona general, allir á Húsavík með Ljósnetið finna fyrir þessu en þeir sem hafa bara ADSL finna þetta ekki. Allir að kvarta undan sama svo það getur ekki verið snúrann, það hlýtur bara að vera bara dósin út í götu sem allir fá ljósnetið úr, þetta virðist koma fyrir alla svo þetta er globalt. Ögrar manni smá þar sem að mútta vill reversa þessa breytingu þar sem sjónvarpið er 0 fun, fá aftur gamla góða ADSL


IPTV og VDSL eiga oft erfitt samstarf, þegar ég skipti úr ADSL í VDSL þá lenti ég í svakalegu veseni.
Gat ekki hraðspólað með myndlyklinum þá slitnaði netsambandið, það lagaðist þegar ég tók router úr fjöltengi og setti beint í vegg.
En truflanir héldu áfram og IPTV varð ekki gott fyrr en símvirki kom heim til mín og dró cat5 í vegg frá stofunni og inn í bílskúr, þar er routerinn staðsettur, þ.e. beintengdur við splitterinn sem er á inntakinu. Eftir þessar breytingar hefur IPTV virkað fínt, þar til fyrir stuttu síðan að það er byrjað að pixlast aftur og þá sérstaklega á RUV HD, en þar sem ég horfi svo lítið á það þá skiptir það mig engu máli.

Ef þú ætlar að vera með ljósnet og IPTV þá verður allt að vera 100% hjá þér.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf Moldvarpan » Mán 29. Sep 2014 15:46

Var að skila inn myndlyklinum áðan, fannst verðhækkun og fækkun rása vera of gróft.

En þegar ég var með minn myndlykil, þá hikstaði hann alltaf í hvert skipti sem ég kveikti og slökkti á ljósaperunni inní sjónvarps herberginu :catgotmyballs
Hann var líka byrjaður oft að sýna mynd á sjónvarpinu, þótt það væri slökkt á honum.... Ég þurfti þá að kveikja aftur og slökkva á honum svo hann hætti því.
Þegar ég var í miðjum tímaflakki á eh þætti, þá átti hann það líka til að stoppa bara og hélt ekkert áfram.

Ekkert af þessu var þó ástæðan afhverju ég fékk nóg af þessu, en langaði að deila þessu með ykkur :)



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf tlord » Mán 29. Sep 2014 17:31

akkuru er ekki mögulegt að stilla eitt eða neitt í þessu blessaða símaiptv?
ekki hægt að endurraða rásum eða henda rásum sem eru aldrei notaðar
afhverju geta útvarpsrásir ekki bara verið með hinum?
afhverju getur ruvhd ekki verið rás 1.
afhverju er einhver skrínsaver á útvarpinu - afhverju er ekki hægt að slökkva á honum þannig að viðmótið sjáist alltaf?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2014 18:41

tlord skrifaði:akkuru er ekki mögulegt að stilla eitt eða neitt í þessu blessaða símaiptv?
ekki hægt að endurraða rásum eða henda rásum sem eru aldrei notaðar
afhverju geta útvarpsrásir ekki bara verið með hinum?
afhverju getur ruvhd ekki verið rás 1.
afhverju er einhver skrínsaver á útvarpinu - afhverju er ekki hægt að slökkva á honum þannig að viðmótið sjáist alltaf?


1. Endurröðun á rásum getur skapað vandræði, t.d. ef rásir detta út eða nýjar koma inn. svo skapar það rugling þegar allir eru með sína röðun og stöðvanúmer á rásunum, svo ég tali nú ekki um þegar fólk hringir í þjónustuver og segir að "rás 50 er biluð" og þá veit þjónustufulltrúi ekki hvaða rás það er. Þar fyrir utan eru tæknilegar flækjur í því sem eru ekki þess virði, og það eru ekki svo margir sem myndu hugsanlega nota þennan feature. Ekki gleyma svo því hvað myndi gerst ef barnabarn einhverrar ömmu myndi rugla upp í öllum rásalistanum og rásir detta út, þá finnur amman ekki lengur rásina sína.

2. útvarpssásirnar geta alveg verið með sjónvarpsstöðvunum, en við höfum valið þá leið að hafa þær í annari framsetningu þar sem annars sæir þú bara svartan skjá.

3. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki orðið að veruleika ennþá er einfaldlega sú að íslenskar HD stöðvar eru bara enn tiltölulegar nýkomnar og stöðvarnar hafa verið að "leika sér" með þær, t.d. hefur RÚV HD verið notuð af RÚV sem aukarás til að senda annað dagskrárefni en það sem er á venjulegu RÚV rásinni. Þannig að ef við setjum HD á rás 1 og svo breytir RÚV útsendingunni á HD rásinni þá býður það upp á mikla óánægju og vesen. Þar fyrir utan þá eru brögð á því hvort fólk geti horft á HD strauma, jafnvel þó allir spekkar segi til um að viðkomandi eigi að geta það, þá er fólk kannski með sjónvarpið tengt rafmagns-ethernet og stundum ræður það ekki við HD... við sjáum það ekki. En við erum að skoða þennan möguleika þó.

4. Screensaver er til að koma í veg fyrir burn-in á sumum sjónvörpum, þar sem útvarpið er yfirleitt skilið eftir í gangi.


*-*