Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?


Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf Peacock12 » Mán 18. Ágú 2025 08:05

Hvaða app eru menn að nota með Samsung Tizen? Sjálfur er ég alveg að bugast, og væri sáttur með tillögur um minnst versta – er orðin nokkuð viss að það er ekki til neitt gott.

Er með nýlegt Samsung sjónvarp sem er með Tizen stýrikerfi. Sjónvarpið sjálft er fínt, en er í veseni með IPTV app. Sjónvarpið er beintengt við netið (Dream Router).
Sjónvarpið er stillt á auto-update og segist vera með nýjustu útgáfu. Það er nánast ómögulegt að finna hjá Samsung hvað nýjasta útgáfa er (miðað við sjónvarps-týpu).

Noti ég AppleTV með sömu iptv veitu er ég ekki að lenda í þessu veseni. Er með annað sjónvarp (Philips með Android) og er ekki að lenda í eins slæmu hiki á því. Það sjónvarp er á WiFi (ef það skiptir máli). Hef samt tekið eftir að ef er hik á því t.d. í beinni útsendingu þá er hik á Samsung tækinu líka. Munurinn er kannski helst að það er ALLTAF hik í Samsung tækinu, en bara stundum í hinu.

IPTV Smarters og Smarters Pro – er með bæði.
Bæði eru með frekar mikil hik í beinu sjónvarpi. Stoppa í 2-3 sek á sirka 2-5 mín fresti.
Smarters á til með að stoppa eftir 5-10 mínútur í öðru efni en beint.
Smarters Pro er skárra, en viðmótið er leiðinlegra. T.d. er ekki hægt að fela klámrásirnar eða raða rásum eftir vali. Kemur stundum upp sérkennileg hegðun við að horfa á þætti – hik, og svo byrjar appið á næsta þætti (þótt sé heilmikið eftir).

GSE Smart IPTV er fínt viðmót, en það hætti bara alfarið að streama eftir 2-3 mínútur. Virkaði fínt í upphafi. Er reyndar enn með trial útgáfu, en hún á að vera virk í viku, og það eru nokkrir dagar eftir.

Í appinu á Apple TV gat ég stillt cache, og hef grun um að það gæti gert útslagið á hversvegna það er betra með þessari veitu sem ég er með. Er hvorki að finna það í þessum Tizen öppum né í stýrikerfinu. Ekki að ég sjái að notandinn geti gert mikið í Tizen stýrikerfinu…

Væri alveg til í að heyra hvað aðrir sem ösnuðust til að kaupa Tizen eru að gera, eða fá hugmyndir um skárra app, stillingar í router eða bara nánast hvað sem er!




Hizzman
Geek
Póstar: 877
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 157
Staða: Ótengdur

Re: Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf Hizzman » Mán 18. Ágú 2025 09:01

vera með googleTV, firestick, nvida shield etc



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6575
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 539
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf worghal » Mán 18. Ágú 2025 11:16

nvidia shield of ekki horfa til baka.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 202
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf russi » Mán 18. Ágú 2025 14:42

Tel líklegt að öppin sjálf séu ekki nema hluti af vandamálinu.
Helsti ókostur við IPTV lista er sá að þeira innihalda oft yfir 50k þínur af slóðum, þá slóðir á beint streymi og svo líka VOD (movies/episodes). Clientar hafa verið að koksa á þessu oft.

Margar IPTV þjónustur bjóða uppá að minnka þessa lista, sem dæmi.. afhverju ættiru að vera með rásarlista fyrir Írak og Vietnam hjá þér?

Fínt að miða listana sína við 2-4 evrópulönd og svo mögulega USA/Canada. Mjög gott að losna við allt þetta VOD ef maður er ekki að nota það.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 253
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf rattlehead » Mán 18. Ágú 2025 17:17

Hef verið að rokka á milli appa. Í mörg ár hef ég notað Smart Iptv og gat eytt út þeim rásum sem ég vildi ekki og nota sem back up. Núna er ég að prófa Hot player og líkar bara vel.
Síðast breytt af rattlehead á Mán 18. Ágú 2025 17:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kornelius
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Minnst versta iptv appið fyrir Samsung Tizen?

Pósturaf kornelius » Mán 18. Ágú 2025 18:05

Mín upplifun er sú að það er betra að nota forrit sem styðja Xtream því þá er auðveldara að stilla grúbbur og hvaða lönd maðu vill hafa í menu.

Ertu búinn að prufa https://siptv.app/howto/sammy/


K.
Síðast breytt af kornelius á Mán 18. Ágú 2025 18:13, breytt samtals 1 sinni.