Rifhljóð í hátölurunum hjá mér


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf capteinninn » Fim 17. Des 2015 00:09

Þetta er örugglega mjög heimskuleg spurning en það er komið svo mikið óhljóð í hátalarana hjá mér.

Er að nota Philips SPA2360 og alltaf þegar ég hækka með fjarstýringakubbnum kemur einskonar rifhljóð.

Það er alveg nokkuð hátt þegar ég er með tengt í tölvuna hjá mér en það kemur líka þegar ég er með tengt í t.d. iPhone hérna hjá mér bara mun lægra. Hélt bara að það væri að leiða svona svakalega í gegnum tölvuna en það virðist ekki vera málið.
Einnig virðist alltaf eitthvað hljóð berast úr þeim jafnvel þótt ég sé með stillt alveg í lægsta á þeim.

Hljóðgæðin eru ekkert hrikaleg og rifhljóðið virðist bara koma þegar ég hækka með "fjarstýringunni". Prófaði líka að aftengja litlu tvo hátalarana og það kemur úr bassaboxinu ennþá svipað hljóð þegar ég hækka með "fjarstýringunni". Get ekki tekið fjarstýringuna úr sambandi nema með því að opna boxið og eitthvað fikta þar.

Eru þeir einfaldlega sprungnir eða er eitthvað annað sem ykkur dettur í hug að geti verið vandamálið?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf rapport » Fim 17. Des 2015 01:25

"rifhljóð" ?

Þú ert að tala um "skruðninga" þegar þú ert að hækka og lækka = lélegir þéttar o.þ.h. ?




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf capteinninn » Fim 17. Des 2015 01:43

rapport skrifaði:"rifhljóð" ?

Þú ert að tala um "skruðninga" þegar þú ert að hækka og lækka = lélegir þéttar o.þ.h. ?


Já skruðningar, gætu verið þéttarnir en ég er ekki viss. Þetta virðist alltaf verða verra og verra síðustu vikur/mánuði



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5017
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 892
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf jonsig » Fös 18. Des 2015 03:29

Bilun í þéttunum er meira varanleg, er ekki að lagast eða minnka . Stundum er það bara katastróf.

Ef ég skil þetta rétt þá koma skruðningar við að hækka volume með fjarstýringu (stafrænu viðmóti) . Þá erum við ekki að tala um skítuga pots.
Það er innbyggt vandamál með þessi nýrri tæki með "náttúruvænu" lóðtini að þau þorna upp og búa til allskonar svona bögg .

Finnst hæpið að þetta sé skítugur pot eða rofi því líklega er allt signal switching digital , nema relay´in séu að kúka á sig .

Ef þú getur fundið link með service manual fyrir þessa græju þá skal ég renna yfir hana og koma með einhverja hugmynd .




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf capteinninn » Þri 22. Des 2015 17:57

jonsig skrifaði:Bilun í þéttunum er meira varanleg, er ekki að lagast eða minnka . Stundum er það bara katastróf.

Ef ég skil þetta rétt þá koma skruðningar við að hækka volume með fjarstýringu (stafrænu viðmóti) . Þá erum við ekki að tala um skítuga pots.
Það er innbyggt vandamál með þessi nýrri tæki með "náttúruvænu" lóðtini að þau þorna upp og búa til allskonar svona bögg .

Finnst hæpið að þetta sé skítugur pot eða rofi því líklega er allt signal switching digital , nema relay´in séu að kúka á sig .

Ef þú getur fundið link með service manual fyrir þessa græju þá skal ég renna yfir hana og koma með einhverja hugmynd .


Er hérna með manualinn frá Philips sjálfum
Mér finnst þetta hafa minnkað stórkostlega undanfarið sem ég skil bara ekkert í, það koma samt skruðningar þegar ég tek hátalarann úr tölvunni og líka þegar ég rek snúruna annaðhvort í málmbakhliðina á tölvunni en líka þegar ég kem við hana sjálfa, það er samt ekki mjög hátt nema ég sé með hátalarana nokkuð hátt stillta.
Fjarstýringin sem ég tala um er þarna númer 5 á fyrstu síðu bæklingsins og ég sný þarna hnúðnum til að hækka.

Þetta er samt þannig séð ekkert vandamál lengur nema þetta komi aftur upp seinna.



Skjámynd

Galaxy
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Reputation: 7
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf Galaxy » Þri 22. Des 2015 21:31

Ég hef lent í svona "rifum" í hljóði sem lagaðist þegar ég update'aði drivers




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf capteinninn » Þri 22. Des 2015 23:24

Galaxy skrifaði:Ég hef lent í svona "rifum" í hljóði sem lagaðist þegar ég update'aði drivers


Meikar það samt eitthvað sens ef ég er að hækka í hátalaranum sjálfum, gerist líka þegar ég er tengdur í eitthvað annað



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5017
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 892
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf jonsig » Þri 22. Des 2015 23:54

Það væri sterkur leikur að skoða prentplötuna,og litast um eftir einhverjun dodgy lóðningum eða jafnvel lausum víratengingum . Það er öllu verra ef þetta er bilun í einhverjum íhlut .

Svo var èg að fatta . Ef þú ert að tala um fjarstýringuna sem unit með leiðslu þá gæti þetta mjög líklega verið pot'inn ì henni . Þá erum við ekki endilega að tala um digital stilli.
Svona pot eru oft pain in the ass og þetta er líklega tengt gain adjust.

Er skrjáfið á báðum channelum?



Skjámynd

Galaxy
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Reputation: 7
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Rifhljóð í hátölurunum hjá mér

Pósturaf Galaxy » Mið 23. Des 2015 00:14

capteinninn skrifaði:
Galaxy skrifaði:Ég hef lent í svona "rifum" í hljóði sem lagaðist þegar ég update'aði drivers


Meikar það samt eitthvað sens ef ég er að hækka í hátalaranum sjálfum, gerist líka þegar ég er tengdur í eitthvað annað


Líklegast ekki, en aðrir sem gætu verið með sama vandamál kannski fá þetta til að laga vandann