Skjávarpahugleiðingar.
-
rattlehead
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 256
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Skjávarpahugleiðingar.
Er að gæla við að fá mér skjávarpa. Ætla að byrja á einhverjum sem dugar ágætlega yfir vetrartímann aðallega. Er einhver vaktari með low budget eða medium fyrir boltann og bíókvöld, sem hann getur mælt með.
-
kristjanorrihugason
- Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Sun 22. Ágú 2021 16:18
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpahugleiðingar.
Nokkrir hlutir sem að hjálpar til að svara. Verðbil, stærð sem þú vilt hafa á myndinni og hversu langt þú getur haft varpann frá myndveggnum/tjaldinu, ætlarðu að loftfesta eða veggfesta eða hafa á borði, viltu geta haft kveikt á ljósum í herberginu á meðan og ertu með heimabíó.
-
rattlehead
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 256
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpahugleiðingar.
steingleymdi að ég póstaði hér. Var prime dagur um daginn og náði að grípa Epson EB-FH08 á 75.000 kall hingað kominn. Er með hann 3.5 m frá vegg og er með 112" núna beint á hvitann vegg. Er með nokkuð af gluggum og verður gráleit og var að lesa mér til að grá tjöld eru betri fyrir rými með gluggum. Hafa menn verið að nota rúllugardínur eða er ekkert verið að spara í tjald?
-
hagur
- Besserwisser
- Póstar: 3149
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 462
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Skjávarpahugleiðingar.
rattlehead skrifaði:steingleymdi að ég póstaði hér. Var prime dagur um daginn og náði að grípa Epson EB-FH08 á 75.000 kall hingað kominn. Er með hann 3.5 m frá vegg og er með 112" núna beint á hvitann vegg. Er með nokkuð af gluggum og verður gráleit og var að lesa mér til að grá tjöld eru betri fyrir rými með gluggum. Hafa menn verið að nota rúllugardínur eða er ekkert verið að spara í tjald?
Það er algjört lykilatriði að geta haft stjórn á birtunni í rýminu. Grá tjöld eru vissulega betri en hvít að þessu leyti en besta niðurstaðan fæst alltaf með því að geta blokkerað sem mest af dagsljósi. Að fjárfesta í góðu tjaldi mun aldrei koma í staðinn fyrir það að setja upp myrkvunargluggatjöld eða a.m.k einhverjar rúllugardínur. Svo er magnað hvað matt-svartur border utanum tjaldið getur haft mikil áhrif á "perceived contrast", þ.e það getur blekkt augun töluvert og látið "svart" (grátt) virðast svartara.