Ábyrgð á samsung tækjum.

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
Boggi99
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 13. Jan 2021 22:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf Boggi99 » Mið 13. Jan 2021 22:51

Góða kvöldið.
Ég er með samsung snjallsjónvarp á heimilinu sem var keypt 2017. Mér sýnist baklýsingin vera farin að gefa sig. Eru samsung sérfræðingar hér sem þekkja ábyrgðartíma á sjónvörpum??
Síðast breytt af Boggi99 á Mið 13. Jan 2021 22:52, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

rickyhien
spjallið.is
Póstar: 482
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 18
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf rickyhien » Mið 13. Jan 2021 23:18

Ormsson er viðgerðaraðili fyrir Samsung sjónvörp, ertu með mynd af sjónvarpinu þegar það er kveikt? (það sem þér finnst vera ekki í lagi sem sagt)

ábyrgðin er bara 2 ár frá kaupdegi.
Síðast breytt af rickyhien á Mið 13. Jan 2021 23:19, breytt samtals 1 sinni.


Antec P280 | móðurborð selt | örri seldur örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition | 1 TB HDD | 2x 120 GB SSD | RAM selt | Thermaltake EVO Blue 850W aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sony MDR1000X & Ultrasone Tio heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz | Netgear Nighthawk AC1900 router


bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf bigggan » Fim 14. Jan 2021 00:01

Sjónvarp á að endast lengur 2 ár, Þá er það 5 ár ábyrgð margs sins komið fram slíkan urskurð frá kærunefnd talaðu bara við búðina þú keyptir sjónvarpið frá.
gunni91
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 24
Staða: Tengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf gunni91 » Fim 14. Jan 2021 00:10

bigggan skrifaði:Sjónvarp á að endast lengur 2 ár, Þá er það 5 ár ábyrgð margs sins komið fram slíkan urskurð frá kærunefnd talaðu bara við búðina þú keyptir sjónvarpið frá.


Það er 5 ára umkvörtunarréttur, ekki ábyrgð. Löggjöfin er samt ekki nógu skýr um hvaða hlutir flokkast undir 5 árin.. Held við getum allir verið sammála um að endingin eigi að vera lengur en 2 ár.

Mæli með að heyra í búðinni sem þú keyptir tækið og ef ekkert gengur, geturðu alltaf opnað mál hjá Neytendasamtökunum. Þeir eru vanir og oft fljótir að meta hvaða mál eru líkleg til að ná árangri o.s.f.

Ef allt failar þá kannski dekka heimilistryggingarnar þetta.
Síðast breytt af gunni91 á Fim 14. Jan 2021 00:12, breytt samtals 2 sinnum.
dISPo
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf dISPo » Fim 14. Jan 2021 10:56

Umkvörtunarréttur er það sem fólk talar almennt um sem ábyrgð í daglegu tali og felur í sér réttinn til að skila hlut / krefjast úrbóta ef hann er gallaður. Og það sem hér er kallað umkvörtunarréttur er í raun tímafresturinn sem neytandi hefur til að tilkynna seljanda um galla og krefjast úrbóta í samræmi við ábyrgð hans á söluhlutnum. Hugtakið ábyrgð vísar einfaldlega til þess að seljandi beri ábyrgð á einhverju og hann ber vissulega ábyrgð á því að söluhlutur sé ekki gallaður og að hann endist eins og vera ber. Aftur á móti getur seljandi tekið á sig aukna ábyrgð, umfram ábyrgð samkvæmt neytendakaupalögum, með yfirlýsingu, samningi eða samkvæmt skilmálum, sem oft er kallað verksmiðjuábyrgð.

Þótt 27. gr. neytendakaupalaga nr. 48/2003 sé ekki fullkomlega skýr um hvað fellur undir fimm ára regluna þá er til fjöldinn allur af álitum kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa þar sem greinin er túlkuð nánar. Niðurstaðan hefur verið sú að sjónvörp falla oftast undir fimm ára regluna, sjá sem dæmi hér eitt af fjölmörgum álitum: https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 6-2013.pdf

Hér er tilvitnun úr umræddu áliti:

"Eðlilegur endingartími sjónvarpa getur vissulega verið mismunandi eftir tegundum.
Þótt ekki sé hægt að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll hver sé eðlilegur endingartími sjónvarpa
er það álit kærunefndarinnar að kaupandi megi búast við því að sjónvarp þeirrar gerðar sem
hér um ræðir endist lengur án bilana en í þrjú og hálft ár og sé kvörtunarfrestur því 5 ár í því
tilviki sem hér um ræðir. Kvörtun álitsbeiðanda kom fram innan þess tíma."

Við mat á galla og endingartíma er mikilvægt að hafa í huga að miðað er við hvað neytandi mátti eðlilega búast við en ekki álit seljanda.
Síðast breytt af dISPo á Fim 14. Jan 2021 10:57, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14896
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1401
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf GuðjónR » Fim 14. Jan 2021 12:24

gunni91 skrifaði:Ef allt failar þá kannski dekka heimilistryggingarnar þetta.

Dekka heimilstryggingar bilanir í tækjum?Skjámynd

Zethic
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 377
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Reputation: 37
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf Zethic » Fim 14. Jan 2021 13:07

GuðjónR skrifaði:
gunni91 skrifaði:Ef allt failar þá kannski dekka heimilistryggingarnar þetta.

Dekka heimilstryggingar bilanir í tækjum?


Held að hann meini að "kötturinn hafi hrint sjónvarpinu á gólfið"Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14896
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1401
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf GuðjónR » Fös 15. Jan 2021 00:13

Zethic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
gunni91 skrifaði:Ef allt failar þá kannski dekka heimilistryggingarnar þetta.

Dekka heimilstryggingar bilanir í tækjum?


Held að hann meini að "kötturinn hafi hrint sjónvarpinu á gólfið"

hehehe meinar :)
En lendir hann þá ekki í því að tryggingarnar vilji að hann fari með TV á verkstæði í skjáskipti eins og gert er þegar þú brýtur skjá á símanum þínum?
Hann fær nýjan skjá en baklýsingin er ennþá biluð. :face
Gassi
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 23
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf Gassi » Fös 15. Jan 2021 14:08

GuðjónR skrifaði:
Zethic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
gunni91 skrifaði:Ef allt failar þá kannski dekka heimilistryggingarnar þetta.

Dekka heimilstryggingar bilanir í tækjum?


Held að hann meini að "kötturinn hafi hrint sjónvarpinu á gólfið"

hehehe meinar :)
En lendir hann þá ekki í því að tryggingarnar vilji að hann fari með TV á verkstæði í skjáskipti eins og gert er þegar þú brýtur skjá á símanum þínum?
Hann fær nýjan skjá en baklýsingin er ennþá biluð. :face


Hæpið að farið se fram á viðgerð miða við verð, borga yfirleitt út
mjolkurdreytill
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á samsung tækjum.

Pósturaf mjolkurdreytill » Fös 15. Jan 2021 17:24

Álitsbeiðandi keypti sjónvarp af seljanda í október 2009. Rúmum 3 árum síðar, eða í byrjun árs 2013 bilaði sjónvarpið og var það í kjölfarið sent á verkstæði. Þar kom í ljós að ekki svaraði kostnaði að gera við sjónvarpið. Krafðist álitsbeiðandi þess að seljandi legði sér til nýtt sjónvarp. Taldi kærunefndin að frestur álitsbeiðanda til að bera fyrir sig galla á sjónvarpinu væri fimm ár og því hefði álitsbeiðandi kvartað undan galla innan tímamarka 2. mgr. 27. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Þá taldi kærunefndin að sjónvarpið væri haldið galla í skilningi 16. gr., sbr. 15. gr. sömu laga og féllst því á kröfu álitsbeiðanda.


https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 6-2013.pdf

----

Svarið frá disPo fór framhjá mér ... :baby
Síðast breytt af mjolkurdreytill á Fös 15. Jan 2021 17:47, breytt samtals 1 sinni.