Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 06. Ágú 2012 02:45

Jæja, þá er stutt í að það verði komið ár síðan ég flutti inní mína fyrstu íbúð og mig langar að halda uppá það með því að kaupa mitt fyrsta sjónvarp (og heimabíó vonandi líka) en ég hef voðalega lítið vit á svoleiðis græjum svo mig vantar ráðleggingar.

Það sem ég er að leita eftir er ekki minna en 50", það smellpassar á vegginn í stofunni milli skápana þar, svefnherbergið mitt er hinum meginn við stofuvegginn og tölvan er akkúrat á sama stað og sjónvarpið en ég ætla að bora gat í gegnum vegginn svo ég geti tengt tölvuna beint við sjónvarpið. Ég ætla s.s. að nota sjónvarpið meira sem tölvuskjá en sjónvarp, hef lítið vit á muninum á milli plasma og lcd en ég vil helst ekki einhverja svaka umræðu um það hér, vil bara fá í stuttu máli hvað hentar mér best miðað við mínar aðstæður :)

Hvað varðar fjarlægð frá veggnum þá myndi ég sitja að mestu í u.þ.b. 3,30m frá og ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af birtu sem gæti glampað á skjáinn en það er samt yfirleitt ekki mikið myrkur inní stofu.

Ég myndi helst vilja geta keypt heimabíó með eða amk. hátalarasett, þarf ekki dvd spilara þar sem ég mun spila allt bara beint frá tölvunni, og ég er helst að leita að hátalarasetti sem er þráðlaust, nenni ekki að standa í einhverju snúruveseni þó það sé svosem alveg hægt að fela bakvið lista.

Budgettið er 350þús. en það má alveg fara eitthvað aðeins hærra en það, sérstaklega ef ég get keypt heimabíóið/hátalarasettið í leiðinni ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 06. Ágú 2012 22:58

Af þeim tækjum sem ég hef skoðað þá er ég að hallast mest að tækjum sem eru með minnst 3 HDMI og 2 USB tengi. Allt annað skiptir ekki það miklu máli þar sem flest sjónvörp í dag eru með svotil sama staðalbúnaðinn, sem er þá nettengi, 3D og gott hljóðkerfi.

Hér eru nokkur tæki sem mér líst ágætlega á:

Samsung 51" 3D Smart Plasma D8005
Philips 55" 3D Smart LED - 55PFL7606T
Panasonic 50" Full HD 3D 1080p NeoPlasma - TXP50ST50Y

Hef séð á nokkrum þráðum hér að menn eru að mæla meira með Plasma frekar en LCD og margir mæla ekki með Samsung svo ég er efins með Samsung tækið. Hallast mest að Panasonic útaf þessum þræði, en Samsung tækið þar er að vísu LCD LED á meðan tækið á mínum lista er Plasma svo það er spurning hvort það sé eitthvað betra :-k Sérstaklega þar sem það væri ekki verra að hafa sjónvarp frá sama framleiðanda og heimabíóið en mér líst einmitt mjög vel á þetta hér (Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-E5500). Mun þó líklegast bíða með þau kaup þar til í næsta mánuði.

Einhverjar betri tillögur? Einhver svipuð heimabíó sem eru með þráðlausa hátalara? Er hægt að kaupa bara þráðlausa hátalara ef maður þarf ekki heimabíósettið eða er bara rugl að sleppa heimabíói þó sjónvarpið verði að mestu notað sem tölvuskjár? :roll:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Mán 06. Ágú 2012 23:27

Tæki Panasonic tækið bókað mál.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1756
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf blitz » Þri 07. Ágú 2012 08:19

Myndi varla skoða annað en Panasonic plasma


PS4

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 13. Ágú 2012 03:51

Já, ég er búinn að skoða nokkur reviews fyrir Panasonic tækið og er farinn að slefa smá yfir því :droolboy

En einhver hér sem er með Plasma tæki og hefur notað það að mestu sem tölvuskjá? Einhver sem er kannski með þetta sjónvarp? Samkvæmt því sem ég hef lesið á netinu virðast burn-in ekki vera það mikið vandamál lengur en er ekki betra að vera öruggur og velja frekar LCD eða eru einhver önnur vandamál þar?

Mun reyna að kíkja á tæki annað hvort á morgun eða hinn.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Mán 13. Ágú 2012 20:39

DoofuZ skrifaði:Já, ég er búinn að skoða nokkur reviews fyrir Panasonic tækið og er farinn að slefa smá yfir því :droolboy

En einhver hér sem er með Plasma tæki og hefur notað það að mestu sem tölvuskjá? Einhver sem er kannski með þetta sjónvarp? Samkvæmt því sem ég hef lesið á netinu virðast burn-in ekki vera það mikið vandamál lengur en er ekki betra að vera öruggur og velja frekar LCD eða eru einhver önnur vandamál þar?

Mun reyna að kíkja á tæki annað hvort á morgun eða hinn.


Ef þú ætlar að nota það sem tölvuskjá tæki í frekær LCD/LED.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Þri 14. Ágú 2012 10:04

svanur08 skrifaði:Ef þú ætlar að nota það sem tölvuskjá tæki í frekær LCD/LED.


Eitthvað tæki sem þú mælir þá með? Einhver hér sem hefur verið í sömu sporum og ég? Ég býst að vísu ekki við því að ég muni nota sjónvarpið mikið með tölvunni í hluti eins og að forrita eða skoða vefsíður, amk. ekki nema kannski eitthvað smá fyrstu mánuðina þar sem það er á planinu að uppfæra tölvuna aðeins og kaupa m.a. stærri tölvuskjá eftir nokkra mánuði. Mun líklega nota tækið mest til að horfa á þætti, kvikmyndir og spila einstaka leiki á því, er samt ekkert svaka mikið í leikjum en það gæti svosem breyst með svona risa skjá :roll:

En svo annars varðandi plasma tæki yfir höfuð að þá hef ég smá áhyggjur af því að það muni stundum verða smá eftir af einhverju myndefni á skjánum í örfáar sekúndur, það mun pottþétt eiga eftir að pirra mig :? Einhver hér með plasma sem getur sagt mér hvernig það er? Er þá betra fyrir mig að fá mér LCD eða er lítið sem ekkert vandamál með plasma?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf starionturbo » Þri 14. Ágú 2012 10:11

Tveir félagar mínir voru að skoða þetta um daginn, annar tók panasonic plasma og hinn samsung LCD.

Persónulega finnst mér Samsung tækið taka plasmann í nefið, það var reyndar 46" LED tæki.

Það er eitthvað furðulegt við XBMC í neoplasma ...


Foobar


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf stebbi23 » Þri 14. Ágú 2012 12:13

myndi skoða þetta tæki líka.
http://bt.is/product/samsung-51-3d-smart-plasma-e6505
Pansonicinn er örugglega með örlítið dýpri svartan lit en eins og þeir segja í greininni hérna fyrir neðan
þá er Samsunginn með annað framyfir eins betri 3D afspilun, betri í björtu herbergi og nánast engar líkur á burn-in.

Mæli með að lesa þessa grein,
http://www.hdtvtest.co.uk/news/samsung- ... 262022.htm



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Þri 14. Ágú 2012 16:11

Góð söluræða BT ;) Persónulega fíla ég einmitt Samsung mjög mikið, samt að mestu bara vegna þess að ég á Samsung síma svo það segir kannski ekki allt. En já, ég las aðeins yfir þessa grein þarna og rak augun í þetta:
hdtvtest.co.uk skrifaði:Note: While we did not review the smaller, 51-inch Samsung PS51E6500, from past experience the firm’s 51″ models usually have worse black levels than 60-inch-plus versions.

Þeir eru s.s. að skoða 60" týpuna í greininni og segja að 51" týpan sé yfirleitt með verri black level. Veit ekki alveg hvort ég eigi þá að taka greinina alvarlega gagnvart 51" týpunni en þetta hljómar samt allt mjög vel :)

En hvernig er annars með þetta burn in vandamál á plasma tækjum? Einhver hér með eða hefur séð plasma tæki og getur sagt mér hvernig það er? Ég er þá að tala um eins og þegar maður setur DVD í gang og er með á menu í nokkrar mínútur, verður þá smá af valmyndinni eftir á skjánum í örfáar sekúndur þegar maður byrjar að spila myndina eða er ekkert svoleiðis vandamál? Las það einhverstaðar að svoleiðis kæmi oft fyrir á plasma tækjum :-k

Svo líst mér ekkert svakalega mikið á það að maður þurfi helst að láta plasma tæki ganga í minnst 200 tíma til að hita það upp fyrir notkun. Væri meira til í að geta byrjað að nota tækið strax svo ég hallast aðeins meira í áttina að LCD hvað það varðar.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Þri 14. Ágú 2012 16:16

Ef þú ætlar að fá þér Plasma þá færðu þér Panasonic engin spurning, en ef LED Samsung, held flestir séu sammála mér í því ;)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf stebbi23 » Þri 14. Ágú 2012 18:10

haha einhver þarf að vega eitthvað á móti Panasonic klappstýrunum hérna :D

burn-in er basically þegar kjurr mynd eða merki hefur verið lengi á skjánum og hún festist á skjánum eða það er alltaf svona vottur af henni, sést yfirleitt vel í björtum atriðum. Líklegast til að gerast með merki frá sjónvarpsstöðvum, menu í DVD eða blu-ray myndum og status og menu bara í tölvuleikjum. Image Retention er þegar þessi áhrif koma upp og eru í smá tíma en hverfa svo með tímanum með því að láta viðkomandi pixla skipta oft liti og brightness, ef þetta hverfur hins vegar ekki þá er þetta burn-in og getur verið alveg lúmskt pirrandi.
Las einhversstaðar að Panasonic hafi sett í einhvern manual hjá sér að þú eigir ekki að keyra brightness á tækinu yfir 50%, fyrstu 100-200 tímana, man samt ekki hvar en já ég hef heyrt þetta oft og myndi sjálfur gera þetta við öll plasma tæki sem ég keypti mér, sama frá hvaða framleiðanda það kæmi.
Hins vegar allavega þegar Samsung tækin eru calibrate'uð þá er brightness stillingin yfirleitt alltaf stillt undir 50%, veit ekki með Panasonic en það er örugglega mjög svipað.
Það er btw nauðsynlegt að calibrate'a þau því að forstilltu stillingarnar eru crap og himin og haf þarna á milli.
Þetta sem þeir eru að tala um með 51" og 60" er frá tækjunum í fyrra og Samsung hafa gert miklar framfarir frá því í fyrra og ég hef séð 51" og 60" tækin af þessu í gangi hlið við hlið og ég sá engan mun en ég get ekki svarið fyrir þetta.

svo þarftu að pæla hvort það sé bjart inni hjá þér og hvort það sé gluggi sem skín á tækið úr því þó að það sé talað um að dýrarasta Panasonic tækið og þetta séu mjög góð í björtum rýmum þá munu þau enþá vera mun verri en LED þegar það skín sólarljós beint á þau. Auðveldasta leiðin til að sjá munin á því er að fara í búð með bæði plasma og LED og nota snjallsíma með vasaljósi og lýsa á tækin og þá sérðu þetta strax.



Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf Farcry » Þri 14. Ágú 2012 20:42

DoofuZ skrifaði:Góð söluræða BT ;) Persónulega fíla ég einmitt Samsung mjög mikið, samt að mestu bara vegna þess að ég á Samsung síma svo það segir kannski ekki allt. En já, ég las aðeins yfir þessa grein þarna og rak augun í þetta:
hdtvtest.co.uk skrifaði:Note: While we did not review the smaller, 51-inch Samsung PS51E6500, from past experience the firm’s 51″ models usually have worse black levels than 60-inch-plus versions.

Þeir eru s.s. að skoða 60" týpuna í greininni og segja að 51" týpan sé yfirleitt með verri black level. Veit ekki alveg hvort ég eigi þá að taka greinina alvarlega gagnvart 51" týpunni en þetta hljómar samt allt mjög vel :)

En hvernig er annars með þetta burn in vandamál á plasma tækjum? Einhver hér með eða hefur séð plasma tæki og getur sagt mér hvernig það er? Ég er þá að tala um eins og þegar maður setur DVD í gang og er með á menu í nokkrar mínútur, verður þá smá af valmyndinni eftir á skjánum í örfáar sekúndur þegar maður byrjar að spila myndina eða er ekkert svoleiðis vandamál? Las það einhverstaðar að svoleiðis kæmi oft fyrir á plasma tækjum :-k

Svo líst mér ekkert svakalega mikið á það að maður þurfi helst að láta plasma tæki ganga í minnst 200 tíma til að hita það upp fyrir notkun. Væri meira til í að geta byrjað að nota tækið strax svo ég hallast aðeins meira í áttina að LCD hvað það varðar.

Ég er buin að eiga mitt pioneer plasma tæki síðan 2006 og ég stillti það eins og ég vildi frá fyrsta degi, hef aldrei orðið var við burn in, gætir mögulega kannski einhvern timann fengið burn in ef þú myndir gleyma því í gangi yfir nótt með skærum lit rauðum til dæmis( hef allveg sofnað í sófanum með tækið i gangi aldrei burn in.) Plasma er frá upphafi hannað sem sjónvarp , lcd sem tölvuskjár sem horft er beint framan á.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Þri 14. Ágú 2012 22:59

stebbi23 skrifaði:burn-in er basically þegar kjurr mynd eða merki hefur verið lengi á skjánum og hún festist á skjánum eða það er alltaf svona vottur af henni, sést yfirleitt vel í björtum atriðum. Líklegast til að gerast með merki frá sjónvarpsstöðvum, menu í DVD eða blu-ray myndum og status og menu bara í tölvuleikjum. Image Retention er þegar þessi áhrif koma upp og eru í smá tíma en hverfa svo með tímanum með því að láta viðkomandi pixla skipta oft liti og brightness, ef þetta hverfur hins vegar ekki þá er þetta burn-in og getur verið alveg lúmskt pirrandi.

Það er einmitt þetta Image Retention dæmi sem ég hef mestar áhyggjur af :? Hvernig er það á þessum nýjustu tækjum? Er maður að taka eitthvað eftir því t.d. eftir menu á DVD?

stebbi23 skrifaði:Las einhversstaðar að Panasonic hafi sett í einhvern manual hjá sér að þú eigir ekki að keyra brightness á tækinu yfir 50%, fyrstu 100-200 tímana, man samt ekki hvar en já ég hef heyrt þetta oft og myndi sjálfur gera þetta við öll plasma tæki sem ég keypti mér, sama frá hvaða framleiðanda það kæmi.

Já, ég las það einmitt, en með því að kaupa LCD tæki þá er maður laus við að þurfa að gera eitthvað svona, ekki satt?

stebbi23 skrifaði:svo þarftu að pæla hvort það sé bjart inni hjá þér og hvort það sé gluggi sem skín á tækið úr því þó að það sé talað um að dýrarasta Panasonic tækið og þetta séu mjög góð í björtum rýmum þá munu þau enþá vera mun verri en LED þegar það skín sólarljós beint á þau.

Það er einmitt litlar sem engar líkur á að sólin skíni beint á skjáinn þar sem stofuglugginn sem snýr að sólinni er vinstra megin við sjónvarpsvegginn og með gluggatjöld fyrir svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Þri 14. Ágú 2012 23:21

Myndi skoða þessi tvö ef budget er 350k.

---> http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP50ST50Y

---> http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1706

Þú verður bara komast að því hvort þú vilt Plasma eða LCD/LED, mér persónulega finnst þú fá meira fyrir peninginn á plasma tæki.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mið 15. Ágú 2012 03:37

Já, eins og ég nefndi hér að ofan þá líst mér mjög vel á þetta Panasonic tæki og svo nefndi ég líka að ég vil ekki minna en 50", en 60" kemur líka alveg til greina svo lengi sem það er ekki yfir 400 þúsund, hélt að meira en 50" myndi ekki passa vegna stofuskápa, en 60" er víst hámarkið. En er það samt ekki fullmikið af því góða? :roll:

Og já, budgetið er svo allt að 400 þúsund.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1756
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf blitz » Mið 15. Ágú 2012 08:55

starionturbo skrifaði:Tveir félagar mínir voru að skoða þetta um daginn, annar tók panasonic plasma og hinn samsung LCD.

Persónulega finnst mér Samsung tækið taka plasmann í nefið, það var reyndar 46" LED tæki.

Það er eitthvað furðulegt við XBMC í neoplasma ...


:guy Nota minn 42" Panny plasma með XBMC og þetta er það fallegasta sem ég hef séð.

Hef nokkrum sinnum gleymt tækinu í gangi á kyrrmynd (xbmc frontpage) í nokkrar klukkustundir og það hefur ekkert IR komið (amk. ekki eitthvað sem fer ekki strax)


PS4

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mið 15. Ágú 2012 11:28

Ok, ætla að reyna að fara seinni partinn í dag og skoða Panasonic 50" og 55" tækin og kannski líka Samsung 51" tækið :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


mummz
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 19:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf mummz » Mán 20. Ágú 2012 00:09

Verð að mæla með panasonic plasmanum. Er búinn að vera með st50 í 42" núna í 3 vikur eða svo, og það er þroskaheft myndin í þessu tæki! Ég hef ekki séð jafn góða mynd í neinu öðru tæki. Ég nota það 70% í venjulega sjónvarpsútsendingu, rest hd efni, örlítið 3d, og mjög lítið tengt tölvuna beint við tækið. Ég hef ekki ennþá orðið var við vott af ir eða burn-in, þó að krakkarnir hafi skilið dóru landkönnuð eftir á pásu í 3 tíma...

Bottom line, þetta er besta "sjónvarpið" sem þú færð fyrir peninginn. Það eina sem er betra en þetta eru gt50 eða vt50 tækin frá panasonic.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 20. Ágú 2012 09:58

Já, það hafa einmitt flestir verið að segja en því miður þá fór ég á endanum ekki eftir því, keypti mér loksins sjónvarp um helgina og það sem varð fyrir valinu var Philips 55" LCD LED (55PFL5507T). Ég var ákveðinn í að kaupa 50" Panasonic tækið en þegar ég fór í Sjónvarpsmiðstöðina þá sýndi sölumaður þar mér muninn á því tæki og þessu Philips tæki (sem var staðsett beint fyrir ofan svo það var mjög auðvelt að bera tækin saman) og ég gat ekki verið meira sammála honum um að Philips tækið væri betra. Er búinn að tengja það og prófa fram og til baka og er bara mjög ánægður með þessi kaup :)

Eina vandamálið er bara stærðin en það er frekar þröngt bil sitthvoru megin við tækið útaf skápum svo það er ekki beint auðvelt að komast í tengin aftaná, en það er samt ekki svo mikið vandamál, þarf bara að passa að tengja allt rétt og eins sjaldan og hægt er (eða fá mér örstuttar framlengingar svo tengimöguleikarnir séu aðeins nær) :-"


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Mán 20. Ágú 2012 17:13

Til hamingju með nýja tækið.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 20. Ágú 2012 20:57

Takk fyrir það! :D Og takk allir sem hjálpuðu mér ;) Nú þarf ég bara að fá mér myndlikil/sjónvarp símans svo ég nái nú basic stöðvunum í almennilegum gæðum :) Eins og er þá er sjónvarpið bara tengt í loftnetstengi :oops: :roll:

Ekki það að ég horfi eitthvað mikið á sjónvarp en það væri betra ef maður vill sjá fréttir stöku sinnum og svona að vera ekki með sílaggandi útsendingu á svona eðaltæki.

Er annars með eitthvað lítið gervihnatta móttökuapparat sem nær alveg helling af rásum en 70% af því er drasl/shopping network dæmi og allar rásirnar eru svo í helmingi minni upplausn en tækið býður uppá svo það er lítið að græða á þeim pakka :?

Verð víst bara að reka á eftir pabba á fullu svo hann hjálpi mér að gera gat á vegginn svo ég geti tengt tölvuna beint við settið, þangað til læt ég PMS duga (sem ég fékk loksins til að virka, gerði þráð hér fyrir einhverju síðan þar sem ég fékk það ekki til að virka og var þá einmitt líka með Philips tæki) :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2506
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf svanur08 » Mán 20. Ágú 2012 21:10

Líka að spila blu-ray það er möst ;)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsval (+ heimabíó/hátalarasett)

Pósturaf DoofuZ » Mán 20. Ágú 2012 21:23

Já, ég kaupi heimabíó líklega í október :) Hafði ekki alveg efni á því með sjónvarpinu :roll:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]